Heiðar Már þegir um sæstreng, bíður eftir Gulla og 3OP

Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir byrjaði að tala um sæstreng fyrir níu árum, eða 2010. Heiðar Már byggir upp stöðu í orkugeiranum á´síðustu árum, m.a. í gömlu Hitaveitu Suðurnesja.

Ólíkt þingflokki Sjálfstæðisflokksins fylgist Heiðar Már með þróun orkumála í ESB. Hann veit sem er að raforka er mun dýrari í Evrópu en á Íslandi. Yfirlýst stefna ESB er að tengja á milli orkuríkra svæða, t.d. Íslands og Noregs, og orkufátækra meginlandsþjóða.

En hvers vegna þegir Heiðar Már sem fastast upp á síðkastið um sæstreng? Jú, hann er að bíða eftir samþykkt 3. orkupakkans. Gulli utanríkis á að sjá um þá hlið málsins.

Gulli sjálfur leggur áherslu á að menn tali ekki um mögulegar nýjar virkjanir í bili. Eiginkona hans keypti jörð á virkjunarsvæði Búlandsvirkjunar árið 2015, þegar ljóst var hvert stefndi með nýtt orkusamband ESB, en Gulli segir núna:

Allt tal um að mín fjöl­skylda hagn­ist á Bú­lands­virkj­un, hvað þá um millj­arða króna, er fjar­stæðukennt. Bú­lands­virkj­un er ekki í ork­u­nýt­ing­ar­flokki nú­gild­andi ramm­a­áætl­un­ar. Hvorki ég né fjöl­skylda mín eig­um nokkra aðild að áform­um um þá virkj­un. Ef svo ólík­lega færi að hún yrði að veru­leika yrðu áhrif­in á Tungufljót og um­hverfi þess afar nei­kvæð. Von­andi eru all­ar hug­mynd­ir um þessa virkj­un út af borðinu um alla framtíð. Um það erum við fjöl­skyld­an öll sam­mála.

Gulli sér sjálfan sig sem skógræktarbónda í framtíðinni en ekki sæstrengsauðmann. Og jólasveinar koma til byggða í júlí.


mbl.is Helmingur andvígur orkupakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styrmir; flokksmenn bjargi XD frá forystunni

Forysta Sjálfstæðisflokksins er höndum fólks sem kaupir sérfræðiálit frá útlöndum til að segja Íslendingum hvað þeim sé fyrir bestu í fullveldismálum.

Aldrei í lýðveldissögunni hefur þvílíkt og annað eins gerst, skrifar Styrmir Gunnarsson fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins.

Styrmir og almennir flokksmenn róa lífróður til að bjarga Sjálfstæðisflokknum frá forystunni, sem einbeitt ætlar sér að gera Ísland að orkunýlendu ESB. Forskeytið ,,sjálfstæði" á ekki við um réttan og sléttan orkupakkaflokk Brusselvina.


Fótbolta-Dunkirk

Bæði Liverpool og Spurs voru úr leik í meistaradeildinni. Eftir 0-3 tap í Barcelona annars vegar og hins vegar 0-3 stöðu í Amsterdam fyrir síðustu 45 mínútur af 180 mínútna leiktíma.

En Liverpool vann seinni leikinn fjögur núll og Spurs skoraði þrjú í seinni hálfleik. Sigur andspænis ósigri í Evrópu er Dunkirk-þema frá seinna stríði þegar breski herinn bjargaði sér frá tortímingu herja Hitlers.

Fótbolta-orustur eru saklausari en bardagar með sprengjum og stáli. Tilfinningar áhorfenda eru þó sömu ættar. Sigur gefur stolt, tap er niðurlægjandi. Það sem gerist á vígvellinum fær djúpa pólitíska merkingu heima fyrir. Sigursælir rómverskir herforingjar með pólitískan metnað fóru sigurför um borgina eilífu og sýndu herfangið. 

Alenskur úrslitaleikur er niðurlæging fyrir meginlandið. Evrópu-dollan er herfang sem fær virðingarskrúðgöngu annað hvort í London eða Liverpool. Handan Ermasunds sitja hnípnar þjóðir í vanda og líður eins og Brexit sé frágenginn breskur sigur, - án þess að Trump þyrfti að lyfta litla fingri. Enda spilar hann annars konar fótbolta.


mbl.is Sögulegt afrek hjá ensku liðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband