Sameinuðu þjóðirnar og fullveldi ríkja

Ísrael er fullvalda ríki og getur sem slíkt ákveðið höfuðborgina innan sinna landamæra. Bandaríkin eru einnig fullvalda, síðast þegar að var gáð, og í fullum rétti að viðurkenna ákvarðanir Ísraelsmanna.

En þá reynt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að ógilda lögmætar ákvarðanir.

Tilburðir Sameinuðu þjóðanna eru afleiðing af alþjóðavæðingu síðustu áratuga sem í vaxandi mæli leyfir alþjóðalega íhlutun í málefni fullvalda ríkja.


mbl.is Bandaríkin beittu neitunarvaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þola lífeyrissjóðirnir mikla launahækkun?

Lífeyrissjóðir eru stærstu eigendur Icelandair. Launþegar eiga lífeyrissjóðina, en verkalýðshreyfingin ásamt atvinnurekendum, stjórna sjóðunum.

Hvorki heyrist hósti né stuna frá lífeyrissjóðunum eða ASÍ um launakröfur flugvirkja.

Er ekki tímabært að eigendur og ASÍ tjái sig um launadeiluna sem veldur því að Icelandair hrapar í verði á hlutabréfamarkaði?


mbl.is Krafan komin „verulega frá“ 20%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningar teknir af hælisleitendum, farsímar einnig

Reiðufé hælisleitenda er gert upptækt og farsímar þeirra eru teknir til skoðunar í því skyni að komast að bakgrunni hælisleitenda. Þá fá hælisleitendur ekki peninga frá yfirvöldum heldur úttektarheimildir.

Þetta eru meðal nýrra reglna sem ný ríkisstjórn Austurríkis tilkynnti. Reglurnar eru settar vegna misnotkunar á mannúðarþjónustu við fólk í neyð.

Ólögmætur flutningur fólks í vestræna velferð er stóriðnaður í Norður-Afríku og miðausturlöndum.

 


mbl.is Flestir eldri en þeir segjast vera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband