Trump er póstmódern - vinstrimaður

Gáfuritið New Republic segir Trump fyrsta póstmóderníska forsetann. Boðskapur póstmódernisma er að sannleikurinn sé ekki til; aðeins sjónarhorn. Mitt sjónarhorn er jafngilt og þitt. Af því leiðir eru hugtökin satt og ósatt merkingarlaus.

Ritstjóri New Republic heimfærir póstmódernisma upp á Trump og hugtök nátengd honum, s.s. falsfréttir og valkvæðar staðreyndir.

Vandamálið er þetta: Trump er hægrimaður en póstmódernismi í pólitík er vinstristefna. Póstmódernísk pólitík verður til í framhaldi af uppgjöf vinstrimanna á vísindalegum sósíalisma Marx og Engels, eins og Stephen Hicks útskýrir í stuttri ræmu.

Ef greining New Republic heldur máli verður að líta á Trump sem áhrínisorð póstmódernisma. Og vandast þá málið. Hvernig á að afbyggja Trump?

Ágætis byrjun væri að innleiða á ný inn í pólitíska umræðu hugtökin sannindi og ósannindi. Heimspekingurinn Harry G. Frankfurt skrifaði tvo ritlinga áratug áður en Trump varð forseti, On bullshit og On truth.

Ritlingarnir tveir útskýra hvernig vaðall annars vegar og hins vegar misþyrming á sannleikshugtakinu leiða til póstmódernískra fyrirbæra eins og Trump.

Heimurinn verður óskiljanlegur ef við hættum að aðgreina sannindi og lygi. Hvert barn veit þetta þótt stjórnmálaumræðan gefi annað til kynna.

 


mbl.is Trump vissi ekki af fundinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Eitthvað þarftu að læra betur um hugtakanotkun. Póst-módernismi er andsvar við módernisma sem er þversagnakennd tvíhyggja. Þannig vildi póst-módernismi meina að það væru fleiri sjónarhorn á hlutum en sannleikur/ekki sannleikur. Það sem póst-módernismar gleymdu var að taka afstöðu því vissulega er lífið flóknara en svo að einn sannleikur sé til. Póst-módernismar eru syndandi selir sem vita ekkert hvert þeir eru að fara og því góð spurning hvort það eigi nokkuð við um Trump.

Lýsing þín á múslimum er einmitt runninn úr módernisma þar sem einn sannleikur er réttur. Ríki islams lagði út frá þeim grunni. Ertu viss um að viljir aftur módernisma?

Rúnar Már Bragason, 12.7.2017 kl. 12:18

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

 Rúnar Már, ég nota hugtakið póstmódernismi á sama hátt og Jeet Heer á New Republic, Stephen Hicks í ræmunni sem ég vísa á og Harry G. Frankfurt í bókunum sem vitnað er til.

Lýsing mín á múslímum byggir á greiningu á vestrænni menningu annars vegar og hins vegar trúarmenningu múslíma. Bakland þeirrar greiningar er upplýsingin.

Sjálfsagt ætti ég að að lesa meira, bæði um póstmódernisma, múslíma og annað. En þú ættir að temja þér að vísa í heimildir fyrir staðhæfingum sem þú setur fram.

Páll Vilhjálmsson, 12.7.2017 kl. 12:48

3 Smámynd: Rúnar Már Bragason

 Sammála að mikilvægt að vitna í heimildir og get nefnt Writing Culture: The Poetics and Politics of Ethnography eftir James Clifford og George E. Marcus um skilgeiningar á póst-módernisma. Annað byggi ég á minni greiningu á hugtökunum.

Greinin í New Republic finnst mér vera með sama skilning og ég legg út frá en kjarnaspurningin er þessi: "But there’s a different way to look at Trump as a postmodern president. Paradoxically, even as Trump exploits today’s media, his politics of nostalgia show that his own followers want to escape the postmodern world." Trump nýtir sér póst-módernisma til dæmis með Twitter and senda út misvísandi skilaboð en eftir stendur spurningin hver er tilgangur hans?

Rúnar Már Bragason, 12.7.2017 kl. 14:17

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fjölmiðlar fylgdu tíðaranda elítustéttarinnar sem fyrir löngu var orðin póst-módernískur áður en Trump kom til. Trump var kosinn vegna þess að hann bauð upp á afturhvarf til gilda sem almenningur skildi. Hvort Trump er póst-módernískur er erfitt að segja en hann notar póst-modernískar aðferðir í baráttu sinni gegn fenjafólkinu og fjölmiðlum.

Ragnhildur Kolka, 12.7.2017 kl. 15:09

5 Smámynd: Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Ég var á undan...:)

https://stundin.is/blogg/gunnarh/essvegna-er-donald-trump-fyrsti-post-moderniski-forseti-bandarikjanna/

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 14.7.2017 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband