Benni fær lexíu um evru og Stór-Evrópu

Einn helsti hatursmaður krónunnar, Benedikt Jóhannesson fyrrum fjármálaráðherra og umsækjandi um stól seðlabankastjóra fær lexíu um evruna: 

 Sagðist King ekki þekkja nein dæmi í sög­unni um mynt­banda­lag sem hefði lifað af án þess að hafa orðið að einu ríki (e. full political uni­on). Ef ekki væri vilji til þess að taka það skref væri bet­ur heima setið.

og

King sagði ekki hægt að fara út í „æv­in­týri“ eins og evru­svæðið án þess að vera heiðarleg­ur við kjós­end­ur og tjá þeim hvað því myndi fylgja. 

Sem sagt; evran verður ekki varanlegur gjaldmiðill nema með Stór-Evrópu.

Benni og aðrir evru- og orkupakkasinnar fá ítrekað stafað ofan í sig hvert ESB stefnir. Þeir vilja bara ekki skilja.


mbl.is Vissu að evrusvæðið myndi leiða til efnahagserfiðleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ole Bieltved alþjóðafjárfestir hefur rtitað manna mest um nauðsyn upptöku Evru fyrir Íslendinga án mikils árangurs að mér sýnist.

Vera kann að hagfræðilegur bakgrunnur herra Bieltved jafnist ekki alveg við Mr. Mervyn King úr Englandsbanka og þar með að fleiri rök séu á móti upptöku Evru fyrir Ísland alveg á sama hátt að Breta hafa haldið sínu pundi. Sem sýndi sig þó að geta fallið alveg eins og krónan þegar Soros stóð fyrir áhlaupinu á það þá sínum tíma.  

Ég hef alltaf spurt mig þeirrar spurningar hvar við eigum að fá Evrur ef verkalýðurinn setur kaupið of hátt. Við vitum hinsvegar hvar við fáum krónur ef leikreglum verður haldið óbreyttum á íslenskum vinnumarkaði. 

Halldór Jónsson, 8.5.2019 kl. 12:47

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Halldór.

"Ég hef alltaf spurt mig þeirrar spurningar hvar við eigum að fá Evrur ef verkalýðurinn setur kaupið of hátt."

Svar: Hjá erlendu hlutafélagi til heimilis í Frankfürt sem kallast evrópski seðlabankinn.

"Við vitum hinsvegar hvar við fáum krónur ef leikreglum verður haldið óbreyttum á íslenskum vinnumarkaði."

Viltu þá ekki segja okkur hvaðan þær koma?

Guðmundur Ásgeirsson, 8.5.2019 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband