Trú, fótbolti og upphafning

Skíðamessa, hestamessa og fótboltamessa eru tilbrigði við veraldlegt stef kirkjunnar. Hugmyndin er að taka þátt í daglegu amstri og hversdagsiðju fólks. 

Fyrr á tíð var trú upphafning. Fólk hvarf frá dægurvafstrinu og átti samfélag með eilífðinni, þó ekki nema væri í augnablik.

Trú er hversdags. Siðferði okkar er kristið. Án kristni er menning okkar óskiljanleg.

Þegar kirkjan verður æ hversdagslegri leitar fólk að upphafningunni annars staðar. Kannski fyrir framan skjáinn að sjá Liverpool tapa eða sigra. 


mbl.is Framganga Liverpool rímar við kristni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskt rafmagn ekki það sama og evrópskt

Á Íslandi er rafmagn náttúruauðlind sem gerir landið byggilegt. Elstu menn muna eftir rafvæðingu sveitanna á síðustu öld. Rafmagn var risastökk inn í nútímann. Frá upphafi er rafmagn ómissandi innviður samfélagsins. Forræði yfir auðlindinni er fullveldismál.

Síðasta stórvirkjun, kennd við Kárahnjúka, var spurning um líf og dauða Austfjarðabyggða. Án rafmagns og stóriðju töldu margir heimamenn byggðirnar komnar á síðasta söludag.

Í Evrópu er rafmagn aðeins vara, að vísu nauðsynjavara, en ekki náttúruauðlind eða innviður sem brýtur eða bjargar samfélagi. Enn síður telur Evrópa rafmagn til fullveldismála.

Ríkisstjórn Íslands horfir evrópskum augum á rafmagn; sér aðeins vöru sem hægt er að koma í verð. Þorri landsmanna lítur á rafmagn frá íslenskum sjónarhóli og sér ekki vöru heldur náttúruauðlind, byggðir og fullveldi. 

Mistök Gulla utanríkis og félaga í stjórnarráðinu er að setja upp evrópsk gleraugu á íslenskt stórmál. Ríkisstjórnin verður smámál í huga landsmanna þegar þeir átta sig á hvað er í húfi.


mbl.is Ákvæðin sögð þýðingarlaus án sæstrengs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband