Vinstrimenn þurfa ekki að sameinast; þeir hafa Sjálfstæðisflokkinn

Fyrrum formaður Alþýðuflokksins birti í samfylkingarútgáfu fyrir hálfum mánuði ákall til vinstrimanna um að þeir sameinuðust. Grein Sighvats Björgvinssonar í Kjarnanum vakti enga umræðu. Ástæðan?

Jú, vinstrimenn þurfa ekki að sameinast Þeir hafa Sjálfstæðisflokkinn til að framfylgja vinstristefnu í öllum meginmálum.

Orkupakkinn er vinstristefna, opin landamæri sömuleiðis. Trú á manngert veðurfar er vinstripólitík sem Sjálfstæðisflokkurinn krýpur fyrir.

Fálkinn var einu sinni merki Sjálfstæðisflokksins. Enginn tæki eftir þótt kratarósin eða hamar og sigð yrðu gunnfáni Valhallar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég vildi ég gæti neitað þessum orðum þínum Páll, en því miður er það ekki hægt.

Ragnhildur Kolka, 9.8.2019 kl. 08:44

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Merkilegt að vinstrimenn skuli berjast á hæl og hnakka fyrir auðvaldið. Fjórfrelsið (frjáls og landamæralaus flutningur fólks, varnings, þjónustu og fjármagns) Númer eitt til að gíra niður laun með ódýru vinnuafli að utan. Tollaleysi á varning, sem eykur sölu og bruðl. Þjónustu sem helst hinir auðugri og fyrirtæki sækja til lægsbjöðanda á kostnað inlends efnahags og svo að sjalfsögðu fjármagns, svo fjarmagn og fyrirtæki geti flúið þangað sem skattaumhverfið er hagstæðast svo arðurinn staldri ekk við hér og fari úr landi.

Almenningur hagnast nánast ekkert á þessu. Ekki einu sinni í vöruverði því flutningur jafnar það út í samanburði við önnur eeu lönd og gott betur.

Ekki að undra þótt frjálshyggjan hafi gefið skít í próletaríið líka. Það er enginn munur á kúk og skít.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.8.2019 kl. 13:34

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Nú er hún Snorrabúð stekkur.

 Sorglegt að þurfa að taka undir orð síðuhafa um minn stjórnmálaflokk, eða öllu heldur forystu hans. Það leynast greinilega kúvendingar á fleiri stöðum en í Þistilfirði, svo mikið er víst.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 9.8.2019 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband