Trú, firring og hagnaðarvon

Falstrúin á manngert veðurfar skapar viðskiptatækifæri. Í stjórnarsamstarfinu skaffa Vinstri grænir trúarbrögðin og sjálfstæðismenn eru meira en tilbúnir að taka þátt í leiknum - út á prósentur auðvitað.

Trúarsetningin um manngert veðurfar er orðin álíka viðurkennd og hugmyndin um himnaríki og helvíti á miðöldum.

Maðurinn er náttúruafurð rétt eins og veðurfarið. En það er hægt að gera sér mat úr trúgirni fólks. Kaþólska kirkjan kunni það á miðöldum og seldi aflátsbréf. Núna er verslað með mengunarkvóta.

  


mbl.is 21. öldin ekki bara um hagvöxt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Katrín vonar, Miðflokkurinn býður eina svarið

Katrín forsætis vonar að ekki verði lagður sæstrengur til Íslands. Sú von veikist ef 3. orkupakki ESB verður innleiddur í íslensk lög.

Orkupakkinn færir ESB forræði yfir hvernig raforkumálum skuli háttað hér á landi. 

Eina raunhæfa leiðin til að tryggja að ekki verði lagaður sæstrengur er að hafna orkupakkanum. Ágætis byrjun er að fresta orkupakkamálinu.


mbl.is Miðflokksmenn einir í salnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband