Trump: flóttamenn yfirtaka Evrópu

„Inn­flutn­ing­ur fólks er mjög mik­il­væg­ur og ég sagði þeim í dag , ESB, Evr­ópu­sam­band­inu, að það væri eins gott að vera á varðbergi því inn­flytj­end­ur séu að ná yf­ir­ráðum í Evr­ópu og það sé nauðsyn­legt að vera mjög á varðbergi,“ sagði Trump við frétta­menn eft­ir fund­inn í Brus­sel. „Ég sagði þetta hátt og skýrt,“ bætti hann við.

Ofanritað er úr mbl.is-frétt. Til að hnykkja á skilaboðunum segir Trump að breska þjóðin, sem kaus Brexit, úrsögn úr ESB, sé á sínu bandi vegna flóttamannaumræðunnar.

Til að undirstrika áhrif Trump í Evrópu tilkynntu innanríkisráðherrar Þýskalands, Austurríkis og Ítalíu samstarf um að loka landamærunum fyrir ólöglegum innflytjendum.

Fátt um fína drætti hjá fjölmenningarsinnum þessa dagana.


mbl.is „Ég hef fulla trú á NATO“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er að renna upp fyrir loðmullunni í Evrópu að Trump er ekki sá asni sem þeir hafa álitið hann vera. Án snefils af diplomatíu eða menningarlegu snobberíi segir hann hlutina eins og hann sér þá - ekki ólíkt og barnið í ævintýrinu “hátt og skýrt.”

Ragnhildur Kolka, 12.7.2018 kl. 12:56

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Og hvar stöndum við ef það kemur á daginn að múslímar séu að kaupa upp jarðir á íslandi. 

Valdimar Samúelsson, 12.7.2018 kl. 22:27

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 "Fjölmenningarsinnar" hafa aldrei verið annað en prump. Tækifærissinnar og liðleskjur, flestir á spena hins opinbera eða ekki unnið handtak af viti alla sína hunds og kattartíð, í vissu þess "einhver annar borgar".

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 13.7.2018 kl. 05:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband