Útsendari Gulla kjaftar af sér; eftir 3. orkupakka kemur fjórði

Útlent vitni leitt fram af Gulla utanríkis segir of seint sé að mótmæla 3. orkupakkanum. Af þessu leiðir er ekki heldur hægt að mótmæla þeim fjórða þegar að honum kemur.

Nauðhyggjan sem Carl Bau­den­bacher, fyrr­ver­andi for­seti EFTA-dóm­stóls­ins, mælir er samofinn ESB. Þeir smáu eiga að láta undan vilja þeirra stóru.

ESB ætlar sér að útrýma orkueyjum eins og Íslandi. Og almenningur á að halda kjafti, upplýsta einveldið í Brussel veit best.

Lýðræðið má nota til að útrýma vondu stjórnvaldi sem bregst almannahagsmunum. Þingflokkar á alþingi, sem afsala náttúruauðlindum landsins til útlendinga, verða skotmörk í næstu þingkosningum.

Útsendari Gulla kjaftaði nefnilega af sér. Við vitum núna að fjórði orkupakkinn er á leiðinni. Til að koma honum fyrir kattarnef þarf nýtt fólk á alþingi.


mbl.is Skaðabótaskylda eintóm fantasía
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sæstrengur Heiðars Más og fall Sjálfstæðisflokksins

Eftir innleiðingu 3. orkupakkans mun Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir leita hófanna með að leggja sæstreng til Evrópu. Það eru gamlar fréttir; þegar árið 2010 er Heiðar Már orðinn áhugasamur um sæstreng.

Heiðar Már á hlut í HS-Veitum og bíður eftir græna ljósinu frá Gulla, Bjarna og Þórdísi, ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, að hefja undirbúning að sæstreng. Ráðherrarnir þykjast í orði kveðnu gæta samskipta Íslands við útlönd og ekki þjónusta auðmenn. Veruleikinn mun svipta hulunni af þeirri blekkingu.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn innleiðir 3. orkupakkann verður öllum almenningi það ljóst sem reynt er að fela. Að nafninu til er Sjálfstæðisflokkurinn vettvangur almannahagsmuna; í reynd verkfæri fésýslumanna að koma ár sinni fyrir borð.


Bloggfærslur 9. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband