ESB tćtir í sundur bresk stjórnmál

Breska ţjóđin ákvađ í lýđrćđislegri atkvćđagreiđslu fyrir tveim árum ađ ganga úr Evrópusambandinu. Til ađ hefna sín á Bretum einsetja ráđamenn í Brussel sér ađ vekja sem mesta úlfúđ í stjórnmálakerfi Bretlands.

Smáatriđi eins og landamćri Norđur-Írlands, sem heyrir undir Bretland, og Írska lýđveldisins, sem er hluti af ESB, eru gerđ ađ stórmáli. Hótanir um viđskiptastríđ á hendur Bretum eru daglegt brauđ.

ESB vinnur smásigra, gćti jafnvel fellt ríkisstjórn Theresu May. En ESB tapar stríđinu vegna Brexit. Eftir međferđina á Bretum verđur kerfisbundiđ unniđ ađ ţví ađ veikja sambandiđ ađ innan. ESB-ríkin sjálf kjósa sér ekki breska međferđ og munu leggja sitt af mörkum ađ draga vígtennurnar úr ESB-kerfinu.


mbl.is Dominic Raab nýr Brexit-ráđherra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Eitrunin og enska landsliđiđ

Enska landsliđiđ spilar fótboltaleik eftir fótboltaleik í Rússlandi á sama tíma og bresk yfirvöld saka Rússa um ađ dreifa manndrápseitri yfir fólk og fénađ í breskum sveitum. Ef bresk yfirvöld hafa rétt fyrir sér ćttu breskir ţegnar ađ vera í lífshćttu nćrri Rússum. 

Og vitanlega ćtti stríđsástand ađ ríkja milli Bretlands og Rússlands. Frumskylda ríkisvalds er ađ vernda ţegna sína fyrir árásum erlendra óvina á líf og limi ríkisborgara sinna.

En enska landsliđiđ stundar áfram fótmennt í Rússíá og ekkert herútbođ heyrist frá London.

Hvađ veldur?

Stutta svariđ er ađ bresk stjórnvöld trúa ekki lengur eigin lygaţvćttingi um ađ Rússar stundi eiturefnahernađ í sveitahérađi í Suđur-Englandi. Ţađ eru ađrar skýringar á eitrunartilvikum í Wiltshire. En enginn veit hverjar ţćr eru. 


mbl.is Látin eftir taugagaseitrun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 9. júlí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband