Orkupakkinn er Brexit-gildra XD

Siðir breytast og samfélagsgildi þróast. Stjórnmálaflokkar sem verða viðskila við kjörfylgi sitt lenda í tilvistarvanda.

Breski Íhaldsflokkurinn er að liðast í sundur sökum þess að þinglið og forysta varð viðskila við kjósendur, sem vildu fullfremja Brexit, úrsögn úr ESB. Ráðandi öfl í flokknum vildu halda Bretum í klóm ESB. Afleiðingin er öllum kunn, gamall flokkur er kominn á vonarvöl.

Í orkupakkanum stendur Sjálfstæðisflokkurinn frammi fyrir Brexit-gildru. Ef ráðandi öfl fá sínu framgengt, og orkupakkinn verður knúinn í gegn, heggur það í grunnfylgi flokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn getur illa bætt sér upp þá kjósendahópa sem yfirgefa flokkinn vegna orkupakkans. Það er ekki líklegt að kjósendur Samfylkingar krossi við XD. Aftur gæti viðreisnarfylgi snúið heim, en það er varla upp í nös á ketti.

Um aldamótin var talað um tvo turna í íslenskum stjórnmálum. Yngri turninn, Samfylking, féll með brauki og bramli 2013. Sá eldri, Sjálfstæðisflokkur, fer brátt sömu leið. Evrópumál fella báða turnana. Forysta beggja flokka er ESB-sinnuð en almenningur ekki.

 

 


XD fagnar í Fréttabl., Styrmir á Austurvelli

90 ára afmælisgrein formanns Sjálfstæðisflokksins birtist í Fréttablaðinu. Morgunblaðið birti grein eftir Sigríði Andersen, sem var hrakin úr ríkisstjórninni til að þóknast vinstraliðinu.

Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins lengstan hluta lýðveldissögunnar, flutti ávarp á Austurvelli þar sem framsali á náttúruauðlindum var mótmælt. Á meðan fönguðu bernskir flokksmenn í Valhöll.

Fréttablaðið túlkar sjónarmið auðmanna og hefur gert frá tímum útrásar. 90 ára afmælisgrein Bjarna Ben. í auðmannaútgáfunni er til marks um hvar fyrrum móðurflokkur íslenskra stjórnmála leitar athvarfs.

Morgunblaðið er eldra en Sjálfstæðisflokkurinn og hefur sótt fullveldi og varið sjálfstæði þjóðarinnar lengur og betur en flokkurinn. 

 

 


mbl.is Þingmenn að „bregðast þjóð sinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband