Tvær Katrínur spila á ótta vegna Brexit og Trump

Katrín forsætis og Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar eru báðar slegnar ótta vegna gerbreyttrar stöðu alþjóðamála í kjölfar Brexit og Trump-sigurs, hvorutveggja fyrir þrem árum.

Endurmat á stöðu alþjóðakerfa sem byggðust upp eftir seinna stríð stendur yfir. Enginn veit hver niðurstaða endurmatsins verður.

Óskynsamlegt er að mála sig út í horn og ríghalda í fallandi alþjóðahyggju. Nær væri að meta rausætt stöðu mála út frá íslenskum hagsmunum. Og umfram allt að sýna varkárni og tefla ekki fullveldi okkar í tvísýnu með því að framselja það til útlanda.


mbl.is Sagði stoðir alþjóðlegs samstarfs titra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósjálfstæðisflokkur djúpríkisins

Sjálfstæðisflokkurinn fórnaði innihaldinu fyrir ásýndina. Áferðafalleg forysta flokksins felur þá staðreynd að móðurflokkur íslenskra stjórnmála er verkfæri embættismanna djúpríkisins.

Djúpríkið vildi ekki draga ESB-umsókn Jóhönnustjórnarinnar tilbaka. Djúpríkið vill innleiða 3. orkupakkann til að færa náttúruauðlindir Íslands undir valdamiðstöðina í Brussel.

Þeir stjórnmálamenn sem fá framgang innan flokksins en eru djúpríkinu ekki þóknanlegir, Hanna Birna og Sigríður Andersen, eru umsvifalaust skotnir í kaf. Þægu og stilltu krakkarnir fá að sitja áfram. Börnin í klíku djúpríkisins eru aftur sannfærð um að heimurinn sé þeirra.

Djúpríkið er með það sterk tök á flokknum að þingflokkur sjálfstæðismanna þegir þunnu hljóði um mesta álitamál íslenskra stjórnmála frá Icesave, - 3. orkupakkann.

Þegar það rennur upp fyrir kjósendum að Sjálfstæðisflokkurinn er skrautlegar umbúðir um nakið embættismannavald snúa þeir baki við flokknum í meira mæli en í kosningunum strax eftir hrun. Það er einfaldlega ekki eftirspurn eftir leikbrúðum í búningi stjórnmálamanna.

Það hlakkar í öðrum stjórnmálaflokkum að horfa á Ósjálfstæðisflokk djúpríkisins taka á sig mynd pólitísks ómöguleika. Það verður aldeilis upplit á sætu krökkunum í brúnni á mb. XD þegar ískaldur veruleikinn rífur byrðinginn og fleyið sekkur í beinni útsendingu á kosninganótt.  


mbl.is Þekkingarleysi eða vísvitandi blekking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Unga EES-fólkið er gamaldags

EES-samningurinn er frá síðustu öld, viðbrögð við pólitískum aðstæðum sem voru þá ríkjandi. Unga fólkið  í auglýsingu Fréttablaðsins rígheldur í gamaldags alþjóðahyggju sem er komin fram yfir síðasta söludag.

Texti auglýsingarinnar staðfestir úrelt viðhorf íslensku unglinganna:

Í aðdrag­anda þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar í Bretlandi um úr­sögn Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu og í for­seta­kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um 2016 svaf ungt fólk á verðinum með af­leiðing­um sem eru öll­um ljós­ar.

Brexit og sigur Trump er samtímapólitík. Vörn fyrir valdablokk eins og ESB og bandaríska útþenslustefnu tilheyrir 20. öldinni.

Auglýsingaungmennin 272 ættu að drífa sig inn í 21. öldina og glíma við verðugri verkefni en að berjast fyrir veröld sem var.


mbl.is Ungt fólk sem styður EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband