Hótun, Björn og Ragnhildur

Björn Bjarnason ræðir við flokkssystur sína Ragnhildi Kolka um 3. orkupakkann. Þau eru ekki sammála um hvort Íslendingum sé hótað, samþykkjum við ekki orkupakkann. Björn segir enga hótun/kúgun en Ragnhildur segir slíka tilburði hafða í frammi.

Hluti af svari Björns er eftirfarandi:

Það hefur aldrei gerst í 25 ára sögu EES-samstarfsins að ríki standi ekki við skuldbindingu sem það hefur samþykkt á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar. Að taka áhættu í þá veru vegna O3 er í senn ónauðsynlegt vegna íslenskra hagsmuna og óskynsamlegt frá pólitískum sjónarhóli vilji menn á annað borð aðild að EES-samstarfinu. (undirstrik. pv)

Undirstrikuðu orðin gefa einmitt til kynna hótun; að ef við samþykkjum ekki orkupakkann hljótum við verra af - EES-samningurinn komist í uppnám.

EES-samningurinn gerir beinlínis ráð fyrir tiltekinni málsmeðferð ef ríki afþakkar aðild að tilteknum lögum eða reglugerðum ESB. Það er meira en sjálfsagt að láta reyna á þessa málsmeðferð, einkum ef tvennt er haft í huga varðandi orkupakka þrjú:

a. Ísland er ekki tengt raforkukerfi ESB, því eru reglur um sameiginlegan orkumarkað okkur óviðkomandi.

b. Í húfi eru þjóðarhagsmunir, yfirstjórn á mikilvægri náttúruauðlind.

Þegar þjóðarhagsmunir eru í húfi eigum við að beita varúðarreglunni: ekki framselja völd yfir íslenskum málefnum til útlanda.


Katrín Jakobs og efinn

Orkupakkinn er krafa ESB um að fá íhlutunarrétt í raforkumál Íslendinga. Um það er ekki deilt. Álitamálið er hve víðtæk áhrifin verða. Ekki er heldur um það deilt að orkupakkinn markaðsvæðir rafmagn og þar með náttúruna; þess sjást þegar merki

Rök þeirra sem vilja samþykkja orkupakkann eru tvíþætt. Í fyrsta lagi að orkupakkinn breyti litlu sem engu og því sé óhætt að samþykkja hann. Í öðru lagi að það litla sem breytist sé jákvætt, samanber að færa rafmagn frá samneyslu í einkarekstur.

Greining ASÍ á orkupakkanum snýst einmitt um áhrif hans á sameign þjóðarinnar á orkuauðlindinni. Raforka er grunnþjónusta sem almannavaldið á að stýra en ekki einkaframtakið.

Deilan um orkupakkann hefur þegar klofið Sjálfstæðisflokkinn í herðar niður. Framsóknarflokkurinn, með Frosta í fyrirsvari Orkunnar okkar og Guðna með sér, er einnig klofinn. Andstaða ASÍ við orkupakkann opnar nýja víglínu sem liggur þvert í gegnum bakland Vinstri grænna. Drífa forseti ASÍ er vinstri græn.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þarf ekki annað en að anda frá sér efasemdum um 3. orkupakka ESB og málið er dautt.

Í grunninn er Katrín varkár stjórnmálamaður og raunsær. Eins og umræðan hefur þróast væri fullkomið stílbrot af hálfu Katrínar að efast ekki um skynsemi þess að innleiða þriðja orkupakkann. 


mbl.is Breytt afstaða ASÍ til ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband