Merkel tapađi íhaldinu, verđur ađ víkja

Angela Merkel Ţýskalandskanslari tók vinstribeygju í málefnum flóttamanna og tapađi íhaldssömu baklandi. Merkel verđur ađ víkja ef Evrópusambandiđ á ađ lifa. Ţetta skrifar dálkahöfundur New York Times, Bret Stephens. Grein hans er tekin af alvöru í Ţýskalandi, Die Welt endursegir rökfćrsluna. 

Opingáttarstefna Merkel í viđtöku flóttamanna er ástćđan fyrir ţví ađ kjósendur íhaldssamra flokka hverfa í unnvörpum frá ţeim og leita til stjórnmálaflokka međ harđari stefnu í málaflokknum. Ţetta gildir ekki ađeins um Ţýskaland, segir Stephens, heldur Austurríki, Ítalíu og Svíţjóđ. Bretar kusu Brexit til ađ loka á opingáttarstefnu Merkel.

Stephens rekur raunasögu Evrópusambandsins á ţessari öld: evru-kreppan, flóttamanna-kreppan og úrsögn Breta, Brexit. Af 18 árum aldarinnar er Merkel viđ völd í 13 ár. Nóg er komiđ, segir sá bandaríski.

Stađa Merkel í Ţýskalandi ćtti ađ vera tilefni miđhćgriflokka á Íslandi til ađ staldra viđ og spyrja sig: erum viđ á vinstrileiđ Merkel ţar sem íhaldssamir kjósendur yfirgefa okkar og leita annađ?


Trump, Rússahatur og Evrópa

Bretar og Evrópusambandiđ óttast ađ Trump Bandaríkjaforseti dragi bandarískt herliđ úr Evrópu, segir í Telegraph. Á vinstri vćng breskra stjórnmála hamrar Guardian á Rússahatri, segir ađ ef Trump veiki Nató valdefli ţađ Pútín í Rússlandi.

Rússahatriđ í Evrópu er komiđ á ţađ stig ađ innanríkisráđherra Bretlands sakar Rússa um ađ dreifa eitri hćgri vinstri yfir saklausa borgara í breskum smábć.

Allt frá lokum kalda stríđsins um 1990, ţegar Sovétríkin féllu, stendur Evrópusambandiđ, í samstarfi viđ Bandaríkin og Nató, fyrir útţenslu í austur. Austur-Evrópa var tekin inn í ESB og Nató, en hernađarbandalagiđ var stofnađ til höfuđs kommúnisma en ekki Rússum. Vegna öryggishagsmuna sinna mótmćltu Rússar útţenslu Nató en á ţá var ekki hlustađ.

Ţegar vesturveldin hugđust gera Úkraínu ađ leppríki sínu sögu Rússar hingađ og ekki lengra, studdu uppreinarmenn í Austur-Úkraínu og yfirtóku Krímskaga sem er ađ mestu byggđur Rússum en tilheyrđi Úkraínu.

Evrópusambandiđ viđheldur Rússahatri enda ţjónar ţađ pólitískum hagsmunum ţess. Óvinaímynd af Rússum eflir samheldni ESB og veitir ekki af ţar sem hver höndin er upp á móti annarri ţar á bć, hvort heldur litiđ sé til gjaldmiđlasamstarfsins, viđtöku flóttamanna eđa Brexit.

Trump forseti lítur ekki á Rússa sem náttúrulegan óvin Bandaríkjanna. Trump spyr Evrópuríki einfaldra spurninga: ef ţiđ óttist rússneska innrás hvađ úr hverju hvers vega byggiđ ţiđ ekki upp herafla ykkar? Hvers vegna eiga bandarískir hermenn ađ sitja Ţýskaland? Geta Ţjóđverjar ekki variđ sig sjálfir?

Ţađ er engin hćtta á rússneskri innrás í Vestur-Evrópu. Rússar hafa hvorki áhuga né bolmagn til landvinninga. Rússar vilja á hinn bóginn, eins og önnur fullvalda ríki, gćta öryggishagsmuna sinna. Ţađ eykur ekki öryggiskennd Rússa ađ Nató setji upp herstöđvar á öllum vesturlandamćrum Rússlands.

Trump forseti hefur ekki áhuga á ađ framlengja kalda stríđiđ og gera Rússa ađ höfuđóvini. Fyrir ţađ er Trump hatađur í Evrópu. 


Bloggfćrslur 8. júlí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband