Bretar hafna EES - Ísland hjálenda

Almenn samstaða er í Bretlandi um að ekki komi til greina eftir úrsögn úr Evrópusambandinu, Brexit, að gangast undir stöðu hjálendu sambandsins með aðild að EES-samningnum.

En Ísland, Noregur og Liechtenstein byggja samskipti sín við ESB á EES-samningnum.

Hjálendustaða Íslands gagnvart Evrópusambandinu verður að breyta. Á aldarafmæli fullveldisins er full ástæða til að undirbúa fríverslunarsamning við Evrópusambandið er leysti af hólmi EES-samninginn.


mbl.is Skoðar fríverslunarsamning við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

88% stuðningur við Trump

Trump Bandaríkjaforseti er með 88% stuðning flokksmanna Repúblíkanaflokksins, samkvæmt könnun Wall Street Journal. Aðeins Bush yngri forseti getur státað af viðlíka stuðningi flokksmanna í eftirmála árásarinnar á tvíturnana í New York 11. september 2001.

Vikan átti að vera Trump erfið vegna deilna um leiðtogafundinn við Pútín Rússlandsforseta og meint afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016.

Meðal kjósenda almennt mjakast fylgi Trump upp á við, þótt hann skori lágt miðað við forvera sína í embætti í nútímasögu Bandaríkjanna.

Traust kjarnafylgi meðal flokksmanna er sterkasta vísbendingin um hvort flokkurinn tilnefnir sitjandi forseta til framboðs við næstu forsetakosningar, eftir tvö ár.


mbl.is Trump segir rannsóknina „svindl“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. júlí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband