Sæstrengur Heiðars Más og fall Sjálfstæðisflokksins

Eftir innleiðingu 3. orkupakkans mun Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir leita hófanna með að leggja sæstreng til Evrópu. Það eru gamlar fréttir; þegar árið 2010 er Heiðar Már orðinn áhugasamur um sæstreng.

Heiðar Már á hlut í HS-Veitum og bíður eftir græna ljósinu frá Gulla, Bjarna og Þórdísi, ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, að hefja undirbúning að sæstreng. Ráðherrarnir þykjast í orði kveðnu gæta samskipta Íslands við útlönd og ekki þjónusta auðmenn. Veruleikinn mun svipta hulunni af þeirri blekkingu.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn innleiðir 3. orkupakkann verður öllum almenningi það ljóst sem reynt er að fela. Að nafninu til er Sjálfstæðisflokkurinn vettvangur almannahagsmuna; í reynd verkfæri fésýslumanna að koma ár sinni fyrir borð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Þessi rógburður um hvað ræður afstöðu okkar sjálfstæðismanna frá þér og öðrum Pútíndýrkendum er að verða heldur hvimleiður. Í mínum flokki ræðst afstaðan ekki af afkomu fésýslumanna. Við viljum einfaldlega hafa utanríkisstefnu þar sem hagsmunir Íslands ráða. Ekki draumóra sem hrekja okkur í fang ESB.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 9.5.2019 kl. 09:23

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Elsku Einar.

Af hverju gefur þú ekki upp taxtann??

Vona þín vegna að þú seljir þig ekki ódýrt, annað væri svo lásý.

En útseld vinna gefur þér ekki þann rétt að tala í nafni sjálfstæðisfólks, lögfræðiskrifstofa þín heitir ekki því nafni, og allavega ennþá er skjalafals ólöglegt.

Svo er ljótt að bulla.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.5.2019 kl. 10:14

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Nú eru síðustu forvoð að bjarga sjálfsstæðinu. Nú er allra síðasta tækifæri fyrir venjulegt fólk sem ekki er partur af hinni nýju glóbal elítu, að sýna samstöðu sem íslendingar og hafna orkupakkanum. Þegar sigur er í höfn getum við svo haldið áfram að rífast og vera ósammála í pólitík. Ef orkapakkinn verður samþykktur munum við aldrei fá neitt um ráðið um nokkurn skapaðan hlut og þá er ekkert til að rífast um. Við munum bara standa hjá eins og hengilmænur á meðan aðrir ráðskast með okkar líf frá vöggu til grafar - í okkar nafni.

Það er sótt að þjóðríkjum úr öllum áttum, frá vinstri og hægri. Æ fleira fólk er hætt að líta á sig sem íslendinga og á enga samleið með okkur hinum sem höfum ekki alþjóðlegt ríkisfang og eigum ekkert athvarf hjá global fólkinu.

Tilgangurinn með því að leggja niður þjóðir er að lama samstöðu þegnanna að hætti heimska Hans sem lærir ekkert af reynslunni en gerir bara allt öfugt miðað við síðustu ógöngur.  

Margir munu "hagnast" á meðan þjóðríkið er bútað niður. Það er skrautlegur hópur, allt frá byltingarsinnum sem hata samfélagið til gróðapunga sem nenna ekki í samkeppni og gerast áskrifendur að óþrjótandi gullnámu til eilífðarnóns. Fyrstir koma fyrstir fá.  

Íslendingar eru sérfræðingar í hegðun hvors annars eftir áratuga "sambýli". Þegar sumir fara að haga sér öðruvísi en vanalega vekur það óneitanlega athygli. Hvað í veröldinni er í gangi? Getur verið að ráðstefnan í Marokkó hafi verið eins konar andlegt ferðalag elítunnar sem fór með sameiginlega glóbal trúarjátningu?

Af hverju þegja þeir sem eru vanir að öskra þegar það gæti hugsat að mosa yrði drekkt? Eru menn á lyfjum? Hvað drukku menn í veislunni í Marokkó? Var skipst á gjöfum, markmiðum, faðmlögum og fullveldi sinna ríkja. Vinstri öfgamenn jafnt sem hardkor glóbal gróðapungar sameinast í þögn og bæn um að orkupakkinn verði samþykktur?  

Það er hluti af lýðræðinu að hafna góðum tilboðum. Ef það koma hótanir á eftir höfnun og menn láta eins og ofbeldismenn sem stunda heimilisofbeldi og ýmist grátbiðja snöktandi plís, plís, plís eða hóta öllu illu - á að sjálfsöðgu að hafna hinu hinu "góða" tilboði.  

Þegar við fáum tilboð sem megum ekki hafna - höfnum við því.

Þegar við erum spurð er ágætt að láta reyna á lýðræðið og segja nei ef okkur grunar að ekki sé allt með felldu, ef neiinu er tekið vel, má alltaf skipta um skoðun seinna. 

Allt varð vitlaust þegar neiin fóru að streyma til orkapakkafólks. Þess vegna eigum við að hafna orkupakkanum með öllu. Okkur liggur ekkert á. Við getum hugsað málið næstu árin. 

Benedikt Halldórsson, 9.5.2019 kl. 11:07

4 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Vonandi sjáið þið í hvaða félagskap þið eruð, Halldór Jónsson, Ívar Pálsson, Elinóra og aðrir félagar mínir í Sjálfstæðisflokknum. Athugasemd þessa manns við skrif mín er talandi dæmi. Er þetta málflutningur sem þið viljið kenna ykkur við eða hvað?

Einar Sveinn Hálfdánarson, 9.5.2019 kl. 11:12

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Alveg er furðulegt að fylgjast með einstaklingum, eins og t.d. þessum Ómari Geirssyni, væna menn um mútuþægni, af því einu, að þeir hafa kynnt sér mál, og sjá því í gengum áróðurinn sem hann sjálfur gleypir vitanlega við alveg hugsunarlaust og hamast svo við að dreifa eins og mykju allt í kringum sig.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.5.2019 kl. 11:36

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Jæja gáfumenni, Þorsteinn og Einar.

Er það alltí einu orðin mútuþægni að sinna vinnu sinni?

Ég spurði þig Einar mjög kurteislega hver útseld vinna þín væri, það er öllum svo augljóst að þú ert í vinnunni, og sú vinna byrjaði á einhverjum tímapunkti áður en þú birtir þína frægu grein í Morgunblaðinu, sem enginn skyldi.   Allt í einu var gamli ICEsave andstæðingurinn farinn að vitna í kommissara Brussel um að orð þeirra væri ígildi lagalegs texta, sem er náttúrulega lögfræðilega hálfvitaleg fullyrðing, en í ljósi ICEsave deilunnar og hvernig kommissarnir beittu sér í þeirri deilu í þágu ólöglegra krafna breta og Hollendinga, fáránleg fyrir þann hóp sem þú varst að höfða til.

En þegar Björn Bjarnason vitnaði í greinina í pistli sínum strax á eftir, sem dæmi um þarna hefði nýr tónn verið sleginn í orkupakka umræðunni, nýtt sjónarmið komið fram, að sjálfur Einar lögfræðingur hefði vitnað i kommissarann, að þá var ljóst að þarna var um samspil að ræða.

Sem með hverri greininni og hverri athugasemd í netheimum, augljósra að þú ert bara í vinnunni, og ekkert af því, fólk þarf jú að hafa í sig og á.

En þú talar ekkert í nafni sjálfstæðismanna, þú ert að vinna gegn þeim.  Og rökþrot þitt er svo mikið að þú sakar Pál um rógburð, þegar hann vitnar í sannarleg hagsmunatengsl, og eins og það sé ekki nóg, þá klínir þú hann stimpli sem á að hræða, hann er Pútíndýrkandi, og ert þá að vísa í skynsamlegar greinar hans um deilu Rússa annars vegar og Úkraínskra þjóðernissinna hins vegar.

Og síðan bullar þú um utanríkisstefnu þar sem hagsmunir Íslands ráða, þegar er verið að verjast afsali þjóðarinnar á orkuauðlindum hennar.

Svona lætur enginn Einar nema hann sé í vinnunni, guð gaf okkur meira vit en þetta.

Þorsteinn, við vitum báðir að þú ert ekki bjáni en hvað það er sem fær þig til að leika bjána er önnur saga.

Ég persónulega held að það sé svipugöngin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.5.2019 kl. 13:15

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú sakar menn um mútuþægni Ómar Geirsson. Það er dapurlegt að þú skulir ekki hafa heiðarleika til að viðurkenna það og biðjast afsökunar.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.5.2019 kl. 13:56

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Einar getur alls ekki talað fyrir munn "okkar Sjálfstæðismanna" í þessu máli.

Ég er Sjálfstæðismaður, og allir þeir Sjálfstæðismenn sem ég þekki, vilja ekki þennan svo kallaða orkupakka3, né neina aðra orkupakka ESB.

Þvert á móti þá segjast þeir ætla að kjósa annan flokk eða fara úr flokknum, eins og SDG fór úr sínum flokki, og leggja krafta sína á vogarskálar með honum, gangi þetta orkupakka-gerpitrýni þrjú eftir á þingi, með aðstoð hug- og getulausrar forystu "okkar Sjálfstæðismanna".

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 9.5.2019 kl. 14:25

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Mútuþægni eða ekki, skiptir eflaust ekki öllu máli, enda mun það skýrast síðar.  En hvað veldur því að forystu XD er svona mikið í mun að eyðileggja flokkinn sinn?

Kolbrún Hilmars, 9.5.2019 kl. 16:07

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Þorsteinn, ertu mútuþegi þegar þú skilur inn skýrslu, eða vinnur fyrir almannatengil??  Ertu þá bara ekki í vinnunni??

Er lögfræðingurinn sem ég ræð í vinnu við að skipta dánarbúi, mútuþegi??

Hvað rugl er í þér??

Einar er keyptur, það vita það allir.  Hann er ekki sá fyrsti sem selur æru sína, og fer í víking gegn þeim sem verja málstað þjóðar sinnar.

Og ekki sá síðasti.

En að þykjast vera sjálfstæðismaður, þegar hann er lögmaður í vinnunni sinni, að níða niður pistlahöfund eins og hann gerði í athugasemd sinni hér að ofan, að kalla til dæmis Styrmi Gunnarsson sósíalista vegna þess að hann heldur uppi vörnum fyrir þjóð sína og flokk, það gerir Einar Hálfdánarson ekkert annað en hann er.

Sem er að hann er vinnumaður, sem er akkúrat ekki það sama og að vera mútuþegi.

Til að hægt sé að múta honum, þá þarf hann að njóta trúnaðar.

Trúnaðar til að svíkja.

Sem Einar Hálfdánarson nýtur ekki.

Hættu svo að spila þig bjána Þorsteinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.5.2019 kl. 16:32

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Kolbrún.

Orðið mútuþægni kom út frá saklausri spurningu minni um taxta lögfræðinga, af gefnu tilefni.

Forysta Sjálfstæðisflokksins telur sig ekki hafa aðra valkosti en að staðfesta orkupakka 3, og fyrir því eru margar skýringar.  Um valkostina má benda á að um þessa ákvörðun er næstum því einróma samstaða á þingi, og þó Miðflokkurinn sé núna á móti, þá stóð hann ekki varðstöðuna þegar hann gat staðið hana í ríkisstjórn.

Hvað sem veldur, þá tel ég ekki að mútur komi við sögu.

Hins vegar er allur áróðurspakkinn sem nokkrir almannatenglar stjórna. Þeir skipuleggja hitt og þetta, þar á meðal menn eins og Einar Hálfdánarson.

Ég reikna með að hann þiggi laun fyrir, mig óar við að einhver vinni svona vinnu gegn þjóðarhag kauplaus.

Skiptir samt ekki öllu, en málaliðar, á kaupi eður ei, eiga ekki að komast upp með að tala í nafni þess fólks, sem upp til hópa er á móti sölu lands og þjóðar.

Einhver takmörk hljóta að vera á öllum öfugmælum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.5.2019 kl. 16:51

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þegar þú sakar menn um að þiggja greiðslur, leynilega, fyrir að láta í ljós einhverjar skoðanir, þá er það ekkert annað en ásökun um að þeir láti múta sér til að halda þessum skoðunum fram. Svo hnykkir þú á þessu þegar þú segir "Einar er keyptur, það vita allir." Það er auðvitað enginn vafi á að þú hefur engar sannanir að baki þessari staðhæfingu. Og ég hugsa að þú sért bara heppinn ef Einar kærir þig ekki einfaldlega fyrir rógburð.

Þú ert að setja hér fram grafalvarlegar, upplognar ásakanir á hendur fólki, af því einu að það er ekki nógu illa gefið til að kokgleypa allt áróðursþruglið sem þú sjálfur kokgleypir.

Ef þú hefðir einhvern vott af viti í kollinum myndir þú skammast þín og biðjast afsökunar. En þú ert bersýnilega of skyni skroppinn til að hafa vit á því.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.5.2019 kl. 17:38

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Þorsteinn, ég skammast mín ekkert fyrir að benda á hið augljósa hvernig svona áróðri er haldið út.

Ég er hins vegar svo kurteis að ætla að menn þiggi laun fyrir svona athæfi, trúi ekki upp á nokkurn mann að haga sér svona af fúsum og frjálsum vilja.

Hins vegar hvarflar ekki að mér að halda því fram að þú sért á kaupi, ekkert í framkomu þinni sem bendir til þess. 

Tel þig spila þig bjána af fúsum og frjálsa vilja, og það er hverjum í sjalfvald sett.

Við lifum jú í frjálsu landi.

Líka við frelsi að benda á hvernig hagsmunir fjármagna áróður, og rógsherferðir gegn þeim sem andmæla áformum þeirra.

Við lifum nefnilega ekki í Pollýönnulandi.

Og við sem ætlum ekki að lifa sem þrælar í eigin landi, þurfum að taka á móti svona guttum.

Ef þeir vilja málefnalegri umræðu, þá gætu þeir prófað að tjá sig eins og fólk.

Ótrúlegt hvað það virkar.

En ég ætlast ekki til þess að þú skiljir það samhengi Þorseinn.

Það eru jú takmörk fyrir allri tilætlunarsemi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.5.2019 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband