Brexit, Hong Kong og yfirvofandi kreppa

Alþjóðahagkerfið stendur frammi fyrir kreppu, segir stórvesír í hagspeki. Með mínusvöxtum á evru-svæðinu eru hagfræðilögmál tekin úr sambandi, segir borgaraleg þýsk útgáfa; þetta getur ekki endað vel.

Eins og það sé ekki nóg að fjármálakerfið sé tilvistarvanda í annað sinn á tíu árum þá er alþjóðapólitíkin í uppnámi vegna fyrirsjáanlegrar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu án samnings og viðskiptastríðs Bandaríkjanna og Kína. Og síðustu vikur bætast við vandræðin í Hong Kong, sem varla munu hvetja kínversk stjórnvöld til að taka skref í frjálsræðisátt.

Alþjóðakerfið, sem komið var á laggirnar eftir seinna stríð, nýtur ekki sömu tiltrúar og áður. Lausn á milliríkjadeilum verður erfiðari og ókyrrt innanlandsástand í mörgum vestrænum ríkjum, þar sem áður ríkti stöðugleiki, eykur enn á óvissuna.

Óvissutímar eru spennandi en um leið ógnvekjandi. 


mbl.is Öllu flugi frá Hong Kong aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Stjórnuð hagkerfi eru alltaf dáldið vafasöm.

Náttúran finnur nefnilega alltaf leið, og mannfólk er talsvert of þröngsýnt fyrir svoleiðis lagað.

Ásgrímur Hartmannsson, 12.8.2019 kl. 10:18

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nær en þú heldur. Nú býður Jyske Bank viðskiptavinum sínum húsnæðislán með -0.5% vöxtum.

Ragnhildur Kolka, 12.8.2019 kl. 10:37

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Ragnhildur. 

En lántakandi fær ekki alla lánsupphæðina útborgaða því markaðstapið á skuldabréfamarkaði er svo mikið við sölu bréfsins á -0,5 prósent vöxtum. Bankinn þarf að selja skuldabréfið þitt áður en hann borgar þér lánið út. Lántakandi skuldar því frá degi 1 mun meira en hann fékk greitt fyrir skuldabréfið. 

Og svo er ekki hægt að greiða þessi lán upp nema á gengi 100, ef það þá yfirhöfuð er hægt. Og það er ekki hægt að nota þau sem fyrsta lán til fasteignakaupa. Þetta er það sem kallað er aukalán  (tillægslån) til kaupa á nýju eldhúsi og þess háttar.

Vandinn í hnotskurn er sá að í svona umhverfi er mikil hætta á verðhjöðnun þar sem raunverðgildi fasteigna fellur og enginn veit hversu mikið þær falla í verði. Lánveitandi gæti því setið uppi með ónýtt veð, þ.e. að synda nakinn. Og eins og dönskum fjármálastofnunum er lagið, þá koma ofan í þetta gjöld. Og svo minnkar auðvitað vaxtafrádráttur skattgreiðenda að sama skapi þannig að þeir standa eftir og klóra sér í skallann, litlu ríkari en áður. 

Eins og Jyske skrifar:

"Du kommer dog ikke ligefrem til at tjene penge på at låne. Der skal nemlig også betales blandt andet etableringsgebyrer og bidrag, ligesom der vil være et kurstab."

Hókus pókus er alltaf þekkt stærð, nema kannski í fjölmiðlum.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 12.8.2019 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband