Ár Trump og Kötustjórnar

Donald Trump átti sviðið á erlendum vettvangi á árinu. Innsetning ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er tímamótaatburðurinn innanlands.

Menn ýmist elsk´ann eða hata. Hvort heldur sem er breytir Trump alþjóðastjórnmálum. Spurningin er aðeins hve róttækt.

Ástin ein umlykur aftur Kötustjórnina. Almenningur sýnir henni fádæma stuðning sem teflonhúðar stjórnina fyrir gagnrýni.

 


mbl.is Viðburðaríkt fyrsta ár Trumps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin stærri en stjórnarflokkarnir

Stjórnarflokkarnir þrír mælast samtals með um 54 prósent fylgi en ríkisstjórnin nýtur nær 75 prósent stuðnings. Það segir okkur að þjóðin telur ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þá bestu mögulegu við núverandi aðstæður.

Skýringin á yfirburðafylgi ríkisstjórnarinnar liggur í þeirri staðreynd að þjóðin er þreytt á viðvarandi stjórnarkreppu eftir hrun og vill stöðugleika í landsstjórninni.

Traustur stuðningur við ríkisstjórnina gerir stjórninni kleift að takast á við stærstu prófraunina hingað til, sem er að sigla kjarasamningum í höfn í vetur.


mbl.is Þrír af hverjum fjórum styðja stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband