Fjölmiðlar í pólitík

Fremur en að segja fréttir stunda fjölmiðlar í vaxandi mæli að búa til fréttir í því skyni að fá ,,rétta" pólitíska niðurstöðu. Tvö atriði, sem liggja utan fjölmiðla, skýra að stórum hluta þessa þróun.

Í fyrsta lagi eru fjölmiðlar í beinni samkeppni við samfélagsmiðla um völd, áhrif og ekki síst tekjur. Í þeirri samkeppni hættu fjölmiðlar að vanda sig við val á heimildum og tóku upp iðju samfélagsmiðla, að skjóta fyrst og spyrja síðan hvort tilefni hafi verið til skothríðarinnar eða hvort skotmarkið sé það rétta.

Í öðru lagi er almennt vantraust á hefðbundnum stjórnmálum. Glötuð tiltrú á stjórnmálamönnum kyndir undir öfgum í pólitískri orðræðu. Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar urðu gjallarhorn öfganna. 

Bandaríkin eru leiðandi í stjórnmálavæðingu fjölmiðla. Stephen F. Cohen, virtur sagnfræðingur og enginn vinur Trump forseta, segir að fjölmiðlar grafi undan lögmæti tveggja helstu embætta bandarísku þjóðarinnar, þingsins og forsetaembættisins. Nokkuð til í því.


mbl.is „Þriðjungur lítur á fjölmiðla sem óvin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband