Vinstrisókn Samfylkingar, hægrisókn Miðflokksins

Samfylkingin ætlar að sækja að ríkisstjórninni frá vinstri en Miðflokkur Sigmundar Davíðs sækir að frá hægri.

Ríkisstjórnin verður næmari gagnvart þeim armi stjórnarandstöðunnar sem býður upp á sterkari málflutning.

Sigmundur Davíð er líklegri áhrifavaldur en Logi.


mbl.is Hvar eru skattalækkanir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump-Pútín falsfréttirnar

Í bandarískum fjölmiðlum er þeirri kenningu haldið á lofti að Pútín Rússlandsforseti hafi tryggt Trump forsetaembættið. Reglulega eru birtar falsfréttir sem eiga að renna stoðum undir þessa kenningu, núna síðast í CNN.

Kenningin gengur út á að Pútín hafi virkjað samfélagsmiðla til að flytja ósannar fréttir um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, og það hafi gert útslagið í kosningabaráttunni.

Stjórnarandstaðan í Bandaríkjunum, demókratar, hvetja fjölmiðla áfram í samsæriskenningunni, sem einnig fær stuðning frá kaldastríðshaukum úr flokki Repúblíkana.

Samsæriskenningin um úrslitaáhrif Pútín á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum þjóna þannig sterkum hagsmunum, stæku Rússahatri kaldastríðsmanna og demókrötum. Það er eftirspurn eftir falsfréttum og fjölmiðlar sjá um framboðið.


mbl.is Pútín: Andstæðingar Trumps skaða Bandaríkin með tilbúnum sögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband