XD prinsipplaus í tveim stórmálum

Sjálfstæðisflokkurinn málar sig út í horn í tveim stórum málum; fóstureyðingum og 3. orkupakkanum.

Bæði málin eru um prinsipp. 

Flokkur sem lætur máta sig í meginmálum er ekki líklegur til afreka.


mbl.is Málið frá tíð Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

3OP: flótti frá umræðunni - hættulegur leikur

Orkupakkafólkið á þingi og í ríkisstjórn vill flýja umræðuna og ljúka samþykkt 3. orkupakkans með hraði.

Hraðferðin er hættuleg. Almenningur fær á tilfinninguna að flóttinn sé til marks um að stjórnvöld vilji kæfa umræðu sem er þeim óhagfelld og láta kjósendur standa frammi fyrir orðnum hlut. 

Fylgjendur 3. orkupakkans þreytast ekki á því að segja pakkann smámál. Spurningin vaknar: hvers vegna má ekki fresta smámálinu?

 


mbl.is Málsmeðferðin með öllu óboðleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útburður, fóstureyðing og þungunarrof

Förgun á nýbura var kölluð útburður í heiðni. Þegar landið tók kristni varð að gera málamiðlun við þá heiðnu sem ekki vildu láta af mikilvægum siðum, útburður var einn af þrem sem mátti stunda áfram.

Eftir að læknavísindin komust á það stig að ekki þurfti að bíða eftir fæðingu til að farga barni var farið að tala um fóstureyðingu. Orðið er lýsandi og þjált.

Þungunarrof er aftur orð sem blekkir. Rof á þungun getur orðið af náttúrulegum ástæðum. Líkami konu skolar út misheppnaðri þungun. Með því að kalla fóstureyðingu þungunarrof er látið eins og náttúruferli sé á ferðinni en ekki inngrip af mannavöldum.

Betur fer á því að kalla hlutina réttum nöfnum. 


mbl.is Þungunarrof á dagskrá í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband