Laugardagur, 3. nóvember 2018
Óreiðan, Katrín og félagsauður
Forsætisráðherra vaknar upp við Trump-fréttir RÚV á hverjum morgni og kennir við upplýsingaóreiðu. Hún vitnar í kanadíska fræðimanninn Marshall McLuhan en hann er höfundur kenningarinnar að miðillinn sé boðskapurinn. Tæknin, sem sagt, mótar innihaldið. Ergó falsfréttir á netmiðlum.
McLuhan setti kenninguna fram þegar sjónvarp var allsráðandi. Netmiðlar eru ráðandi afl í opinberri umræðu síðustu ára. Þar er Trump meistarinn. Jafnvel á Íslandi var hægt að spá sigri Trump nokkrum mánuðum áður en Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu haustið 2016.
Netmiðlar valda upplýsingaóreiðu vegna þess að stórkostlegar ýkjur og beinar lygar fá meiri og hraðari útbreiðslu en yfirvegaðar, hlutlægar og málefnalegar fréttir.
Gegn óreiðunni teflir Katrín fram félagsauði. ,,Ég vil tala upp stjórnmálaflokka," segir hún í RÚV-viðtalinu.
Í stjórnmálaflokkum með fortíð verður til menning um hvernig hlutirnir skulu gerðir. Eldri flokkar eru ólíklegri en ný-flokkar til að láta pólitískar tískusveiflur umpóla sig á örskoti.
Spaka-Kata veit sínu viti.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 2. nóvember 2018
Sósíalistafélögin styðja Heiðveigu
Sósíalistafélögin í verkó styðja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur til valda í Sjómannafélagi Íslands.
Yfirlýsing formanna Eflingar, VR, VA og Framsýnar rennir stoðum undir þann grun að Heiðveig María sé á sama róli og Sólveig Anna og Ragnar Þór; að yfirtaka verkalýðsfélag með rógburði og smölun á samfélagsmiðlum.
Miðjan, óopinbert málgagn sósíalista, er einnig í liði Heiðveigar.
Með svona vini þarf Heiðveig enga óvini.
![]() |
Fordæma brottrekstur Heiðveigar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 2. nóvember 2018
Fjölmiðlar í pólitík
Fremur en að segja fréttir stunda fjölmiðlar í vaxandi mæli að búa til fréttir í því skyni að fá ,,rétta" pólitíska niðurstöðu. Tvö atriði, sem liggja utan fjölmiðla, skýra að stórum hluta þessa þróun.
Í fyrsta lagi eru fjölmiðlar í beinni samkeppni við samfélagsmiðla um völd, áhrif og ekki síst tekjur. Í þeirri samkeppni hættu fjölmiðlar að vanda sig við val á heimildum og tóku upp iðju samfélagsmiðla, að skjóta fyrst og spyrja síðan hvort tilefni hafi verið til skothríðarinnar eða hvort skotmarkið sé það rétta.
Í öðru lagi er almennt vantraust á hefðbundnum stjórnmálum. Glötuð tiltrú á stjórnmálamönnum kyndir undir öfgum í pólitískri orðræðu. Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar urðu gjallarhorn öfganna.
Bandaríkin eru leiðandi í stjórnmálavæðingu fjölmiðla. Stephen F. Cohen, virtur sagnfræðingur og enginn vinur Trump forseta, segir að fjölmiðlar grafi undan lögmæti tveggja helstu embætta bandarísku þjóðarinnar, þingsins og forsetaembættisins. Nokkuð til í því.
![]() |
Þriðjungur lítur á fjölmiðla sem óvin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1. nóvember 2018
Baugsfléttan 2008 og norskt mont
Íslenska bankakerfið hrundi í október 2008. Norðmenn hreykja sér af því að hafa fengið eigur bankanna á útsölu. Siðleysi.
Jón Ásgeir Jóhannesson, kenndur við Baug, flutti inn breskan auðmann, Philip Green, nokkrum dögum eftir hrunið til að kaupa eigur Baugs með 95 prósent afslætti. Ekkert varð úr Baugsfléttunni.
Viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs, Green, er núna helst þekktur fyrir siðleysi af annarri gerð.
![]() |
Þeir einu sem töpuðu voru Íslendingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1. nóvember 2018
Þingmenn starfi í þágu þjóðarinnar, ekki ESB
Þingmenn sem ætla sér að styðja innleiðingu orkustefnu Evrópusambandsins inn í íslensk lög, með lögfestingu svokallaðs orkupakka ESB, vinna skipulega og meðvitað gegn grundvallarhagsmunum þjóðarinnar.
Framsal á raforkumálum Íslendinga til Brussel er óskiljanlegt hryðjuverk gegn íslenskum hagsmunum í bráð og lengd.
Nákvæmlega ekkert réttlætir að alþingi samþykki að veita ESB áhrif á hvernig þjóðin ráðstafar orkuauðlindinni.
![]() |
Garðyrkja leggist af með orkupakkanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 1. nóvember 2018
Bandarísk hnignun, Trump og vestræn menning
Bandaríkin hafa dundað sér við að breyta landamærum og stjórnskipan ríkja um víða veröld allt frá lokum seinna stríðs. Iðjan var réttlætt með lýðræði, mannréttindum eða hráum bandarískum hagsmunum, stundum dulbúnir sem vestrænir hagsmunir, sbr. innrásin í Írak 2003.
Landamæri Bandaríkjanna urðu eins og gatasigti þegar leið á síðustu öld, einkum suðurlandamærin þar sem fátæklingar frá Suður-Ameríku streymdu til fyrirheitna landsins.
Landamæri voru eitt stóru málanna í bandarísku forsetakosningunum 2016. Trump lofaði að loka þeim fyrir óæskilegum innflytjendum og náði kjöri. Aftur eru landamærin stórveldisins á dagskrá þingkosninga tveim árum síðar.
Stórveldi með áhyggjur af eigin landamærum er komið á samdráttarskeið. Eðli stórvelda er útþensla þar sem landamærum annarra ríkja er breytt í þágu hagsmuna stórveldisins.
Mótsögnum samtímans er að um leið og Bandaríkin sýna skýr og ótvíræð merki um að þau ætli að draga úr stórveldasýningu síðustu 70 ára eru bandarísk innanríkismál orðin mál málanna í flestum ríkjum heims. Jafnvel á litla Íslandi er forseti Bandaríkjanna fyrirferðameiri í umræðunni en pólitískar heimasætur.
Aðeins einn maður, Trump, er ástæða mótsagnarinnar. Tvær skýringar gætu verið á mótsögninni. Í fyrsta lagi að hnignun Bandaríkjanna sé um leið sólsetur vesturlanda og vestrænnar menningar. Í öðru lagi að Trump sé holdgervingur vestrænnar endurreisnar.
![]() |
Sendi 15.000 hermenn að landamærunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)