54 aukaleikarar á alþingi

3. orkupakkinn er mál næstu áratuga, snýst um forræði þjóðarinnar yfir náttúruauðlind sem við getum ekki verið án ef landið á að vera áfram byggilegt. Öll önnur mál á alþingi eru hégómi í samanburði.

Vinstri græn Bjarkey vekur athygli á því að 54 þingmenn nenna ekki að ræða 3. orkupakkann, en liggur á að játast ESB-valdi í raforkumálum þjóðarinnar.

Þessir 54 þingmenn eru í aukahlutverkum í stóru umræðunni.


mbl.is „Á meðan bíðum við hin 54“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áslaug: sjálfstæðismenn kjósi Miðflokkinn

Áslaug ritari Sjálfstæðisflokksins skrifaði grein í Mogga í gær. Lykilsetning:

Það er ekki hlut­verk Sjálf­stæðis­flokks­ins að standa vörð um úr­elt­ar hug­mynd­ir sem þóttu einu sinni góðar.

Sjálfstæðisflokkurinn sem stofnaður var 1929 tók sér nafn flokks frá heimastjórnartíma sem krafðist fullveldis og sjálfstæðis.

Áslaug ritari nefnir hvorki sjálfstæði né fullveldi í grein sinni sem skrifuð er í tilefni af 90 ára afmæli flokksins.

Ósögð skilaboð ritarans eru þau að þeir sem eru hlynntir fullveldi landsins ættu að snúa sér til Miðflokksins.

Takk fyrir ábendinguna, Áslaug.


Fyrirvaralaus sæstrengur

3. orkupakkinn tengir Ísland við regluverk ESB í raforkumálum. Regluverkinu er miðstýrt með það að markmiði að gera Evrópu að einum orkumarkaði. Í slíku umhverfi geta einstök þjóðríki ekki tekið sjálfstæðar ákvarðanir um sín orkumál.

Ef Ísland vill halda fullveldisrétti sínum í raforkumálum er aðeins ein leið fær.

Að hafna 3. orkupakkanum. 


mbl.is Fyrirvararnir hindra ekki málsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband