Útsendari Gulla kjaftar af sér; eftir 3. orkupakka kemur fjórði

Útlent vitni leitt fram af Gulla utanríkis segir of seint sé að mótmæla 3. orkupakkanum. Af þessu leiðir er ekki heldur hægt að mótmæla þeim fjórða þegar að honum kemur.

Nauðhyggjan sem Carl Bau­den­bacher, fyrr­ver­andi for­seti EFTA-dóm­stóls­ins, mælir er samofinn ESB. Þeir smáu eiga að láta undan vilja þeirra stóru.

ESB ætlar sér að útrýma orkueyjum eins og Íslandi. Og almenningur á að halda kjafti, upplýsta einveldið í Brussel veit best.

Lýðræðið má nota til að útrýma vondu stjórnvaldi sem bregst almannahagsmunum. Þingflokkar á alþingi, sem afsala náttúruauðlindum landsins til útlendinga, verða skotmörk í næstu þingkosningum.

Útsendari Gulla kjaftaði nefnilega af sér. Við vitum núna að fjórði orkupakkinn er á leiðinni. Til að koma honum fyrir kattarnef þarf nýtt fólk á alþingi.


mbl.is Skaðabótaskylda eintóm fantasía
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta "álit hans" að höfnun orkupakkans hefði neikvæð áhrif á EES samninginn hel ég að sé AKKÚRAT ÖFUGT, ég held að það komi til með að hafa MJÖG NEIKVÆÐ ÁHRIF á EES samninginn VERÐI ORKUPAKKI ÞRJÚ SAMÞYKKTUR.......

Jóhann Elíasson, 9.5.2019 kl. 18:58

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Sjaldan eða aldrei hafa lygar og blekkingar stjórnmálamanna verið eins bersýnilegar og berstrípaðar og í orkapakkamálinu. Þær blasa við öllum og ulla og allt og alla, líka á velviljað fólk sem reynir að líta undan. Af þeim sem eru hlynntir orkupakkanum í sjálfu sér eru ábyggilega ekki margir sem styðja blekkingar, hvað þá hótanir vegna andstöðu við málið. 

Hvað fór úrskeiðis? Eru landsmenn orðnir svo vanir lygunum um fjölmenningu, Ísrael og dásemd fjölbreytileikans að allir eru svo síljúgandi hvorir að öðrum, að fallega klædd lygi þyki fallegri en nakinn og bólugrafinn sannleikurinn?

Skaðinn er skeður. Traustið er horfið. 

Benedikt Halldórsson, 9.5.2019 kl. 19:20

3 Smámynd: Halldór Jónsson

 Spurningin er hvort þessi umræða hefur laskað Sjálfstæðisflokkinn og hversu lengi? Hún hefur haft áhrif á mig.

Halldór Jónsson, 9.5.2019 kl. 20:35

4 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

4.kemur til kynningar í Norska þinginu næsta vetur. Fær áreiðanlega forgang hér.

Guðmundur Böðvarsson, 9.5.2019 kl. 21:37

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Við erum náð það langt að til greina kemur að Sjálfstæðisflokkurinn sé varanlega eyðilagður. Verði 10-12 prósent flokkur það sem eftir er og nái sér aldrei.

Þessu verða menn að gera sér grein fyrir og horfast í augu við.

Það er ekki "umræða" sem hefur laskað flokkinn. Það er pólitík forystunnar sem hefur gert það, og ekkert annað. Umræða eyðileggur ekki flokka, því þá væri xD fyrir löngu dauður flokkur. Það er sjálf forystan sem eyðileggur flokka. Og í þessu tilfelli er hún ónýt og allt þetta fólk verður að fara frá. Allt! Allt út!

Já þetta hefur haft mjög slæm áhrif á mig líka. Mjög slæm. 

Gunnar Rögnvaldsson, 9.5.2019 kl. 22:53

6 Smámynd: Hörður Þormar

Auðvitað hefur ESB "enga hagsmuni" af því að Ísland samþykki þennan orkupakka, en: "haltu kjafti, hlýddu og vertu góður".

Hörður Þormar, 9.5.2019 kl. 23:33

7 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Það er annað leyndarmál sem verður að upplýsa ekki seinna en strax. Svo kemur 5. orkupakkinn. Amatörlögmönnum til upplýsingar þá er unnt að gera athugasemdir við gerðir sem til stendur að að taka upp skv. EES samningnum. Það er gert í EES nefndinni. Einhver hefði átt að segja SDG og Gunnari Braga þetta á sínum tíma. en því miður virðist það hafa farist fyrir. Þess vegna eru þeir núna í sjokki.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 10.5.2019 kl. 10:15

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hér að ofan er Einar að sneiða að Framsóknarflokknum.  Sem er enn í ríkisstjórn, en að vísu með annan formann núna.  Á sömu braut og áður hvað varðar orkupakkann.

Kolbrún Hilmars, 10.5.2019 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband