Sunnudagur, 15. júlí 2018
Moggi eignast Fréttablađiđ - eđa öfugt?
Á međan dagblöđ voru voldugar stofnanir, á síđustu öld, ţekktist ţađ ađ dreifingarfyrirtćki blađanna eignuđust útgáfurnar. Ţetta gerđist t.d. í Bandaríkjunum. Dagblađ án dreifingar var einskins virđi. Á Íslandi var prentun dagblađa dýrasti hluti útgáfunnar. Litlu vinstridagblöđin stofnuđu til sameiginlegrar prentsmiđju, Blađprent, til ađ halda lífi.
En feigum var ekki forđađ. Ţjóđviljinn, Alţýđublađiđ og Tíminn gáfu upp öndina á síđasta áratug liđinnar aldar. Fréttablađiđ var arftaki Dags-Tímans, sem var síđasta tilraun vinstriútgáfu hér á landi.
Eftir ađ Jón Ásgeir í Baugi, međ Gunnar Smára sósíalistaforingja sem handlangara, endurreisti gjaldţrota Fréttablađiđ um aldamótin varđ útgáfan jöfnum höndum málgagn auđmannastéttar og Samfylkingar. Tvíhöfđa ţursinn varđ öflugur málsvari einokunar á fjölmiđlamarkađi ţegar frumvarp Davíđs Oddssonar ţáverandi forsćtisráđherra reyndi ađ koma lögum á uppgang auđmanna kortéri fyrir hrun.
En núna, sem sagt, sameinast dreifingarfyrirtćki Morgunblađsins og Fréttablađsins til ,,ađ innlendir ađilar, stórir og smáir hafi ađgang ađ öflugri dreifingarţjónustu sem veitir einokunarţjónustu ríkisins samkeppni og ađhald." Eiginkona Jóns Ásgeirs stýrir afganginum af fyrrum einokunarveldi fjölmiđlasamsteypunnar kenndri viđ 365-miđla og blćs í herlúđra gegn einokun ríkisins á dreifingu prentmáls. Einokun er fyrir auđmenn, segir eiginkonan, en ríkiseinokun vont mál.
Sameining dreifingar Morgunblađsins og Fréttablađsins vekur ekki úlfúđ eđa deilur líkt og fyrrum ţegar dagblöđ voru nátengd pólitík. Á tímum netmiđlunar er prentmál neđanmálsgrein í umrćđunni. Morgunblađiđ heldur velli vegna Davíđs Oddssonar ritstjóra. Án hans vćri ţađ ekki borgaralegt blađ heldur létt samsuđa sem krakkarnir á ritstjórninni skynja ađ beri hćst í netumrćđunni.
Fréttablađiđ er auglýsingaútgáfa sem enginn kaupir. Eftir ađ Samfylkingin hćtti ađ vera áhugaverđ pólitík hallađi ritstjórnin sér ađ Viđreisn. Ásamt ţví, auđvitađ, ađ vera auđmannamálgagn.
Skiptir máli ađ Morgunblađiđ eignast Fréttablađiđ - eđa öfugt? Eiginlega ekki.
![]() |
Árvakur og 365 miđlar kaupa Póstmiđstöđina |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 14. júlí 2018
Mótmćli í ţágu hálaunastéttar - milljón á mánuđi
Međallaun ljósmćđra eru 850 ţús. kr. á mánuđi. Jćja-hópurinn bođar mótmćli á Austurvelli til ađ ljósmćđur fái 18 prósent hćkkun, fari yfir milljón á mánuđi.
Mótmćli á Austurvelli til ađ sérfrćđistétt fái yfir milljón á mánuđi er um leiđ ákall til ţjóđarinnar ađ auka launamisrétti í landinu.
Jćja-hópurinn er alveg milljón. Bókstaflega.
![]() |
Vakniđ ríkisstjórn! |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 14. júlí 2018
Virkir í athugasemdum
DV/Eyjan bađ mig ađ skrifa 150 orđ um laun ljósmćđra í međ eđa móti umfjöllun. Eftir birtinguna létu virkir í athugasemdum til sín taka. Umrćđan er hér ađ neđan.
Og já, ţađ fara heil mánađarlaun á ári í ég veit ekki hvađ mörg ár ađ borga niđur ţessi námslán.
LEGG ÁHERSLU Á ŢAĐ RÍKA
Almenning ég allan biđ
ađ standa međ ţeim líka
Gylfi Ćgisson.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 14. júlí 2018
Trump og ćttarsamfélagiđ
Donald Trump lagđi Evrópu og Bretland ađ fótum sér, eđa fótumtróđ hvort tveggja, fer eftir sjónarhorni. Bandaríkjaforseti er afurđ vinstrimenningar frá hippatímanum, skrifar Guardian:
afstćđishyggja vex upp úr menningarstríđinu á sjötta áratugnum. Nýja vinstriđ tók afstćđishyggjuna upp á sína arma til ađ afhjúpa vestrćna fordóma karllćgrar borgarastéttar. Einnig af háskólafólki sem bođađi póstmódernisma er hélt ţví fram ađ almenn sannindi vćru ekki til, ađeins sértćk sannindi sem voru menningarlega og félagslega skilgreind. Lýđhyggjumenn til hćgri rćndu afstćđishyggjunni og gerđu ađ sinni.
Og afleiđingin varđ Trump, samkvćmt ţessari greiningu, sem er vel ađ merkja ekki ný af nálinni.
Ofanritađ er engilsaxneskt sjónarhorn á Trump. Í ţýskum menningarheimi eru blćbrigđin önnur. Der Spiegel segir:
Óvinur er orđ gamla heimsins. Í stríđum eru óvinir, í kalda stríđinu var óvinátta milli austurs og vesturs. Innan vesturhlutans var slík tilfinning óhugsandi. Ţar ríkti vinátta í öllum deilumálum. Trump er mađur gamla heimsins og ţví miđur er hann oft heltekinn af forneskjulegum tilfinningum. Heift, hatur og andúđ; allt verđur honum spurning um heiđur. Í nýja heiminum gerir Trump allt öfugt. Hann fer međ fjandskap gegn vinum, einkum Ţýskalandi. Í hermálum, viđskiptum, Íran-samkomulaginu og gasviđskiptum viđ Rússland tređur Trump illsakir viđ Ţýskaland, einkum međ gemsanum.
Mat Ţjóđverja á Trump helgast af ţýskum hagsmunum, eđlilega. Allt frá lokum nasisma eru Bandaríkin lýđrćđisleg kjölfesta Ţýskalands. Ţýskir sakna vinar og viđskiptafélaga.
Sameiginlegt ţýskri og engilsaxneskri greiningu á Trump er ađ međ honum verđur pólitík persónuleg. Minn heiđur, mínar stađreyndir, mitt sjónarhorn.
Rómverjar kynntu til sögunnar ,,res publica", vettvang almennings, ţar sem meginreglur giltu en ekki persónulegur geđţótti. Áđur en ,,res publica" fékk vćgi í vestrćnni stjórnmálamenningu réđ ferđinni hugmyndakerfi ćttarsamfélagsins.
Í ćttarsamfélaginu er heiđur einstaklings og fjölskyldu í fyrirrúmi. Íslendingasögurnar geyma minni frá ţessum tíma um stolt, sóma og blóđhefndir. Ílíonskviđa Hómers er um reiđi Akkillesar eftir móđgun Agamemnons.
Trump er endurkoma stjórnmála ćttarsamfélagsins. Viđ skyldum velja ćtt okkar af kostgćfni.
![]() |
Heimsókn Trump er lokiđ |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 13. júlí 2018
Ljósmćđur biđja um lög á verkfall
Í hádegisfréttum RÚV er viđtal viđ Katrínu Sif Siggeirsdóttur formanns kjaranefndar ljósmćđra. Ţar segir hún m.a.
Ekki hefur veriđ bođađ til nýs samningafundar í deilunni. Katrín telur líklegt ađ lög verđi sett á verkfallsađgerđir ljósmćđra.
Í ljósi ţess sem á undan er gengiđ ţá finnst mér ţađ ekkert ólíklegt. ţađ hefur gjarnan veriđ ţannig ađ ţau vopn sem viđ höfum nýtt í okkar kjarabaráttu hafa veriđ slegin úr höndunum á okkur. Ţannig ađ mér finnst ţađ ekki ólíklegt.
Katrín Sif er ţegar búinn ađ gera einn kjarasamning viđ ríkiđ sem ljósmćđur felldu í atkvćđagreiđslu. Ţar međ máluđu ljósmćđur sig út í horn, geta hvorki samiđ né látiđ af bođuđu verkfalli.
Rökrétt niđurstađa, eins og Katrín Sif bendir á, er ađ ríkisvaldiđ setji lög á verkfall ljósmćđra. Nćsta vetur verđur samiđ viđ ríkisstarfsmenn eftir ađ línur verđa lagđar í kjarasamningum á almennum vinnumarkađi. Ljósmćđur og ađrir ríkisstarfsmenn fá í framhaldi sambćrilega launahćkkun.
Hvorki ljósmćđur né ađrir ríkisstarfsmenn eiga ađ leggja leggja línurnar í launakjörum landsmanna. Kauphćkkanir eiga ađ taka miđ af verđmćtum til skiptanna en ekki óskhyggju eđa frekju einstakra hópa.
![]() |
Óvíst međ fordćmisgildi samninganna |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 13. júlí 2018
Juncker var fullur, ekki bakveikur
Bakverkir hafa ekki áhrif á jafnvćgisskyniđ. Myndir af Jean-Claude Juncker forseta ESB sýna hann riđa til falls. Bakveikir haga sér ekki ţannig. Einkenni bakveiki er sársauki. Svipbrigđi Juncker sýna engan sársauka.
Juncker er međ langa sögu ótćpilegrar áfengisneyslu á opinberum vettvangi.
Bakveikin er fölsk frétt í tilfelli Juncker.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 13. júlí 2018
Ljósmćđur eru eign ríkisins - viđ líka
Ljósmćđur í kjarabaráttu sýna sig í fatnađi međ áletruninni ,,eign ríkisins." Pólitísku skilabođin eru ţau ađ ríkiđ telji sig eiga ljósmćđur međ ţví ađ neita ţeim um 18 prósent launahćkkun.
Viđ erum öll eign ríkisins. Viđ greiđum skatt til ríkisins allt frá upphafi ríkisvalds á Íslandi - međ Gamla sáttmála. Siđurinn er ekki séríslenskur; ţegnskapur og skattur haldast í hendur í öllum vestrćnum ríkjum.
Á móti skattinum fáum viđ samfélag. Menntun, heilbrigđisţjónustu, samgöngur og vernd laga og lögreglu.
Ríkiđ mótar stefnu í launamálum. Kennarar og sérfrćđingar á launaskrá ríkisins, BHM-félögin, gangast undir stefnu ríkisins. En ljósmćđur međ 850 ţús. kr. međallaun á mánuđi neita.
Áletrunin sem ljósmćđur ćttu ađ sýna, enda lýsir hún hugarfari ţeirra, er ţessi: Ljósmćđur standa ofar ríkinu.
![]() |
Uppskrift ađ óstöđugleika |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 13. júlí 2018
Trump er grískur guđ Evrópu
Ilíonskviđa Hómers segir frá umsátri Akkea (Grikkja) um Trójuborg. Í tíu ára stríđi veitti ýmsum betur, Akkeum eđa Tróverjum, og fór ţađ eftir atfylgi guđanna. Seifur Kronusson var ćđstur guđa og munađi mest um málafylgju hans. Donald J. Trump er Seifur Evrópu samtímans.
Ţjóđverjar kvarta undan ţráhyggju Trump gagnvart sér og skipta út flóttamannastefnu til ađ ţóknast yfirvaldinu. Á Nató-fundi keppast börn Evrópu ađ gera Trump Kronussyni til geđs. Myndrćn framsetning á yfirburđum Trump er ađ leiđtogi ESB, Jean Claude-Juncker, birtist draugfullur og ósjálfbjarga á Nató-fundinum. Meiri andstćđur er ekki hćgt ađ hugsa sér. Ógangfćrt drukkiđ gamalmenni á móti tápmiklum grískum guđ.
Í Bretlandi situr mćrin May á kné forsetans og biđur um leyfi til framhaldslífs sem forsćtisráđherra. Trump hallar sér glókollinum Boris Johnson. Borgarstjóri Lundúna ćtlađi ađ gera guđagrikk međ útblásinni dúkkumynd. Borgarstjórinn gerir Breta ađ börnum, segir dálkahöfundur Telegraph.
Eftir ađ hafa lagt Evrópu ađ fótum sér heldur Trump Kronusson til Rússíá og hittir ţar fyrir Pútín. Í samlíkingu viđ grísku gođafrćđina er Pútín Hera eiginkona Seifs. Hera fer sínu fram, viđurkennir Seifur í Ilíonskviđu.
![]() |
Segir Brexit gera út um verslunarsamning |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 12. júlí 2018
Trump: flóttamenn yfirtaka Evrópu
Innflutningur fólks er mjög mikilvćgur og ég sagđi ţeim í dag , ESB, Evrópusambandinu, ađ ţađ vćri eins gott ađ vera á varđbergi ţví innflytjendur séu ađ ná yfirráđum í Evrópu og ţađ sé nauđsynlegt ađ vera mjög á varđbergi, sagđi Trump viđ fréttamenn eftir fundinn í Brussel. Ég sagđi ţetta hátt og skýrt, bćtti hann viđ.
Ofanritađ er úr mbl.is-frétt. Til ađ hnykkja á skilabođunum segir Trump ađ breska ţjóđin, sem kaus Brexit, úrsögn úr ESB, sé á sínu bandi vegna flóttamannaumrćđunnar.
Til ađ undirstrika áhrif Trump í Evrópu tilkynntu innanríkisráđherrar Ţýskalands, Austurríkis og Ítalíu samstarf um ađ loka landamćrunum fyrir ólöglegum innflytjendum.
Fátt um fína drćtti hjá fjölmenningarsinnum ţessa dagana.
![]() |
Ég hef fulla trú á NATO |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 12. júlí 2018
Landvinningar Nató í Úkraínu
Ađalfréttin á heimasíđu Nató er stuđningur bandalagsins viđ Kiev-stjórnina í Úkraínu. En Úkraína er ekki Nató-ríki. Kiev-stjórnin rćđur vesturhluta landsins međ stuđningi ESB, Nató og Bandaríkjanna. Austurhlutanum stjórna uppreisnarmenn međ stuđningi Rússa.
Borgarastyrjöld er í Úkraínu frá ársbyrjun 2014 ţegar forseti landsins var hrakinn frá völdum. Valdarćningjarnir voru studdir vesturveldunum en forsetinn, Viktor Janúkóvíts, hafđi Rússa sem bakhjarla. Friđarsamkomulag kennt viđ Minsk I og II er ekki virt.
Í orđi kveđnu er Nató varnarbandalag lýđrćđisríkja. Landvinningar Nató í Úkraínu segja allt ađra sögu.
![]() |
Rússland sagt ógna öryggi og stöđugleika |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)