Ókurteisi í lýðræði - og lögregluríki

Ókurteisi, þar með talin gífuryrði um mann og annan, eru almennt ekki talin saknæm í lýðræðisríki. Í umræðunni dæma gífuryrði sig sjálf, segja mest um þann sem viðhefur þau.

En það er sem sagt komið nýtt hugtak til sögunnar, hatursorðræða. Hugtakið er innflutt, alveg eins og hugmyndin um galdra á 17. öld, og þegar það skýtur rótum verður að finna einhverja til að þola þjáningar sem réttlæta innflutninginn.

Haturslögreglan er sérstök deild sem dundar sér við að hnýsast í afkima umræðunnar, í bloggi og athugasemdakerfum, í leit að orðræðu sem kenna má við hatur.

Og nú hefur hæstiréttur dæmt tvo fyrir að hata homma. Sektin er hundrað þúsund kall, sem er lítilfjörlegt hatursfé, en málskostnaðurinn milljón á kjaft.

Í lögregluríkjum fyrr og síðar eru menn dæmdir fyrir niðrandi ummæli um valdhafa og það sem þeim er heilagt. En hvernig í veröldinni það gerist að ókurteisi verður að dómsmáli og sakfellingu í lýðveldinu Íslandi anno 2017 er óskiljanlegt. Hvar er fullorðna fólkið á alþingi og í dómskerfinu?


mbl.is Sakfelldir fyrir hatursorðræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómsmorð og hugarfar dómara

Lagalegur skilningur á hugtakinu dómsmorð er að dómari hafi af yfirlögðu ráði fellt rangan dóm. Í almennri umræðu er hugtakið iðulega notað um ranga dóma - án þess endilega að gera því skóna að dómari hafi vitandi vits dæmt rangt.

Vörn Jóns Steinars í meiðyrðamáli dómara gegn honum, þar sem Jón Steinar notaði dómsmorð, er að hann hafi átt við ,,mengað hugarástand dómara."

Hængurinn á þessari vörn er sá að á hverjum tíma eru allir, dómarar meðtaldir, með ,,mengað hugarástand." Mengunin er venjulega kölluð aldarfar eða tíðarandi.

Réttarríkið byggir á þeirri hugsun að lög séu réttlát og að lögum sé fylgt fram málefnalega og hlutlægt. Það hvorki fyrirbyggir né hefur í för með sér að tíðarandinn leiki þar hlutverk.

Tjáningarfrelsið er hluti af réttarríkinu. Eins og segir í málsvörn Jóns Steinars heimilar tjáningarfrelsið ,,hvass­yrði, stór­yrði, ögr­un og ýkj­ur."

Milljón króna spurningin er þessi: sakaði Jón Steinar dómara um glæp, þ.e. dómsmorð í lagalegum skilningi, eða fór hann fram með ,,ögrunum og ýkjum." Til hliðar verður spurt hvort ríkari kröfur séu gerðar til Jóns Steinars, sem lögmanns og fyrrverandi hæstaréttardómara, en einhvers ólöglærðs Júlla Péturs út í bæ þegar metið er hvort ásökun um dómsmorð sé skens eða lögbrot.

 

 


mbl.is Orðið „dómsmorð“ eigi sér langa hefð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kennarar lýsa vantrausti á Ragnar Þór

Kosning varaformanns Kennarasambands Íslands er vantraust á formann KÍ, Ragnar Þór Pétursson. Afgerandi kjör Önnu Maríu Gunnarsdóttir til varaformennsku er svar kennara við umræðu um stöðu formannsins, en háværar kröfur eru um afsögn Ragnars Þórs.

Bandamaður Ragnars Þórs, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, var eini frambjóðandinn sem lýsti yfir stuðningi við formanninn, sem kærður var fyrir kynferðisbrot á barni. Ásthildur Lóa lenti í öðru sæti.

Formaður og varaformaður taka við embættum í apríl á næsta ári.


mbl.is Þýðir ekki að grenja yfir laununum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband