Benni fær lexíu um evru og Stór-Evrópu

Einn helsti hatursmaður krónunnar, Benedikt Jóhannesson fyrrum fjármálaráðherra og umsækjandi um stól seðlabankastjóra fær lexíu um evruna: 

 Sagðist King ekki þekkja nein dæmi í sög­unni um mynt­banda­lag sem hefði lifað af án þess að hafa orðið að einu ríki (e. full political uni­on). Ef ekki væri vilji til þess að taka það skref væri bet­ur heima setið.

og

King sagði ekki hægt að fara út í „æv­in­týri“ eins og evru­svæðið án þess að vera heiðarleg­ur við kjós­end­ur og tjá þeim hvað því myndi fylgja. 

Sem sagt; evran verður ekki varanlegur gjaldmiðill nema með Stór-Evrópu.

Benni og aðrir evru- og orkupakkasinnar fá ítrekað stafað ofan í sig hvert ESB stefnir. Þeir vilja bara ekki skilja.


mbl.is Vissu að evrusvæðið myndi leiða til efnahagserfiðleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningar fyrir fullveldi

Þriðji orkupakkinn veitir ESB aðgang að ákvörðunum um náttúruauðlind okkar. Við verðum aðili að orkusambandi ESB, sem hefur það að yfirlýstu markmiði að ,,útrýma orkueyjum" með samtengingu raforkukerfa.

Sæstrengur verður lagður til Íslands, það er yfirlýst stefna orkusambands ESB. Peningar eru í boði

ESB býður fjárstuðning, auk annars stuðnings, til að byggja nútímalegt og samhæft orkukerfi um alla Evrópu
EU funding and other forms of support are helping to build a modern, interconnected energy grid across Europe.

Atvinnulífið hugsar um skammtímahagsmuni þegar það vill fórna fullveldi fyrir peninga. En það er einmitt á grunni fullveldis og forræðis þjóðarinnar á náttúruauðlindum sem Ísland er öfundsvert land að búa í. Orkunýlenda ESB er ekki hugguleg framtíðarsýn. 


mbl.is Segja samstarf um orkumál nauðsyn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband