Djúpríkið á Íslandi og í Noregi fórnar fullveldinu

Djúpríki embættismanna á Íslandi og Noregi vill halda lífi í EES-samningnum til að missa ekki stöðu sína í valdamiðstöðinni í Brussel þar sem félagar þeirra starfa án lýðræðislegs umboðs við að afnema þjóðríkið.

Þriðji orkupakkinn er verðmiðinn sem Evrópusambandið setur á framhaldslíf EES-samningsins. Orkupakkinn er sniðinn þannig að embættismenn ESB fái íhlutunarrétt í orkumál Íslands; hvort sæstrengur skuli lagður frá Íslandi með tilheyrandi virkjunum og hækkun á raforku til almennings.

Djúpríki embættismanna er tilbúið að fórna fullveldi þjóðarinnar fyrir valdabrask umboðslausrar elítu. Aðeins kjörnir fulltrúar almennings, alþingismenn, geta komið í veg fyrir útflutning á fullveldi þjóðarinnar. Ef þingmenn standa ekki í lappirnar þegar þjóðarhagsmunir eru í veði bregðast þeir skyldu sinni.


mbl.is Höfðar mál gegn Ernu Solberg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hvergi er djúpríkið sýnilegra en í utanríkisráðuneytinu. Gunnar Bragi hafði ekki fyrr stigið fæti þar inn fyrr en öll hans loforð stóðu á haus. Nú horfum við upp á Guðlaug Þór leika sömu kúnstir og Þórdís Kolbrún liggur flöt fyrir ESB áróðrinum. En allar götur frá því að Jóhönnustjórnin setti Hörð Arnarson yfir Landsvirkjun hefur stefna fyrirtækisins verið að koma orkumálum undir ESB. Um það vitnar sífellt mal um sæstreng og ónýtta orku.

Ragnhildur Kolka, 9.11.2018 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband