Fimmtudagur, 11. janúar 2018
Fjölskyldurnar 14 urðu 300 á hálfri öld
Á áttunda áratug síðustu aldar var talað um að 14 fjölskyldur ættu Ísland. Nánari talning gaf að fjölskyldurnar væru í sex ættum. Ef eitt þúsund Íslendingar eiga Ísland í dag, í merkingunni allt eigið fé einstaklinga í fyrirtækjum, og vísitölufjölskyldan er þrír einstaklingar þá fáum við ríflega 300 fjölskyldur.
Og ef hlutföllin milli fjölskyldna og ætta er það sama og fyrir hálfri öld gerir þetta um 150 ættir. Það er harla góð frammistaða hjá okkar samfélagi að dreifa þjóðarauðnum frá sex ættum í 150 á hálfri öld.
Við ættum að fá hagfræðinga og ættfræðinga að greina þessar 150 ættir til að færa þeim þakklæti þjóðarinnar. Einhver þarf að nenna að eiga peninga í kapítalísku þjóðfélagi. Annars yrði allt hirt af ríki og lífeyrissjóðum.
![]() |
1.000 efnamestu eiga nær allt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 10. janúar 2018
Konungssmiður knésettur
Bannon var sagður höfundur að kosningasigri Donald Trump haustið 2016. Bannon þótti hugmyndafræðingurinn að baki Trump og honum var eignaður mestur heiðurinn að pólitíska bandalaginu sem fleytti Trump inn í Hvíta húsið.
Eftir fáeina mánuði í innsta valdakjarna forsetans varð Bannon að víkja og hélt á gamlar slóðir, til Breitbart-fjölmiðlaveitunnar, þar sem hann fyrrum gat sér orð.
Konungssmiðurinn Bannon tók því ekki þegjandi að vera settur út í kuldann og gerðist lausmáll við blaðamenn sem ekki voru forsetanum vinsamlegir en af þeim er nóg að taka.
Bókin Eldur og æði, um fyrstu misseri forsetaferils Trump, geymir nokkur gullkorn frá Bannon er gerðu bókina trúverðugri en ella.
Konungssmiðir sem komast í ónáð eiga um tvennt að velja. Að bera harm sinn í hljóði og njóta fyrri afreka eða hitt að leggja lag sitt við tilræðismenn konungdómsins. Fyrri leiðin er ávísun á virðulega friðsæld en sú seinni gefur von um uppreisn æru - en aðeins ef tilræðið heppnast.
Bannon er nokkur vorkunn. Hann mátaði gáfnafar sitt við Trump og taldi sig meira en jafnoka. En þótt gáfur nýtist til að komast til valda þarf aðra og frumstæðari eðlisþætti til að halda þeim. Þar standa gáfumennin höllum fæti. Konungssmiðurinn er kominn á vonarvöl.
![]() |
Bannon hættir hjá Breitbart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 10. janúar 2018
#metoo, einkalíf og refsingar
Innbyrðis samskipti fólks eru þeirra einkamál, svo fremi sem samskipti varða ekki við lög eða reglur á vinnustað eða skóla. Byltingin kennd við #metoo breytir viðurkenndum skilgreiningum á einkalífi.
Nú eru fyrri samskipti einstaklinga orðin opinbert mál ef þau varða óviðeigandi háttsemi þar sem kynferði skiptir máli. Það virðist nóg að annar aðilinn af tveim telji að háttsemi hafi verið óviðeigandi og eigi að hafa í för með sér refsingu fyrir meintan geranda.
Refsingarnar geta verið opinber smánun, atvinnumissir eða félagsleg útilokun, jafnvel allt þrennt.
,,Réttarhöldin" í þessum refsimálum fara fram á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Undir hælinn er lagt hvort sakborningur fái tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð sér og útskýra sína hlið málsins. Ásökun um óviðeigandi háttsemi er oftast látin nægja sem staðfesting á sekt. Nær aldrei fer fram rannsókn á málsatvikum.
#metoo-byltingin byrjar sem frelsun en endar á galdrabáli.
![]() |
Uppsögnin tengd #metoo-byltingunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 10. janúar 2018
Dómarar án dómgreindar
Deilan um hverjir skipi dómaraembætti í landsrétti og héraðsdómi eykur ekki tiltrú almennings á dómskerfinu. Augljóst er, af orðum formanns dómnefndar um hæfni umsækjenda héraðsdómara, að deilan snýst ekki um aðalatriði.
Hvort settur dómsmálaráðherra skrifaði tiltekið bréf eða ekki er fullkomið aukaatriði. Ráðherrar skrifa nær aldrei embættisbréf sín sjálfir, það gerir starfslið ráðuneyta. Formaður dómnefndar veit þetta mætavel en kýs samt sem áður að gera þetta lítilfjörlega atriði að uppistöðu í svari sínu við gagnrýni ráðherra.
Jón Steinar Gunnlaugsson birtir matskvarða á hæfni þeirra 33 sem sóttu um embætti í landsrétti. Allir umsækjendur fá 10 stig af 10 mögulegum á þrem mælikvörðum af 12. Almennt eru mælikvarðar notaðir til að sundurgreina en ekki til að finna samnefnara. Það er beinlínis tilgangurinn. Þegar þrír kvarðar af 12 gefa öllum umsækjendum fullt hús stiga er augljóst að hæfnismatið er gallað.
Lögfræði er ekki nákvæm vísindagrein. En valdaelítan sem stendur í þjarki við yfirvöld dómsmála vill telja okkur trú um að umsækjandi með 5,525 stig búi yfir meiri hæfni til að verða dómari en umsækjandi með 5,275 stig.
Tiltrú almennings á dómskerfinu er nauðsynleg. Umboðslausa valdaelítan sem telur sig hafna yfir lögmæt yfirvöld dómsmála ætti nota dómgreindina og láta af þeirri iðju að grafa eigin gröf.
![]() |
Viss um að Guðlaugur ritaði ekki bréfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 9. janúar 2018
Eyþór er leiðtogaefni
Eyþór Arnalds er athafnastjórnmálamaður sem jöfnum höndum sinnir fyrirtækjarekstri og sveitastjórnmálum. Hann lætur einnig til sín taka í pólitík á breiðara sviði, var t.d. einn af stofnendum Heimssýnar.
Til að leiða borgarstjórnarframboð Sjálfstæðisflokksins þarf mann sem gæti gengt borgarstjóraembættinu með sóma.
Eyþór Arnalds er slíkur maður.
![]() |
Eyþór vill leiða í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 9. janúar 2018
Oprah styður Trump
Eins og Donald Trump er Oprah Winfrey sjónvarpsstjarna. Bæði hún sjálf og fjölmiðlar, sem boða forsetaframboð hennar, styðja þá kenningu að Donald Trump búi yfir þeim eiginleika sem skiptir máli í embættið - að vera frægur.
Trump notaði frægð sína til að verða frambjóðandi með sigurlíkur. Sem frambjóðandi sagði hann það sem stór hluti kjósenda vildi heyra. Þannig varð hann forseti.
Verkefni Oprah Winfrey er að finna orðræðu sem selur í pólitík. Ólíklegt er að henni takist það. Oprah er holdtekja stjórnmála sem Bandaríkjamenn höfnuðu með kjöri Trump.
![]() |
Oprah sögð íhuga forsetaframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 9. janúar 2018
Konur eru sterkara kynið
Lífsþróttur kvenna er meiri en karla. Konur lifa fremur af erfiðar aðstæður en karlar, eru niðurstöður danskrar alþjóðlegrar rannsóknar. Íslenskar konur lifðu til að mynda fremur en karlar af mislingafaraldur á 18. öld.
Telegraph segir frá rannsókninni sem studdist við fjölda samantekta á dánartíðni vegna sjúkdóma og hungursneyða.
Getum er leitt að því að erfðaefni kvenna geri þær hæfari til að komast af við lífshættulegar aðstæður en einnig koma við sögu þættir eins og áhættuhegðun, sem karlar fremur en konur sýna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 8. janúar 2018
Árangurstengt orðfæri
Þátttakendur í opinberri umræðu virðast telja stóryrði skila árangri. Sá sem rífur mestan kjaftinn er talinn líklegastur að fá sínu framgengt.
Stóryrði eru þó beggja handa járn. Þau eiga það til að minnka þann kjaftfora og valda málefninu tjóni.
Að því sögðu eru sjómenn vel að því komnir að búa við öfluga þyrluþjónustu Landhelgisgæslunnar.
![]() |
Nýtt Alþingi skítur upp á bak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 8. janúar 2018
Lífeyrissjóðirnir afhendi ríkinu eigur sínar
ASÍ vill að skattakerfið eyði launaójöfnuði í landinu. En skattkerfið er ekki hannað til að minnka eða auka launamun heldur til að afla ríki og sveitarfélögum tekna til að standa undir samneyslu.
Ef ASÍ er í raun áhugasamt um að sem mestur launajöfnuður ríki í landinu ættu samtökin að berjast fyrir því að lífeyrissjóðirnir afhendi ríkissjóði allar eigur sínar, þ.m.t. ráðandi hlut í mörgum stærstu fyrirtækjum landsins.
Laun eru ákveðin með kjarasamningum. Lífeyrissjóðum, sem ASÍ stjórnar í félagi við Samtök atvinnulífsins, væri í lófa lagið að móta jafnlaunastefnu í stærstu fyrirtækjum landsins.
Þegar það liggur fyrir að ójafnræði launa á vinnumarkaði sé of mikið, að mati ASÍ, er nærtækast að ríkisvaldið fái ráðandi hlut lífeyrissjóðanna í stórfyrirtækjum og keyri í gegn jafnlaunastefnu.
Ef það er í raun jafnlaunastefna sem ASÍ berst fyrir. En um það má efast.
![]() |
Hátekjuhópar fái sexfalt meira |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 8. janúar 2018
Frosti borgarstjóri
Borgarlína vinstrimanna verður aðeins að veruleika ef fólk er þvingað úr einkabílum yfir í almenningssamgöngur. Þvingunin verður í formi verri þjónustu við almenning, færri og dýrari bílastæði, álögur á bíla og eldsneyti.
Borgarlína vinstrimanna verður stærsta málið í borgarstjórnarkosningunum í vor.
Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur og fyrrum þingmaður er maðurinn til að stöðva borgarlínuna. Hann þarf að verða borgarstjóri.
![]() |
Kostar heimili 1-2 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)