Miðvikudagur, 14. ágúst 2019
RÚV: Gulli er okkar maður
RÚV, áróðursmiðstöð vinstrimanna, tekur Gulla utanríkis upp á sína arma. Fyrsta frétt í aðalfréttatíma í gærkvöldi tók undir ásakanir ráðherrans að Norðmenn stýrðu andófinu gegn orkupakkanum á Íslandi. Fréttin var endurtekning dagsgamallar fréttar í þágu sama málstaðar.
Er Gulli orðinn ESB-sinni? spyr formaður Nei til EU í viðtengdri frétt mbl.is
RÚV telur svo vera og fagnar sinnaskiptum ráðherrans með falsfréttum til að styrkja gjörtapaða vígstöðu í orkupakkamálinu.
![]() |
Segir Guðlaug Þór skorta rök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 13. ágúst 2019
Forysta Sjálfstæðisflokksins í sjálfheldu
Í Sjálfstæðisflokknum er uppreisn gegn forystu flokksins. Fylgið reytist af flokknum, komið niður fyrir 20%. Allt vegna orkupakkans sem forystan hangir á eins og hundur á roði.
Forysta Sjálfstæðisflokksins fær enga hjálp frá samherjum sínum í Kötustjórninni. ESB-sinnar í Samfó og Viðreisn lyfta ekki litla fingri. Öllum er skemmt yfir óförum XD-forystunnar.
Fylgið sem einu sinni var Sjálfstæðisflokksins fer annað. Forystumenn annarra stjórnmálaflokka sjá fram á að Sjálfstæðisflokkurinn verði nógu lítill til að hægt sé að sniðganga hann við stjórnarmyndun.
Gangi það fram, sem forysta XD krefst, og orkupakkinn verði samþykktur, er hægt að ganga að því vísu að Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að vera sem forystuafl í íslenskum stjórnmálum. Ástæðan er eftirfarandi.
Orkupakkinn mun leiða til æðisgengis kapphlaups auðmanna, innlendra og erlendra, að kaupa jarðir og réttindi til að framleiða og dreifa rafmagni. Auðmennirnir vita sem er að orkupakkinn er aðferð ESB til að tengja öll raforkukerfi þjóðríkjanna sem eiga aðild að orkustefnu ESB, sem heitir raunar orkusamband ESB. Sæstrengur veit á tugmilljarða hagnað enda rafmagn í Evrópu mun dýrara en á Íslandi.
Þegar það rennur upp fyrir almenningi að orkupakkinn er ekkert þýðingarlaust smámál, eins og forysta Sjálfstæðisflokksins vill vera láta, heldur víðtakt afsal á fullveldi þjóðarinnar yfir náttúruauðlindum er bæði flokkur og forysta búin að vera.
Forysta XD getur engum kennt um nema sjálfri sér. Sjálfskaparvítin eru erfiðust.
![]() |
Afgreiðsla pakkans útfærð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 13. ágúst 2019
Gulli kann ekki að skammast sín
Gulli utanríkis flutti inn norskan ráðherra, sem hann lét messa yfir íslenskum þingmönnum um ágæti orkupakkans. Sami Gulli kemur fram í RÚV og segir andstæðinga orkupakkans hér á Fróni handbendi Norðmanna.
Ine Marie Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, kom til Íslands í óopinbera heimsókn á vegum Gulla í ágúst í fyrra. Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að alþingismenn hafi verið leiddir fyrir ráðherrann norska. Ennfremur segir:
Spurð hvort hún hafi rætt orkupakka sambandsins og hvað felist í því ef Íslendingar skyldu hafna tilskipuninni á fundi sínum með utanríkisráðherra Íslands svarar Søreide því játandi.
Ég ræddi þetta á fundi mínum með Guðlaugi og á fundi með þingmönnum. Það er mikilvægt fyrir mig að koma því á framfæri að norska Stórþingið hefur samþykkt þessa tilskipun. Fyrir okkur er mikilvægt að tilskipunin sé tekin upp í EES-samninginn, þar sem við nú þegar erum hluti af evrópskum orkumarkaði. Það er ákveðin hætta fyrir okkur ef hún myndi ekki öðlast gildi, staðhæfir hún.
Gulli utanríkis flytur sem sagt inn í landið norskan ráðherra til að tala um fyrir alþingismönnum. Hann vogar sér síðan að ásaka andstæðinga orkupakkans að ganga erinda erlendra hagsmuna.
Það er leitun að ómerkilegri stjórnmálamanni en Gulla utanríkis.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 12. ágúst 2019
Brexit, Hong Kong og yfirvofandi kreppa
Alþjóðahagkerfið stendur frammi fyrir kreppu, segir stórvesír í hagspeki. Með mínusvöxtum á evru-svæðinu eru hagfræðilögmál tekin úr sambandi, segir borgaraleg þýsk útgáfa; þetta getur ekki endað vel.
Eins og það sé ekki nóg að fjármálakerfið sé tilvistarvanda í annað sinn á tíu árum þá er alþjóðapólitíkin í uppnámi vegna fyrirsjáanlegrar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu án samnings og viðskiptastríðs Bandaríkjanna og Kína. Og síðustu vikur bætast við vandræðin í Hong Kong, sem varla munu hvetja kínversk stjórnvöld til að taka skref í frjálsræðisátt.
Alþjóðakerfið, sem komið var á laggirnar eftir seinna stríð, nýtur ekki sömu tiltrúar og áður. Lausn á milliríkjadeilum verður erfiðari og ókyrrt innanlandsástand í mörgum vestrænum ríkjum, þar sem áður ríkti stöðugleiki, eykur enn á óvissuna.
Óvissutímar eru spennandi en um leið ógnvekjandi.
![]() |
Öllu flugi frá Hong Kong aflýst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 11. ágúst 2019
Fyrir hverja starfa Bjarni, Gulli og Þórdís?
Orkupakkinn er þýðingarlaust mál fyrir Ísland, segir Gulli utanríkis á alþingi. Við fáum undaþágu frá sumum þáttum orkupakkans, þeim er varða jarðgas, en ríkisstjórnin harðneitar að sækja um undanþágu frá rafmangshluta orkupakkans. Sem þó er þýðingarlaus, samkvæmt þeim ráðherra er leggur málið fram á alþingi.
Bjarni formaður segir okkur að hætta að tala um orkupakkann. Þórdís iðnaðar klifar á því sama. Þannig talar fólk sem hefur málað sig út í horn, er málefnalega rökþrota.
Fjöldahreyfing er í landinu gegn orkupakkanum, fylgið hrynur af Sjálfstæðisflokknum og það er uppreisn í flokknum gegn forystunni.
Tímabært er að spyrja fyrir hverja forysta Sjálfstæðisflokksins starfar. Fjórir hagsmunaðilar koma helst til greina:
a. Norska ríkisstjórnin, sem á í erfiðleikum að sannfæra norsku þjóðina um skynsemi orkupakkans. Ef Ísland fengi undanþágu yrði spurt þar ytra hvers vegna Ísland en ekki Noregur?
b. Evrópusambandið, sem fengi ódýra orku frá Íslandi og Noregi.
c. Auðmenn, sem hyggjast fjárfesta í sæstreng.
d. Orkuelítan á Íslandi, sem vill fá meira fjármagn inn í geirann. Það veit á meiri umsvif í virkjunum, dreifingu og eftirliti. Meiri umsvif þýða aftur hærri laun og fleiri stjórastöður.
Forysta Sjálfstæðisflokksins starfar ekki í almannaþágu, svo mikið er víst. Í orkupakkanum gengur forysta flokksins í takt við framandi hagsmuni og leiðin liggur fram af bjargbrúninni. Verkefnið er að sjá til þess að forystan fari ein fram af brúninni en taki ekki þjóðina með sér.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 10. ágúst 2019
Húsfyllir gegn orkupakka, Bjarni og forystan neita að hlusta
Sjálfstæðismenn fylltu Valhöll í von um að Bjarni formaður og forystan sæi að sér í stuðningi við orkupakka ESB. Fylgi flokksins er komið niður fyrir 20 prósent og orkupakkasinnar með gjörtapaða stöðu í umræðunni.
En, nei, Bjarni formaður situr við sinn keip og styður orkupakkann.
Bjarna og forystunni bráðliggur á að tapa fylgi með samfylkingarstefnu í Evrópumálum.
Merkilegt.
![]() |
Orkupakkinn takmarkað framsal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 10. ágúst 2019
Nei, Þórdís, orkupakkinn klárast ekki í ágúst
Orkupakkinn snýst um yfirráð þjóðarinnar yfir raforkumálum. Virkjun, vinnsla og dreifing raforku er undir, þ.m.t. sæstrengur. Spurningin er hvort Íslendingar sjálfir ráði ferðinni eða hvort Evrópusambandinu verði veitt forræði í raforkumálum þjóðarinnar.
Við klárum þetta mál í lok ágúst. Þá taka við önnur og mikilvægari mál um orkumálefni Íslendinga, segir Þórdís iðnaðar í samtali við RÚV.
Nei, Þórdís, orkupakkinn klárast ekki í ágúst. Málið er miklu stærra en svo að því ljúki með atkvæðagreiðslu á alþingi. Orkupakkinn er fullveldismál og verður á dagskrá næstu þingkosninga. Bæði Þórdís og aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins ættu að hafa það hugfast.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9. ágúst 2019
Vertu grænmeti, bjargaðu jörðinni
Við öndum frá okkur koltvísýringi. Þegar við reynum á okkur, t.d. með kynlífi, göngu eða annarri líkamsrækt verður öndunin hraðari. Koltvísýringur, segja þeir sem trúa á manngert loftslag, er meginástæðan fyrir hlýnun jarðar.
Til að bjarga jörðinni ættum við að leggjast í kör, anda grunnt en hægt, verða grænmeti.
Snillingarnir hjá Sameinuðu þjóðunum eru búnir að reikna þetta út. Næst þegar vinstrimenn ná völdum í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu birtist skýrsla með fyrirsögninni: Vertu grænmeti, bjargaðu jörðinni.
![]() |
Nauðsynlegt að stilla kjötneyslu í hóf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9. ágúst 2019
Vinstrimenn þurfa ekki að sameinast; þeir hafa Sjálfstæðisflokkinn
Fyrrum formaður Alþýðuflokksins birti í samfylkingarútgáfu fyrir hálfum mánuði ákall til vinstrimanna um að þeir sameinuðust. Grein Sighvats Björgvinssonar í Kjarnanum vakti enga umræðu. Ástæðan?
Jú, vinstrimenn þurfa ekki að sameinast Þeir hafa Sjálfstæðisflokkinn til að framfylgja vinstristefnu í öllum meginmálum.
Orkupakkinn er vinstristefna, opin landamæri sömuleiðis. Trú á manngert veðurfar er vinstripólitík sem Sjálfstæðisflokkurinn krýpur fyrir.
Fálkinn var einu sinni merki Sjálfstæðisflokksins. Enginn tæki eftir þótt kratarósin eða hamar og sigð yrðu gunnfáni Valhallar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 8. ágúst 2019
Miðflokkurinn hlýtur að tala eftir upplýsingum
Meirihluti alþingis ætlar að samþykkja orkupakka þrjú án þess að fyrir liggi hvað komi í pakka fjögur.
Þriðji orkupakkinn var samþykktur af Evrópusambandinu fyrir tíu árum, 2009. Síðan hafa mál þróast í átt að aukinni miðstýringu raforkumála.
Það verður að upplýsa þjóðina hvert stefnir með fullveli hennar í orkumálum.
Almenningur treystir á að Miðflokkurinn tali áfram á alþingi og knýi á um vandaða málsmeðferð.
![]() |
Skýrslugerð um fjórða pakkann hafnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)