Fimmtudagur, 9. maí 2019
Útsendari Gulla kjaftar af sér; eftir 3. orkupakka kemur fjórði
Útlent vitni leitt fram af Gulla utanríkis segir of seint sé að mótmæla 3. orkupakkanum. Af þessu leiðir er ekki heldur hægt að mótmæla þeim fjórða þegar að honum kemur.
Nauðhyggjan sem Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, mælir er samofinn ESB. Þeir smáu eiga að láta undan vilja þeirra stóru.
ESB ætlar sér að útrýma orkueyjum eins og Íslandi. Og almenningur á að halda kjafti, upplýsta einveldið í Brussel veit best.
Lýðræðið má nota til að útrýma vondu stjórnvaldi sem bregst almannahagsmunum. Þingflokkar á alþingi, sem afsala náttúruauðlindum landsins til útlendinga, verða skotmörk í næstu þingkosningum.
Útsendari Gulla kjaftaði nefnilega af sér. Við vitum núna að fjórði orkupakkinn er á leiðinni. Til að koma honum fyrir kattarnef þarf nýtt fólk á alþingi.
![]() |
Skaðabótaskylda eintóm fantasía |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 9. maí 2019
Sæstrengur Heiðars Más og fall Sjálfstæðisflokksins
Eftir innleiðingu 3. orkupakkans mun Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir leita hófanna með að leggja sæstreng til Evrópu. Það eru gamlar fréttir; þegar árið 2010 er Heiðar Már orðinn áhugasamur um sæstreng.
Heiðar Már á hlut í HS-Veitum og bíður eftir græna ljósinu frá Gulla, Bjarna og Þórdísi, ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, að hefja undirbúning að sæstreng. Ráðherrarnir þykjast í orði kveðnu gæta samskipta Íslands við útlönd og ekki þjónusta auðmenn. Veruleikinn mun svipta hulunni af þeirri blekkingu.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn innleiðir 3. orkupakkann verður öllum almenningi það ljóst sem reynt er að fela. Að nafninu til er Sjálfstæðisflokkurinn vettvangur almannahagsmuna; í reynd verkfæri fésýslumanna að koma ár sinni fyrir borð.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Miðvikudagur, 8. maí 2019
Benni fær lexíu um evru og Stór-Evrópu
Einn helsti hatursmaður krónunnar, Benedikt Jóhannesson fyrrum fjármálaráðherra og umsækjandi um stól seðlabankastjóra fær lexíu um evruna:
Sagðist King ekki þekkja nein dæmi í sögunni um myntbandalag sem hefði lifað af án þess að hafa orðið að einu ríki (e. full political union). Ef ekki væri vilji til þess að taka það skref væri betur heima setið.
og
King sagði ekki hægt að fara út í ævintýri eins og evrusvæðið án þess að vera heiðarlegur við kjósendur og tjá þeim hvað því myndi fylgja.
Sem sagt; evran verður ekki varanlegur gjaldmiðill nema með Stór-Evrópu.
Benni og aðrir evru- og orkupakkasinnar fá ítrekað stafað ofan í sig hvert ESB stefnir. Þeir vilja bara ekki skilja.
![]() |
Vissu að evrusvæðið myndi leiða til efnahagserfiðleika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 8. maí 2019
Peningar fyrir fullveldi
Þriðji orkupakkinn veitir ESB aðgang að ákvörðunum um náttúruauðlind okkar. Við verðum aðili að orkusambandi ESB, sem hefur það að yfirlýstu markmiði að ,,útrýma orkueyjum" með samtengingu raforkukerfa.
Sæstrengur verður lagður til Íslands, það er yfirlýst stefna orkusambands ESB. Peningar eru í boði:
ESB býður fjárstuðning, auk annars stuðnings, til að byggja nútímalegt og samhæft orkukerfi um alla Evrópu
EU funding and other forms of support are helping to build a modern, interconnected energy grid across Europe.
Atvinnulífið hugsar um skammtímahagsmuni þegar það vill fórna fullveldi fyrir peninga. En það er einmitt á grunni fullveldis og forræðis þjóðarinnar á náttúruauðlindum sem Ísland er öfundsvert land að búa í. Orkunýlenda ESB er ekki hugguleg framtíðarsýn.
![]() |
Segja samstarf um orkumál nauðsyn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 7. maí 2019
Áslaug, smámálið þitt er stórt, stærra en flokkurinn
Áslaug Arna og forysta Sjálfstæðisflokksins reyndi að selja þjóðinni þriðja orkupakka ESB sem smámál - sem tæki vart að ræða.
Það átti að læða orkupakkanum í gegnum þingið án umræðu undir þeim formerkjum að yfirvöld vissu betur en almenningur hvað þjóðinni væri fyrir bestu.
Áslaug Arna og forysta Sjálfstæðisflokksins eru óðum að átta sig á að smámálið þeirra vekur upp pólitíska umræðu um fullveldi þjóðarinnar yfir mikilvægri náttúruauðlind.
Umræðan fer fyrst og fremst fram á bloggi og samfélagsmiðlum, en þar er orðið frjálst.
Það er ódýrt af Áslaugu Örnu að gera ,,fjárhagslegt bakland" andstæðinga orkupakkans að meginatriði.
Auðmenn sem ætla að græða á orkusölu um sæstreng eru í liði Áslaugar Örnu; djúpríki embættismanna sömuleiðis.
Almenningur er aftur á móti orkupakkanum.
![]() |
Mikið fjárhagslegt bakland andstæðinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 7. maí 2019
Neyðarfíkn vinstrimanna: frá fjölmenningu til helfarar náttúrunnar
Fíkn í neyð er faðirvor vinstrimanna allt frá 19. öld. Þegar tækniframfarir og kapítalismi bættu lífskjörin, fyrst á vesturlöndum en síðar í öðrum heimshlutum, fóru vinstrimenn hamförum í leit að nýrri neyð til að velta sér upp úr.
Síðustu áratugi er það neyð framandi menningarheima, t.d. íslam, sem vinstrimenn vildu mæta með fjölmenningu annars vegar, stórfelldum innflutningi á múslímum til vesturlanda; hins vegar með árásum á fullvalda ríki í miðausturlöndum - Írak, Líbýu og Sýrland. Verkefnið var byggt á þeim tvöfalda misskilningi að múslímar vilji láta bjarga sér úr neyð og að vestrænt samfélag þoli ágenga trúarmenningu í bakgarði sínum.
Eftir Brexit og Trump-sigurinn, hvorttveggja árið 2016, þar sem almenningur afþakkaði fjölmenningu, settu vinstrimenn sig í yfirgír við að boða nýja neyð. Loftslag og náttúra eru nýja neyðarfíknin.
Neyð kallar á yfirvald, stóra-bróður, sem veit hvað fáráðlingunum (almenning) er fyrir bestu. Vinstrimenn eru í innbyrðis uppgjöri við gömlu neyðina til að rýma fyrir þeirri nýju. Ein orusta í stríðinu er niðursöllun vinstriútgáfunnar New Republic á gamaldags vinstrihugsun Adam Gopnik: ,,Loftslagsváin sýnir hve ófullnægjandi gamaldags frjálslyndi er með sínum hægfara smáskammtalækningum."
Vinstrimönnum er ekki nóg að setja loftslagið á válista, náttúran öll er á helvegi, eins og vinstri græni umhverfisráðherrann kynnir fyrir hönd háborgarinnar, Sameinuðu þjóðanna.
Nýjar rannsóknir gefa til kynna að venjuleg fíkn, s.s. í tóbak, áfengi eða eiturlyf, er félagsleg fremur en líffræðileg. Menn eru sem sagt ekki fæddir alkar heldur gefa þeir sig á vald vonds félagsskapar - og vondra hugmynda.
Vinstripólitík, í það stóra og heila, er vondur félagsskapur og enn verri hugmyndafræði; finnur neyð þar sem engin er.
![]() |
Mjög alvarleg mynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 7. maí 2019
Gulli norski, atvinnulífið og alþýðan
Samtök iðnaðarins vilja nota raforku Íslands ,,til verðmætasköpunar innanlands enda sé öflugur iðnaður undirstaða búsetu og verðmætasköpunar."
Guðlaugur Þór utanríkisráðherra vill samþykkja orkupakka þrjú sem opnar fyrir sæstreng til Evrópu. Í ágúst í fyrra fékk Guðlaugur Þór heimsókn frá norskum ráðherra sem lagði honum línurnar.
Nú liggur fyrir að verkalýðshreyfingin og atvinnulífið eru mótfallin innleiðingu 3. orkupakkans. En Gulli utanríkis berst fyrir norskum hagsmunum á Íslandi.
![]() |
Fjórði orkupakkinn mun víðtækari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 06:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 6. maí 2019
Síðasta hálmstrá orkupakkasinna
Þeir sem vilja samþykkja orkupakka þrjú klifa á því að lagaálit mæli með samþykkt. Nú liggur fyrir að fremsti sérfræðingur landsins á sviði EES-samningsins og Evrópurétti, Stefán Már Stefánsson prófessor, segir lögfræðilega rétt að hafna pakkanum.
Orkupakkasinnar, sem iðulega kalla innleiðinguna smámál, eru þar með búnir að tapa síðasta snefli af málefnalegum ástæðum.
Ríkisstjórnin getur ekki haldið áfram að þrjóskast við. Hvorki eru pólitísk né lögfræðileg rök fyrir samþykkt 3. orkupakkans.
![]() |
Lögfræðilega rétt að hafna innleiðingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 6. maí 2019
Ísland hagnast á hlýnun; neyð segir ráðherra Vinstri grænna
Ísland hagnast á hlýnun, segir Stanford-háskóli. Neyðarástand, öskrar ráðherra Vinstri grænna, og heimtar ráðstafanir til að rífa upp blómin i haga aukinna landgæða.
Við þurfum ekki rannsókn frá Stanford til að segja okkur að búsetuskilyrði á Íslandi batna með hlýrra veðurfari. Á gullöld okkar, frá landnámi til um 1300, vorum við mesta siglingaþjóð á norðurhveli jarðar, og þótt víðar væri leitað. Á litlu-ísöld 1300-1900 var landið nær óbyggilegt löngum stundum.
Við þurfum heldur ekki ráðherra Vinstri grænna, og Gulla meðreiðarsvein, að telja úr okkur kjarkinn að reka hér blómlegt þjóðarbú, fullvalda og í sátt við alþjóðasamfélagið.
![]() |
Íslendingar hagnast á hnatthlýnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 5. maí 2019
Gulli fórnar fullveldinu, bjargar loftslaginu
Utanríkisráðherra fórnar fullveldinu með orkupakkanum en vill ólmur bjarga loftslaginu, svona í aukasetningu í yfirlýsingu sem skuldbindur engan.
Orkupakkinn, aftur, er skuldbindandi.
Dálítið eins og loftkenndur vinstrimaður, hann Gulli utanríkis.
![]() |
Veita ekki afslátt af loftslagsmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)