Össur: já, sæstrengur - Egill: nei, varla

Vinstrimenn eru tvístígandi um sæstreng, fái þeir 3. orkupakkann samþykktan á alþingi. Össur vill gjarnan sæstreng en Egill Helga er tvístígandi.

3. orkupakkinn er forsenda sæstrengs. Það vita allir, nema þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem fara að hætti strútsins og stinga höfðinu í sandinn.

Ef því sem umræðan eykst um orkupakkann, þökk sé Miðflokknum, vex andstaðan.

Breiðfylkingin gegn valdaframsali orkumála til Brussel festist í sessi sem stjórnmálafl eftir því sem málið dregst á langinn. 

 


Valdleysi lægsta samnefnara

Ráðherrar töluðu ekki á eldhúsdegi, sem þó er gagngert ætlaður til að útskýra stjórnmál fyrir almenningi. Ég-veit-ekki ástand einkennir ríkisstjórnina.

Stóra málamiðlunin, samstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna, leitaði í lægsta samnefnara. Lið sem liggur í vörn skorar ekki og nær í mesta lagi jafntefli.

Í minnihlutanum er alls enginn samnefnari, þess vegna þarf stjórnin ekki að óttast samanburðinn. Miðflokkinn býður aftur upp á pólitík er hreyfir við fólki.

Áhrifavald í stjórnmálum fæst með hugmyndum sem fólk skynjar, fremur en skilur, að skipti máli. Lægsti samnefnarinn drepur hugmyndir.

 

 

 


mbl.is Stjórnmálin krufin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djúpríkið tapar, ASÍ andstaða klýfur vinstrimenn

Einörð andstaða ASÍ og verkalýðshreyfingarinnar gegn 3. orkupakkanum klýfur vinstriflokkana, sem leggja til frestun á innleiðingu orkustefnu ESB. Umræðan í þjóðfélaginu og á alþingi, undir forystu Miðflokksins, hefur leitt í ljós að stuðningur við orkupakkann er hverfandi.

Djúpríki embættismanna reyndi að læða orkupakkanum framhjá umræðunni undir þeim formerkjum að um væri að ræða tæknilega útfærslu, ekki framsal á fullveldi yfir náttúruauðlind. Þegar það brást var hótað að EES-samningurinn kæmist í uppnám.

ASÍ og almannasamtök eins og Orkan okkar mættu falsfréttum og hótunum djúpríkisins með upplýsingum og umræðu sem jafnt og þétt hefur leitt í ljós að innleiðing orkupakkans yrði upphafið að endi fullveldis þjóðarinnar í orkumálum.

Pólitískar afleiðingar umræðunnar koma í ljós á næstu vikum, mánuðum og misserum. Orkupakkasinnar standa þar höllum fæti. Djúpríkið á sér formælendur fáa, það sést á flótta vinstriflokkanna á alþingi frá 3. orkupakkanum.

 


mbl.is Leggja til frestun orkupakkans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband