Gulli utanríkis: EES er lélegur samningur

Það er einnig okk­ar mark­mið að koma á fullri fríversl­un með fisk en ESB hef­ur þrá­ast við að fella niður tolla á til­tekn­ar fiskaf­urðir,“ sagði Guðlaug­ur Þór í ræðu sinni.

Gulli utanríkis viðurkennir að EES er lélegur samningur.

En samt vill hann færa raforkumál Íslendinga undir EES/ESB.

Hér er eitthvað málum blandið.

 


mbl.is Ekki tekist að lækka tollana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sovét-maðurinn og Sjálfstæðisflokkurinn

Rússneska byltingin var tólf ára þegar Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður. Austur í Moskvu verður til hugmynd um nýja tegund, homo sovieticus. Sovét-maðurinn beygði sig undir marxísk lögmál og þáverandi handhafa sannleikans, Kremlarbændur.

Sjálfstæðisflokknum bar gæfa til hafna sovét-manninum sem fyrirmynd. Eins og Sigríður Andersen skrifar í Morgunblaðið í dag: 

Ég segi ætíð með nokkru stolti frá því að ég er alin upp á miklu sjálfstæðisheimili. Með því á ég við að virðing var borin fyrir sjálfstæði í tvennum skilningi en ekki ótengdum. Fyrir sjálfstæði einstaklingsins. Og fyrir sjálfstæði þjóðarinnar.

Hugmyndin um sovét-manninn féll með Sovétríkjunum fyrir tæpum 30 árum. Í staðinn kom fram ný tegund, Brussel-maðurinn, sem beygir sig fyrir sögulegri nauðhyggju um að þjóðríkið sé að falli komið og yfirstjórn djúpríkis embættismanna sé öllum fyrir bestu.

Sjálfstæðisflokkurinn kolféll fyrir Brussel-manninum. Ráðherrar og þingmenn flokksins, Sigríður Andersen undanskilin, keppast við að telja okkur trú um að reglur frá ESB séu forsenda fyrir þrifnaði íslensks samfélags. Hvort sem um er að ræða kjötinnflutning eða raforkumál; Brussel-maðurinn veit best.

Til lítils var barist gegn sovét-manninum þegar Brussel útgáfan er leidd til öndvegis sem fyrirmynd Sjálfstæðisflokksins.


Bloggfærslur 25. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband