Þórdís og tortímda orkueyjan

Yfirlýst markmið orkustefnu ESB er að tortíma orkueyjum. Það er gert með samtengingu allra orkukerfa þeirra ríkja sem eiga aðild að orkustefnu ESB. Í evrópskri umræðu er markmiðið útskýrt svona:

The goal of a real internal energy market requires a fully integrated electricity grid that has eliminated ‘energy islands’ of EU countries not connected to the rest of the grid, and removed bottlenecks.
(Markmið sameiginlegs orkumarkaðar krefst fulls samruna orkukerfa sem tortímir ,,orkueyjum" meðal ESB þjóða sem ekki eru tengdar kerfinu og fjarlægir flöskuhálsa)

Ísland er orkueyja í tvennum skilningi orðsins. Bæði eigum við næga raforku og við erum ótengd raforkukerfi Evrópu. Þriðji orkupakki Þórdísar iðnaðarráðherra og félaga hennar í stjórnarráðinu mun breyta þeirri stöðu í einu vetfangi. 

Tilvitnunin hér að ofan er í evrópsku umræðuna fyrir fjórum árum. Síðan vinnur ESB jafnt og þétt að útfæra framkvæmdina. Núna í apríl, fyrir rúmri viku, tilkynnti ESB nýtt orkusambandi undir fyrirsögninni: Orkusambandið, frá hugsjón til veruleika (The Energy Union: from vision to reality).

Viðskiptatímaritið Forbes útskýrir veruleika orkustefnu ESB með þessari fyrirsögn: ESB flytur vald yfir orkumálum frá höfuðborgum [aðildarríkja] til Brussel.

Hér ber allt að sama brunni. Ef Ísland innleiðir 3. orkupakka ESB erum við orðin fangar orkustefnu Stór-Evrópu. Með orðalagi Brusselvaldsins yrðum við ,,tortímd orkueyja".


mbl.is Viljandi verið að afvegaleiða umræðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þessi pistill er ákaflega gott dæmi um það sem ráðherra á við þegar hún talar um að verið sé að afvegaleiða umræðuna viljandi.

Í löggjöfinni sem nú liggur fyrir Alþingi er nákvæmlega ekkert sem færir eitthvert vald héðan til Brussel að finna. En samt er látið að því liggja. Og rökin eru þá þau að tiltekin ákvarðanataka innan ESB, sem Ísland er ekki aðili að, sé að breytast og færast að hluta til Brussel.

Þetta er svona svipað og að halda því fram að á morgun verði sól í Reykjavík af því að það verður sól á Akureyri.

Það sem er alvarlegt við þennan málflutning er að hann er vísvitandi. Páll Vilhjálmsson og aðrir sem hamra á þessu eru ekki svo heimskir eða illa að sér að þeir þekki ekki staðreyndir málsins. En þeim er bara sama um staðreyndir málsins. Þeim finnst það bara sjálfsagt að ljúga.

Hvers vegna?

Þorsteinn Siglaugsson, 18.4.2019 kl. 11:11

2 Smámynd: Júlíus Valsson

 Er þá væntanlegur Landsreglari ESB (National Regulator Authority) eingöngu hugarburður og blekking?

Júlíus Valsson, 18.4.2019 kl. 11:54

3 Smámynd: Júlíus Valsson

...og hvers vegna datt engum í hug að setja fjölmarga fyrirvara við máli fyrr en grasrótin í sjálfstæðisflokknum fór að rífa kjaft?
Hvað ef sama grasrót hefði bara þagað? Er ekki eitthvað gruggugt við svona stjórnsýslu? Þarf amatöra til að stjórna landinu?

Júlíus Valsson, 18.4.2019 kl. 11:58

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Markmiðið liggur ljóst fyrir, en þó segja þeir sem styðja O3 að umræðan sé afvegaleidd og ekkert sé í löggjöfinni sem liggur fyrir Alþingi um afsal valds. Þó er öll áhersla lögð á að fá hana samþykkta vegna þess að hún er bara eitt skref af mörgum sem leiða til yfirráða Brussel yfir orkunni. Nauðsynlegt skref fyrir framhaldið. 

En með því að munnhöggvast um aukaatriðin má komast hjá því að svara hvers vegna Ísland verður að samþykkja pakkann. 

Ragnhildur Kolka, 18.4.2019 kl. 12:32

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Innleiðing þriðja orkupakkans skyldar okkur ekki til að leggja sæstreng og það hindrar okkur heldur ekki í því að leggja sæstreng að samþykkja ekki þriðja orkupakkann. Þriðji orkupakkinn breytir engu þar um. Og aðilr frá öðrum EES löndum hafa mátt kaupa orkufyrirtæki hér á landi frá því við gerðumst aðilar að EES samningum fyrir aldarfjórðungi og hefur slíkur aðili keypt hlut í HS orku. Það breytist ekkert í því efni með innleiingu þriðja orkupakkans.

Sigurður M Grétarsson, 18.4.2019 kl. 12:50

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

"Landsreglari", Júlíus. Hvað er það? Hvar kemur fram að þetta embætti verði sett á fót (látum liggja milli hluta hvort orðskrípið sem þú nefnir yrði nafn þess)? Og hvaða hlutverki á þetta embætti að gegna?

Þorsteinn Siglaugsson, 18.4.2019 kl. 13:10

7 Smámynd: Júlíus Valsson

https://ec.europa.eu/energy/en/topics/markets-and-consumers/market-legislation

Júlíus Valsson, 18.4.2019 kl. 14:20

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Júlíus. Hvar í löggjöfinni, sem nú er verið að innleiða, kemur fram uppsetning þessa embættis hér á landi?

Þorsteinn Siglaugsson, 18.4.2019 kl. 14:30

9 Smámynd: Valur Arnarson

Þeir sem finna ekki staðinn í regluverkinu þar sem lagðar eru á okkur þær skyldur að leggja sæstreng, og þar með tengjast orkumarkaði ESB hafa einfaldlega ekki nennt að lesa regluverkið, en ráðast samt á ritvöllinn og saka aðra um rangfærslur.

Valur Arnarson, 18.4.2019 kl. 16:41

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú veist það Valur að það eru engar skyldur lagðar á okkur varðandi lagningu sæstrengs. Þú veist líka að allur áróðurinn um að hér verði komið upp einhverju nýju embætti "landsreglara" er út í loftið. 

Það virðist ávallt þannig í þessari umræðu, að þegar beðið er um skýran rökstuðning fyrir staðhæfingunum verður lítið um svör. Í besta falli vitna áróðursmenn hver í annan. Enginn þeirra virðist í rauninni vita neitt um málið.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.4.2019 kl. 16:45

11 Smámynd: Valur Arnarson

Ég hvet alla til að lesa greinar 7 og 8 í regluverki 713/2009 og svo lið 5) í inngangi sama regluverks. Það er gagnlegast að lesa inngangana í þessum ESB reglum,vegna þess að þar koma markmiðin fram. OP3 er markaðspakki og vegna þess er skýrt kveðið á um það í 713 að við eigum að fjarlægja allar hindranir á vegi viðskipta með orku yfir landamæri. Í grein 8 í sömu reglum er svo talað um grunnvirki yfir landamæri. Okkar helstu sérfræðingar í Evrópurétti hafa bent réttilega á að í þessu felist framsal á ríkisvaldi. 

Valur Arnarson, 18.4.2019 kl. 16:49

12 Smámynd: Valur Arnarson

Þorsteinn. Við rífumst ekki um staðreyndir. Þær blasa við okkur. 

Valur Arnarson, 18.4.2019 kl. 16:51

13 Smámynd: Valur Arnarson

Ef við samþykkjum 713, þá skuldbindum við okkur til að leggja sæstreng. Án 713, er sú ákvörðun í okkar höndum. Umræðan um sæstrenginn snýst um hag almennings og lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Samkvæmt skýrslunni sem gerð var af starfshópi iðnaðarráðherra árið 2016, þá er alveg ljóst að rafmagnsverð myndi hækka til allra, sem kemur verst niður á almenningi og smærri fyrirtækjum sem eru háð raforku.

Valur Arnarson, 18.4.2019 kl. 16:56

14 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ákvæðinu varðandi tengivirki yfir landamæri er frestað Valur, og til að það taki gildi þarf sérstakt samþykki þingsins. Þetta vitum við báðir.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.4.2019 kl. 17:09

15 Smámynd: Valur Arnarson

Þorsteinn. Um það snýst málið. Þetta er eitthvað sem þingið ætti alls ekki að samþykkja. Frekar ætti að hafna þessum reglum, þá virkjast ákvæði EES samningsins sem segja til um að hægt sé að vísa málum aftur til sameiginlegu EES nefndarinnar þar sem hægt er að fá varanlega lausn sem er þess eðlis að skýrt sé kveðið á um að við ætlum ekki að vera hluti af orkumarkaði Evrópu. 

Valur Arnarson, 18.4.2019 kl. 18:18

16 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þingið er ekki að fara að samþykkja sæstrenginn með þessari löggjöf Valur. Og það er svo fjarri því að það sé eitthvað sjálfsagt að við segjum okkur bara frá þessum sameiginlega markaði, verandi í EES.

Það er raunar þannig að með þessari löggjöf verður erfiðara, ekki auðveldara, að leggja sæstreng, því núna þarf þingið ekki að samþykkja slíkt, en eftir innleiðinguna þarf þess.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.4.2019 kl. 20:16

17 Smámynd: Valur Arnarson

Þorsteinn. Ætli einhver sér að leggja sæstreng hér, þá gerir hann það á grundvelli EES samningsins, íslensk lög hafa ekki sama gildi gagnvart EFTA dómstólnum, ákveði ESA að höfða skaðabótamál gegn okkur. Það er þannig sem tveggja stoða kerfið virkar. 

Valur Arnarson, 18.4.2019 kl. 21:43

18 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvað þá um allar staðhæfingarnar um að innleiðing þriðja orkupakkans leiði til þess að hingað verði lagður sæstrengur? Er þetta ekki komið í einhvern hring hjá ykkur félögunum Valur minn?

Þorsteinn Siglaugsson, 18.4.2019 kl. 23:58

19 Smámynd: Valur Arnarson

Nei, Þorsteinn. Við erum að innleiða regluverk 713 í EES samninginn. Aðilar sem ætla að leggja hér sæstreng geta kvartað í ESA á grundvelli EES samningsins ef Alþingi ætlar að hafna lagningu hans, EFTA dómstóllinn dæmir eftir EES samningnum. Ekki eftir íslenskum lögum.

Valur Arnarson, 19.4.2019 kl. 07:09

20 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ein rökin með þessum pakka hafa verið að sú að það skipti og breyti engvu fyrir

Íslendiga þó hann sé samþykktur.

Til hver þá að vera að samþykja eitthvað úr því það skiptir engvu máli..?

Allt sem kemur frá Brussel er varhugavert og það er alltaf, undanteknigalaust,

krókur á móti bragði.

Svo einfallt er það. 

Sigurður Kristján Hjaltested, 19.4.2019 kl. 10:00

21 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þorsteinn kemur að kjarnanum hér í athugasemdum, ákvæðinu um tengingu milli landa er frestað.

Eins og flestir vita er frestun frestun. Tími frestunar líður og þá er engin frestun!

Best er auðvitað að hafna. Þá þarf ekki að rífast um hvort frestun stenst né heldur hvað skuli gera þegar frestun lýkur

Gunnar Heiðarsson, 19.4.2019 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband