Ókyngreindir sturtuklefar í sundlaugum

Reykjavíkurborg rekur sundlaugar og íţróttahús um víđan völl. Mannréttinda- og lýđrćđisráđ borgarinnar leggur til ađ

viđ upp­bygg­ingu nýrra mann­virkja borg­ar­inn­ar sem og viđ breyt­ing­ar og ađrar fram­kvćmd­ir sé ţess gćtt ađ sal­ern­is-, sturtu- og bún­ingsađstađa sé eins ókyn­bund­in og frek­ast er unnt.

Einfalt er ađ hćtta kynjamisrétti borgarinnar og láta af ađgreiningu karla og kvenna í búnings- og sturtuklefum undir mottóinu ,,allir klefar fyrir alla".

Gamaldags kynjamisrétti má ekki líđast Deginum lengur í borg frjálslyndra vinstrimanna. 


mbl.is Ókyngreind salerni í Reykjavík
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fréttaskođanir og hlutverk ríkisins

Fréttir fjölmiđla endurspegla skođanir ţeirra sem ţar starfa. Rétt eins og fćrsla á samfélagsmiđli er til vitnis um skođun höfundar. Oft verđa fćrslur á samfélagsmiđlum ađ fréttum fjölmiđla. Ţađ gerist ţegar blađamađur á ritstjórn hefur ţá skođun ađ fćrslan sé frétt. Meira ţarf ekki til.

Ísland býr viđ flokksútgáfur frá upphafi dagblađaútgáfu. Morgunblađiđ, Alţýđublađiđ, Ţjóđviljinn og Tíminn birtu fréttaskođanir til samrćmis viđ stjórnmálaskođanir lesenda sinna. Á sjötta áratug síđustu aldar fćrđi Morgunblađiđ sig í áföngum úr flokksfađmi Sjálfstćđisflokksins og varđ hćgt og sígandi almennt fréttablađ. RÚV var undir stjórn pólitískra fulltrúa sem áttu ađ gćta ađ hlutleysi í fréttaflutningi.

Um 1990 lögđust flokksblöđin af. Nýjar útgáfur, Bylgjan og Stöđ 2, fluttu fréttaskođanir til samrćmis viđ eigendur sína. Tveir Jónar, annar kenndur viđ Skífuna og hinn viđ Baug, lögđu sitt af mörkum til ađ ,,auđga" fjölmiđlaflóruna. Eftir aldamót eignuđust Exista-brćđur Viđskiptablađiđ undir sömu formerkjum. Ađ flytja ţóknanlegar fréttaskođanir. Um tíma komst Morgunblađiđ í eigu Björgólfsfeđga sem einnig fjárfestu í útbreiđslu skođana. RÚV varđ ađ starfsmannaveldi án ábyrgđar gagnvart eiganda sínum.

Netútgáfur taka fjörkipp síđustu ár. Kjarninn, Stundin, DV-Eyjan og Kvennablađiđ birta okkur mörgum sinnum á dag margvíslegar fréttaskođanir.

Í landinu er tjáningarfrelsi sem ríkisvaldinu ber samkvćmt stjórnarskrá ađ verja. Hugmyndir um ađ styrkja skođanaútgáfu einkarekinna fjölmiđla fela allar í sér mismunun. Gangi einhverjar ţćr fram mun ríkiđ hampa einni skođanaútgáfu en lítilsvirđa ađra. Ţađ er ekki hlutverk ríkisins ađ vega og meta hvađa skođanir skulu fá fjárstuđning og hverjar ekki. 

Ef ríkiđ vill bćta starfsskilyrđi einkarekinna fjölmiđla er hćgt ađ gera ţađ međ einu pennastriki: leggja niđur RÚV. 


mbl.is Íslenskir fjölmiđlar fá minni stuđning
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Facebook ritskođar sjálfstćđisyfirlýsinguna

Sjálfstćđisyfirlýsing Bandaríkjanna frá 1776 er uppgjör viđ nýlenduveldiđ Bretland. Yfirlýsingin réttlćtti sjálfstćđisbaráttuna og hornsteinn bandaríska ţjóđríkisins. Facebook ritskođađi yfirlýsinguna ţegar hún var birt á samfélagsmiđlinum.

Ađ áliti Facebook geymir sjálfstćđisyfirlýsingin hatursorđrćđu. Í yfirlýsingunni er m.a. ţetta efnisatriđi:

He has excited domestic insurrections amongst us, and has endeavoured to bring on the inhabitants of our frontiers, the merciless Indian Savages whose known rule of warfare, is an undistinguished destruction of all ages, sexes and conditions.

Textinn er 18du aldar enska og verđur ađ skilja í samhengi. En Facebook ţekkir ekki sögulegt samhengi og stimplar textann sem hatursorđrćđu. Ţađ er flókiđ mál ađ láta vélar lesa texta og skilja mennskum skilningi. 


Bloggfćrslur 6. júlí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband