Síðasta hálmstrá orkupakkasinna

Þeir sem vilja samþykkja orkupakka þrjú klifa á því að lagaálit mæli með samþykkt. Nú liggur fyrir að fremsti sérfræðingur landsins á sviði EES-samningsins og Evrópurétti, Stefán Már Stef­áns­son pró­fess­or, segir lögfræðilega rétt að hafna pakkanum.

Orkupakkasinnar, sem iðulega kalla innleiðinguna smámál, eru þar með búnir að tapa síðasta snefli af málefnalegum ástæðum.

Ríkisstjórnin getur ekki haldið áfram að þrjóskast við. Hvorki eru pólitísk né lögfræðileg rök fyrir samþykkt 3. orkupakkans. 


mbl.is Lögfræðilega rétt að hafna innleiðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland hagnast á hlýnun; neyð segir ráðherra Vinstri grænna

Ísland hagnast á hlýnun, segir Stanford-háskóli. Neyðarástand, öskrar ráðherra Vinstri grænna, og heimtar ráðstafanir til að rífa upp blómin i haga aukinna landgæða.

Við þurfum ekki rannsókn frá Stanford til að segja okkur að búsetuskilyrði á Íslandi batna með hlýrra veðurfari. Á gullöld okkar, frá landnámi til um 1300, vorum við mesta siglingaþjóð á norðurhveli jarðar, og þótt víðar væri leitað. Á litlu-ísöld 1300-1900 var landið nær óbyggilegt löngum stundum.

Við þurfum heldur ekki ráðherra Vinstri grænna, og Gulla meðreiðarsvein, að telja úr okkur kjarkinn að reka hér blómlegt þjóðarbú, fullvalda og í sátt við alþjóðasamfélagið.


mbl.is Íslendingar hagnast á hnatthlýnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband