Druslur, diskó og rasismi

Í gær var drusludagurinn, þar sem fólk fór í göngu, sumt klætt eins og druslur, til að vekja athygli á málstað. Norður á Húsavík er hljómsveit sérhæfð í diskótónlist, sem óx úr menningu þeldökkra. Á sviði eru meðlimir sveitarinnar í gervi þeldökkra. Einn er raunar þeldökkur, af ljósmynd að dæma.

Húsvíkingarnir fá á sig gagnrýni að þeir séu rasistar, sem er langsótt svo ekki sé meira sagt. Ef við gefum okkur að hljómsveitin spili til að skemmta, bæði sér og öðrum, er eðlilegt að sviðsframkoman sé í takt við tónlistina. Alveg eins og sumir klæddust druslum í göngunni. Fólk setur sig í hlutverk í samræmi við tilefnið. 

Óviðeigandi er að kalla þá rasista sem koma fram í gervi fólks af öðrum litarhætti ef tilefnið er saklaust. Málið liti vitanlegan öðruvísi út ef tilgangurinn er að gera lítið úr einhverjum eða niðurlægja. En hér er engu slíku til að dreifa. 

 


mbl.is Segjast hafna fordómum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump eða sósíalismi

Sósíalismi nýtur vaxandi fylgis meðal frjálslyndra í Bandaríkjunum. Sósíalistadeildin í Demókrataflokknum, DSA, vex hratt, segir í Guardian. Ekki síst er það ungt fólk sem gefur sig fram, talað er um aldamótasósíalisma.

Sömu samfélagskraftar og leiddu Trump í Hvíta húsið eru að baki vexti sósíalisma. Stóri hópar milli- og lágtekjufólks voru skildir eftir í ráðandi alþjóðlegu frjálslyndi síðustu áratuga. Þessir hópar vilja breyttar leikreglur.

Trump vísar veginn frá hægri en sósíalistar boða sína útgáfu af breyttu hagkerfi þar sem ríkisvaldið fær stóraukið hlutverk.

Bandaríkin eiga það til að gefa tóninn í vestrænni stjórnmálamenningu. Vaxi sósíalisma fiskur um hrygg vestan hafs er komið að skuldadögum frjálslyndra jafnaðarmanna. Annað tveggja verða þeir sósíalistar eða trumpistar. Sem sagt á milli steins og sleggju.


Krónan í gamla hagkerfinu og þjóðarsáttin

Í gamla hagkerfinu var hægt að gera verðbólgusamninga, þ.e. innistæðulausa kjarasamninga, því krónan var látin falla í kjölfarið. Verðlag hækkaði og leiðrétti innistæðulausar launahækkanir.

Þjóðarsáttin 1990 afnam víxlhækkun launa og verðlags. Í meginatriðum hefur þjóðarsáttin haldið. Verðbólguskotið í kjölfar hrunsins 2008 var skammvinnt. Friðhelgi var á vinnumarkaði árin eftir hrun. Síðustu 3-5 árin fóru í að skipta upp á nýtt verðmætum á milli launafólks annars vegar og hins vegar fjármagns. Það var hægt í skjóli stöðugrar krónu. Í grófum dráttum hefur það gengið þolanlega.

Gamla hagkerfið öx upp úr sjálfsþurftarbúskap þegar peningar voru óverulegur þáttur í hagkerfinu. Þjóðin þurfti tíma að skilja hvernig peningar virka og lærði sína lexíu með þjóðarsáttinni 1990.

Stéttir opinberra starfsmanna samþykktu í meginatriðum, ljósmæður núna síðast, að innistæðulausir kjarasamningar verða ekki gerðir.

Í vetur tekur almenni vinnumarkaðurinn við keflinu og gerir samninga. Ríkisstjórnin mun senda atvinnurekendum skýr skilaboð um að stöðu krónunnar verði ekki fórnað. Innistæðulausir samningar leiða til gjaldþrota fyrirtækja, ekki gengisfellinga. Ef verkalýðshreyfingin fer fram með offorsi verða hér verkföll sem engu munu skila nema minni hagvexti. Og þá verður minna til skiptanna.

Nýja hagkerfið byggir á að þjóðin sýni ábyrgð. Stjórnvöld halda ábyrgðinni að þjóðinni með festu.


mbl.is Geti ekki lengur beðið með verðhækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. júlí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband