Bretar fastir í lygavef Rússahaturs

Fyrir fjórum mánuðum urðu Skripal-feðginin fyrir eiturárás. Bresk yfirvöld kenndu Rússum um árásina. Engar sannanir voru lagðar fram, aðeins þau kringumstæðurök að Skripal hafði verið rússneskur gagnnjósnari.

Núna verður breskt par fyrir eitrun á svipuðum slóðum og Skripal-feðginin. Innanríkisráðherra Bretlands krefur Rússa um skýringar. Þessi viðbrögð eru meira í ætt við söguþráð í skáldsögu eftir Kafka en veruleikann eins og hann blasir við hverjum óbrjáluðum einstaklingi.

Hvers vegna í veröldinni ættu rússnesk yfirvöld að eitra fyrir hversdagslegu bresku pari í breskum smábæ? Það er lyginni líkast að ríkisstjórn Bretlands setji fram slíkar ásakanir. Enda liggur í augum uppi að málið er frá a til ö byggt á skefjalausu Rússahatri sem gengur yfir allan þjófabálk.

 


mbl.is Vill að Rússar útskýri hvað sé á seyði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geta konur ekki unnið fullt starf?

Ljósmæður eru kvennastétt. Í tilefni af kjaradeilu þeirra sendu hjúkrunarfræðingar, önnur kvennastétt, frá sér fréttatilkynningu. Þar segir m.a.

Starfs­um­hverfi, vinnu­tíma­skipu­lag og álag í starfi ger­ir það að verk­um að ljós­mæður, hjúkr­un­ar­fræðing­ar og aðrar heil­brigðis­menntaðar kvenna­stétt­ir sem vinna vakta­vinnu treysta sér ekki til þess að vera í háu starfs­hlut­falli.

Grunnskólakennarar eru einnig kvennastétt, um 80% þeirra eru konur. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara sagði í Kastljósi 22. janúar s.l. að kennarar vildu vera meira heima en samt fá greitt fyrir fulla vinnu.

Grunnskólakennsla er ekki vaktavinna. Rökin um að vaktavinna fæli konur frá fullu starfi stenst ekki.

Samkvæmt gögnum fjármálaráðuneytisins eru aðeins 14 prósent ljósmæðra í fullu starfi. Meðalstarfshlutfall ljósmæðra er nær 70%. Þetta fyrirkomulag getur þýtt tvennt. Í fyrsta lagi að þorri ljósmæðra kjósi hlutastarf til að eiga meiri frítíma. Í öðru lagi að ljósmæður skrái sig í hlutastarf en taki í staðinn yfirvinnu, sem er með hærra tímakaup en dagvinna. Miðað við að meðallaun ljósmæðra í fullri vinnu eru 850 þús. kr. á mánuði virðist seinni kosturinn algengur.

Svo spurningunni í fyrirsögn sé svarað beint. Jú, konur geta unnið fulla vinnu. En þær kjósa að gera það ekki. Opin spurning er hvers vegna. Það skyldi þó aldrei vera að konur séu eitthvað annað en karlar þegar kemur að launavinnu?

 


mbl.is Ljósmæður mæta með tilboð á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. júlí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband