Ræðum stjórnarskrána í 20 ár

Umræðan um stjórnarskrá lýðveldisins núna er millileikur. Síðasta lota, 2009-2013, gekk út á að kollvarpa stjórnarskránni og flytja fullveldið til Brussel. Byltingin mistókst, vinstriflokkarnir  fengu rauða spjaldið frá kjósendum 2013; Samfylkingin tapaði 2/3 hlutum fylgisins en Vinstri grænir ,,aðeins" helmingi.

Í tíð stjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks 2013-2016 fékk stjórnarskráin friðhelgi. Vinstriflokkarnir héldu áfram að naga undirstöðu lýðveldisins en bitið var án tanna.

Vinstri grænir komu umræðuákvæði í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar og þar með hefst núverandi lota. Stjórnarskrárbreytingar verða ekki gerðar nema í breiðri sátt. Miðað við stöðu mála þessi misserin eru tveir áratugir í sátt. Tökum umræðuna.


mbl.is Ræddu fimm stjórnarskrábreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jónas

Blaðamaðurinn og samfélagstúlkurinn Jónas Kristjánsson er fallinn frá. Hann var gagnorður og beinskeyttur í leiðara- og bloggskrifum. Án sjónarmiða Jónasar er skoðanaflóra samfélagsumræðunnar fáskrúðugri.

Hvíl í friði, Jónas. 


mbl.is Andlát: Jónas Kristjánsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslandi boðið í forarpytt gyðingahaturs

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fjallar á hverjum fundi sínum, undir dagskrárlið 7, um meint mannréttindabrot Ísraels. En Ísrael er eina ríkið í miðausturlöndum sem má kenna við lýðræði.

Frá stofnun 2006 hefur ráðið samþykkt 310 sértækar ályktanir og þar af er fjórðungur um Ísrael.

Bandaríkin hættu aðild að ráðinu vegna skipulegs gyðingahaturs.

Nú stendur til að gera Ísland að stoltu ríki rasisma. 

Afsakið meðan ég æli.


mbl.is Ísland taki sæti í mannréttindaráði SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandaður embættismaður, Bragi

Bragi Guðbrandsson er vel að því kominn að hljóta kjör í nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. Bragi sinnti málaflokknum um áratugi og naut virðingar og trausts.

Tilraunir til að sverta nafn hans og heiður fóru góðu heilli út um þúfur.

Til hamingju, Bragi.


mbl.is Bragi kjörinn á vettvangi SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump við Macron: taktu Frakka úr ESB

Bandaríkjaforseti ráðlagði forseta Frakklands að segja skilið við Evrópusambandið og fá í staðinn hagstæð viðskiptakjör. Guardian segir frá og byggir á dálkahöfundi Washington Post.

Meint tilboð Trump er sett í samhengi við tortryggni hans gagnvart yfirþjóðlegu samstarfi, ESB og Nató þar á meðal.

Flóttamannavandi Evrópu og Bandaríkjanna hefur orðið tilefni til gagnrýni Trump á Merkel kanslara Þýskalands, sem er holdgervingur opingáttarstefnu ESB. Á leiðtogafundi ESB virðist stefna Trump um lokaðri landamæri hafa orðið ofan á. Miðstóðvar fyrir flóttamenn er taki við þeim og haldi á meðan málsmeðferð stendur yfir er bandaríska leiðin (raunar búin til af Clinton og Obama en ekki Trump).

Hvernig tengjast þessi tvö mál, meint tilboð Trump til Macron um stuðning við að ganga úr ESB og flóttamannastefnan? Jú, þannig að ef Evrópusambandið stundar opingáttarstefnu en Bandaríkin loka landamærunum setur það stjórnvöld í Washington í neikvætt ljós. Meint tilboð til Macron sýnir að Trump er tilbúinn að ganga býsna langt að deila og drottna, grafa undan Evrópusambandinu.

Engar líkur eru á að Macron hugleiði úrsögn úr ESB. Bandalagið við Þýskaland er hornsteinn utanríkisstefnu Frakka frá lokum seinna stríðs. Miðstöð bandalagsins er höfuðstöðvar ESB í Brussel.

En þegar leiðtogar ESB-ríkja, Merkel kanslari þar á meðal, segja opinberlega að flóttamannastefnan geti rifið Evrópusambandið í sundur er augljóst að  Brussel er komið á pólitískt jarðskjálftasvæði. Og stjórnvöld í hverju ESB-ríki fyrir sig reyna að kortleggja hagsmuni sína til framtíðar - með eða án Evrópusambandi. Með Brexit stökkva Bretar fyrst frá borði og gætu fyrirmynd annarra ríkja. Þó ekki Frakka. Þeir tala helst ekki ensku.


mbl.is Heimila lokaðar miðstöðvar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danir skera niður sitt RÚV um 20%

Danska RÚV-ið, DR, verður skorið niður um fimmtung og hluti starfseminnar fluttur á landsbyggðina. Útvarpsgjald verður afnumið, í staðinn fer DR á fjárlög.

Hér á Íslandi situr RÚV yfir hlut annarra fjölmiðla og nýtur skylduráskriftar, þ.e. útvarpsgjalds.

Er ekki kominn tími til að tengja og afnema sérréttindi RÚV?


mbl.is Samkomulag um stuðning við netmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pútín og Trump heiðra Vestmannaeyjar

Bandaríkjaforseti og starfsbróðir hans í Moskvu hittast á fundi 16. júlí. Fundinn ber upp á sama dag og Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum fyrir bráðum 400 árum.

Á fundi forsetanna verða án efa mörg málefni á dagskrá. Eitt þeirra verður, ef að líkum lætur, hvaða menningarheimar eiga saman og hverjir ekki.

Eyjavinir fylgjast spenntir með.


mbl.is Funda í Finnlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innflutt borgarastyrjöld

Múslímar stunda hryðjuverk í Frakklandi. Til að jafna sakirnar er skipulagður hópur að herja á múslíma í Frakklandi. Þetta er vísir að borgarastyrjöld. Og hún er innflutt.

Eitt viðkvæði, sem gjarnan heyrist eftir hryðjuverkaárás múslíma, er að slíka atburði verður að sætta sig við. Það sé lítið hægt að gera við manndrápum herskárra múslíma; þeir eru bara svona. Bakhliðin á viðkvæðinu er sú að lítið sé hægt að gera við því þótt heimamenn stundi hryðjuverk gegn múslímum. Hringnum er lokað: múslímar stunda hryðjuverk og þeim er svarað með hryðjuverkum gegn múslímum. Sem sagt borgarastyrjöld.

Frumskylda ríkisvalds er að halda uppi lögum og reglu. Ef einhver hópur samfélagsins telur sig undanþeginn lögum og reglum, les: múslímar á vesturlöndum, og hefur önnur réttlætisviðmið (kóraninn og sharíalög) er frumskyldu ríkisvaldsins ógnað. Og þar með samfélagsfriðnum.

Samkvæmt annarri frétt á mbl.is ætla Frakkar að taka upp þegnskyldu til að ,,ýta und­ir borg­ara­lega skyldu og sam­kennd ungra Frakka." Í einn stað eru sem sagt fluttir inn í milljónavís hópar fólks sem enga samleið eiga með heimamönnum í grundvallarlífsviðhorfum. Í annan stað skal sett á þegnskylda að kenna þessu fólki að haga sér. Nærtækara væri að vinsa úr á landamærunum hafrana frá sauðunum. En það má ekki.


mbl.is Undirbjuggu árás gegn múslimum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trumpsósíalismi

Ítarleg úttekt bandarísku vinstriútgáfunnar The Nation á sigri sósíalistans Alexandriu Ocasio-Cortez í forkosningum demókrata í New York minnist ekki einu orði á að frambjóðandinn taki afstöðu gegn stefnu Trump forseta.

Allt púðrið fer í að útskýra að sigurinn sé á kostnað valdaelítunnar í Demókrataflokknum. Ocasio-Cortez var stuðningsmaður Bernie Sanders sem keppti við Hillary Clinton um að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins.

Ocasio-Cortez sækir fylgi til sömu kjósendahópa og Trump, láglaunafólks og lægri millistéttanna. Menntun og heilbrigðisþjónusta eru ær og kýr Ocasio-Cortez, samkvæmt fréttaskýringu The Nation.

Donald Trump verður seint kenndur við sósíalisma. En hann bæði höfðar til og ræktar sambandið við lágtekjufólk. Tollastríð Trump við Kína og Evrópu er háð í þágu almennra launaþega sem munu njóta minna atvinnuleysis og hærri tekna - það er a.m.k. kenningin.

Frá vinstri setur fólk eins og Bernie Sanders og núna Ocasio-Cortez kröfur á oddinn um betra aðgengi lágtekjuhópa að menntun og heilbrigðisþjónustu. Bandarísku sósíalistarnir nota ekki slagaorð Trump, ,,Make America Great Again", en skjólstæðingarnir eru þeir sömu.

Það er helst í málefnum innflytjenda sem skerst í odda með bandarískum sósíalistum og Trump. Ocasio-Cortez vill afnema ICE, ríkisstofnun á sviði innflytjendamála. En hún mun seint boða óheftan innflytjendastraum til Bandaríkjanna. Það kæmi niður á hagsmunum skjólstæðinganna, sem keppa við innflytjendur um atvinnu og húsnæði.

Trumpsósíalismi er blanda af íhaldssemi og framsækni í þágu milli- og lágtekjuhópa. Stefna af þessu tagi gæti gefið tóninn í bandarískri pólitík næstu árin. Vel að merkja undir öðru nafni. Verði barn í brók fær það kannski heitið ameríkusósíalismi.  


mbl.is Nýliðinn sigraði reynsluboltann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfélagsfjölmiðlar í eineltisham

Fjölmiðlar taka æ oftar mið af samfélagsmiðlum þar sem fyrst er skotið en síðan spurt. Samfélagsfjölmiðlar sem nota fyrirsagnir eins og ,,Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana“ og ,,Tveir karlar, grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot, ganga lausir" stunda einelti en ekki blaðamennsku.

365-miðlar fóru langt yfir strikið í umfjöllun um nauðgunarkærur sem rannsókn leiddi í ljós að væru tilhæfulausar.

Dómur hæstaréttar er ekki atlaga að fjölmiðlafrelsi heldur áminning um að samfélagsfjölmiðlar komast ekki refsilaust að upp með að hirða æruna af fólki með ásökunum um alvarlega glæpi.


mbl.is „Enn ein atlagan að fjölmiðlafrelsi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband