Laugardagur, 10. nóvember 2018
ESB deyr, Evrópuherinn er næsta skref
Dauðaferli Evrópusambandsins er viðurkennt af æðstu embættismönnum ESB. Evrópuher er útspil Macron Frakklandsforseta til að búa í haginn fyrir valdakerfi er leysi af hólmi Evrópusambandið.
Á morgun eru 100 ár liðin frá lokum fyrra stríðs. Frakkland og Belgía voru vígvöllurinn. Án stuðnings frá Bretlandi hefði Frakkland tapað fyrra stríði fyrir Þjóðverjum. Aðkoma Bandaríkjanna 1917 geirnegldi tap Þjóðverja.
Með Brexit eru Bretar á leið úr Evrópusambandinu. Bretar ráða yfir næst öflugasta her ESB-ríkja. Það er tómt mál að tala um Evrópuher án aðildar Breta. Hugmynd Macron felur í sér að Evrópusambandið líði undir lok en hernaðarsamvinna Breta, Frakka og Þjóðverja tryggi stöðu Vestur-Evrópuríkja gagnvart Rússlandi, Kína og Bandaríkjunum.
Bretar eru vanir taktískum hernaðarbandalögum við meginlandsþjóðir. Í Napóleonsstríðum fyrir 200 árum studdu Bretar Prússa gegn Frökkum en Frakka gegn Þjóðverjum í fyrra og seinna stríði. Í millitíðinni stríddu þeir með Frökkum og Tyrkjum á móti Rússum í Krímstríðinu.
Ófriðareldurinn við bæjardyr Evrópu, í Tyrklandi og miðausturlöndum annars vegar og hins vegar í Úkraínu, er hvati gömlu stórveldanna þriggja að auka samstarfið í varnarmálum.
Líkt og ESB er Nató orðið regnhlífasamtök hvers mikilvægi fer óðum dvínandi. Nató getur ekki til lengdar þjónað tveim herrum, Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu.
Nýtt og breytt alþjóðakerfi tekur á sig mynd næstu ár og áratugi. Staða Íslands markast sem fyrr af landfræðilegri stöðu landsins, sögu og menningu. Undir engum kringumstæðum ættum við að leggja lag okkar við deyjandi ESB og losa okkur undan EES-samningnum.
Í varnarmálum er Nató skásti kosturinn en aðeins tímabundið. Þegar kemur að viðskilnaði Bandaríkjanna og Vestur-Evrópuríkja er hag okkar fyrirsjáanlega betur borgið með samningum við Bandaríkin en gömlu nýlenduveldin.
![]() |
Trump móðgaður út í Macron |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 10. nóvember 2018
Brussel virkjar á Íslandi - við verðum hjálenda ESB
Ef alþingi samþykkir 3. orkupakkann ákveður Evrópusambandið hvaða náttúruperlum á hálendi Íslands verði sökkt undir virkjun fyrir sæstreng til Evrópu. Það liggur fyrir að forræðið yfir íslenskri raforku er ekki lengur í höndum Íslendinga.
Með 3. orkupakkanum slær Evrópusambandið tvær flugur í einu höggi. Brussel tryggir sér aðgang að íslenskri raforku og um leið íhlutunarrétt í íslensk innanríkismál. Valdi yfir náttúruauðlind fylgja pólitísk áhrif.
Ice-Link strengurinn flytur ekki aðeins raforku frá Íslandi heldur einnig fullveldið. Þjóð sem missir yfirráðaréttinn yfir helstu náttúruauðlind sinni er ekki lengur fullvalda ríki heldur hjálenda.
![]() |
Ice Link-strengurinn á lista ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 9. nóvember 2018
Vanstilltur forstjóri Samherja
Eftir hrun vöknuðu grunsemdir að Samherji færi ekki að settum reglum um gjaldeyrisviðskipti. Fyrirtækið var rannsakað, eins og lög gera ráð fyrir. Eftir þóf í dóms- og réttarkerfinu, sem almennt telst ekki saknæmt, er fyrirtækið sýknað af sektargreiðslu með úrskurði hæstaréttar.
Málinu ætti þar með að vera lokið.
Forstjóri Samherja notar sýknuna til að krefjast hreinsana í Seðlabanka Ísland. Þetta eru öfgaviðbrögð manns sem heldur að hann standi ofar lögum. Vitanlega átti að rannsaka Samherja ef minnsti grunur vaknaði að stórneytandi á gjaldeyri hefði rangt við. Það var beinlínis skylda bankans.
Það eyðileggur sigur Samherja í hæstarétti að forstjórinn gjammi á opinberum vettvangi um að embættismenn sem sinna starfsskyldum skuli missa vinnuna ef þeir sitja ekki og standa eins forstjórinn býður. Einhver vinveittur forstjóranum ætti að benda honum á að tímar Bogensen eru liðnir. Við búum í lýðveldi þar sem allir eru jafnir fyrir lögum.
![]() |
SÍ hljóti að draga lærdóm af dómnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 9. nóvember 2018
Götuþingmenn
Þingmenn götunnar, sem kjörnir voru af lista Samfylkingar og Pírata, leggja til að ávarpsorðin ,,háttvirtur þingmaður" og ,,hæstvirtur ráðherra" verði aflögð á alþingi.
Rökin eru þau að ávarpsorðin ,,samrýmast ekki þeirri lífsskoðun að samfélagið skuli byggt á jafnrétti." Þingmenn eru fulltrúar þjóðarinnar. Meðal þjóðarinnar eru margar lífsskoðanir og nokkuð digurt af götuþingmönnunum að láta eins og svo sé ekki.
Ávarpsorðin eru til marks um kurteisi og mannasiði sem alþingi ætti að standa vörð um.
Virðing þjóðþingsins lætur á sjá síðustu ár. Það yrði alþingi ekki til framdráttar að samþykkta tillögu götuþingmannanna.
![]() |
Hætti að vera hátt- og hæstvirtir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9. nóvember 2018
Djúpríkið á Íslandi og í Noregi fórnar fullveldinu
Djúpríki embættismanna á Íslandi og Noregi vill halda lífi í EES-samningnum til að missa ekki stöðu sína í valdamiðstöðinni í Brussel þar sem félagar þeirra starfa án lýðræðislegs umboðs við að afnema þjóðríkið.
Þriðji orkupakkinn er verðmiðinn sem Evrópusambandið setur á framhaldslíf EES-samningsins. Orkupakkinn er sniðinn þannig að embættismenn ESB fái íhlutunarrétt í orkumál Íslands; hvort sæstrengur skuli lagður frá Íslandi með tilheyrandi virkjunum og hækkun á raforku til almennings.
Djúpríki embættismanna er tilbúið að fórna fullveldi þjóðarinnar fyrir valdabrask umboðslausrar elítu. Aðeins kjörnir fulltrúar almennings, alþingismenn, geta komið í veg fyrir útflutning á fullveldi þjóðarinnar. Ef þingmenn standa ekki í lappirnar þegar þjóðarhagsmunir eru í veði bregðast þeir skyldu sinni.
![]() |
Höfðar mál gegn Ernu Solberg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 8. nóvember 2018
Drengir þurfa strákamenningu, ekki sálfræðing
Strákamenningu er úthýst, bæði beint og óbeint. Skólarnir eru að stærstum hluta mannaðir konum, sem eðli málsins samkvæmt kenna upp á sína vísu. Lestrarátak í skólum fær t.d. heitið ,,yndislestur" sem er stelpuorð.
Stöðugar árásir á strákmenningu frá femínistum síðustu áratugi hafa nánast glæpavætt náttúrulega hegðun drengja.
Strákamenningin var vegvísir drengja inn í fullorðinsárin. Án strákamenningar verður erfiðara að fóta sig fyrir drengi. Eins og dæmin sanna.
![]() |
Höfum við gleymt drengjunum okkar? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 8. nóvember 2018
Án krónu ekki full atvinna og almenn hagsæld
Krónan jafnar hagsveiflur, dreifir byrðinni í samdrætti og eykur kaupmátt allra í góðæri.
Án sjálfstæðs gjaldmiðils er óhugsandi að halda uppi fullri atvinnu.
Svo voga menn sér að hallmæla krónunni.
![]() |
Hagstjórn síðustu ára heppnast vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 8. nóvember 2018
Skammtíma-Drífa
Braskarar nota skammtímalán, íbúðarkaupendur taka langtímalán. Drífa Snædal forseti ASÍ krefst lægri vaxta á skammtímalán, þótt fórnarkostnaðurinn sé hækkun langtímalána. Gefum Drífu orðið:
Drífa Snædal forseti ASÍ [...]segir að vaxtahækkunin fari beint út í verðlagið, hafi áhrif á skammtímalán almennings og geri fjármögnun fyrirtækjanna í landinu kostnaðarsamari.
Allur þorri íbúðarkaupenda er með 30-40 ára verðtryggð lán á föstum vöxtum. Ef verðbólga hækkar þá hækka lánin.
Vaxtahækkun í gær lækkar verðbólgu og er til hagsbóta fyrir allan almenning. En forseti ASÍ er með hugann við stundarhagsmuni braskara og óráðsíufólks á yfirdrætti.
![]() |
Gerir viðræður flóknari og erfiðari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 7. nóvember 2018
SA og sósíalistar krefjast ókeypis peninga
Kapítalistarnir í Samtökum atvinnulífsins og sósíalistarnir í verkó gagnrýna vaxtahækkun Seðlabanka. Skagasósíalistinn kallar vaxtahækkunina stríðsyfirlýsingu.
SA og verkó standa frammi fyrir kjarasamningum eftir áramót. Báðir aðilar sáu fyrir sér að láta ríkissjóð annars vegar og hins vegar verðbólguna standa undir ósjálfbærum samningum.
Vaxtahækkun núna sendir óráðsíufólki í stétt atvinnurekenda og óeirðasósíalistum skýr skilaboð: það verður ekki samið á kostnað krónunnar.
Raunvextir í dag, þ.e. nafnvextir mínus verðbólga, eru rétt um 1% og mega ekki minni vera. Kapítalistar og sósíalistar lifa aftur í draumóraheimi ókeypis peninga.
Raunhagkerfið, mælt í vísitölum hlutabréfa og gjaldmiðla, tók vaxtahækkuninni vel. Hlutabréf hækkuðu og krónan styrktist.
Helsti hagspekingur sósíalista í Eflingu, Stefán Ólafsson, harmar vaxtahækkun en bætir svo við í lok gagnrýni sinnar að óvíst sé að ákvörðun Seðlabanka hafi ,,einhver" áhrif.
Af hverju eru menn að væla ef óvíst er um áhrifin af vaxtahækkun?
![]() |
Ekki tímabær vaxtahækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 7. nóvember 2018
Krónan styrkist, verðbólga lækkar
Vaxtahækkun Seðlabankans styrkir krónuna, sem hefur fullhratt aðlagað sig að breyttu efnahagsumhverfi. Herská verkó veikti krónuna enda hóta sósíalistar að lama atvinnulífið.
Verðbólga lét á sér kræla með veikingu krónunnar og vaxtahækkun mun slá á verðbólguna. Hagvöxtur var ívið meiri síðustu misseri en spár gerðu ráð fyrir og er það önnur ástæða fyrir hækkun vaxta.
Heimilin í landinu eiga mest undir því komið að verðbólga nái sér ekki á strik. Gjaldmiðill sem hvorttveggja stuðlar að fullri atvinnu og heldur niðri verðbólgu er þjóðardjásn. Krónan er slíkur gjaldmiðill.
![]() |
Seðlabankinn hækkar vexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)