Bryndis orkupakkasinni: Ísland kann ekki, getur ekki

Bryndís Haraldsdóttir einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins, sem keppast við að þegja um orkupakkann í þágu djúpríkisins, bregður út af vana sínum og skrifar grein í Morgunblaðið. Lykilsetning: 

Innleiðing þriðja orkupakkans í íslenskan landsrétt, á þann hátt sem lagt er upp með, er ekki aðeins hættulaus, heldur eru reglur hans til hagsbóta fyrir Íslendinga vegna aukinnar neytendaverndar og reglna sem stuðla að aukinni samkeppni og jafnræði milli aðila, sem ætti almennt að stuðla að lægra verði.

Ef við gefum okkur, orðræðunnar vegna, að málflutningur þingmannsins standist vaknar spurning; af hverju þurfum við evrópskar reglur til að vernda íslenska rafmagnsnotendur?

Íslenskur almenningur býr við lægra verð og meira öryggi við afhendingu rafmagns en margur Evrópubúinn. Getur Bryndís, eða aðrir orkupakkasinnar, bent á hvar skórinn kreppir hjá íslenskum heimilum vegna rafmagnsmála? Nei, vitanlega ekki, enda eru rafmagnsmál okkar í góðu lagi - ólíkt Evrópu þar sem þau eru í ólagi.

Samkeppni mun ekki lækka raforkuverð á Íslandi. Enginn fjárfestir mun virkja og dreifa rafmagni til almennings á Íslandi. Íslensk heimili nota um 20% af þeirri raforku sem framleidd er hér landi. Það er ekki eftir neinu að slægjast fyrir fjárfesta á meðan Ísland er ekki með sæstreng tengdan við Evrópu. En 3. orkupakkinn eykur líkur á sæstreng enda Ísland þá komið með samevrópskt regluverk. Byndis þegir um þessa óþægilegu staðreynd.

Annað tveggja tileinkar Bryndís sér valkvæða heimsku þingmanna Sjálfstæðisflokksins eða hún veit ekki betur.

Hvort heldur sem er ætti hún að skammast sín fyrir jafn aumkunarverðan málflutning. Manni sundlar við tilhugsunina að hafa greitt Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt við síðustu kosningar.

 


mbl.is Umræða um orkupakkann aftur hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðlausir Píratar

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata fær á sig dóm siðanefndar alþingis að hafa brotið siðareglur sem þingmönnum er ætlað að starfa eftir.

Samflokksmaður hennar Björn Leví Gunnarsson kemur í ræðustól alþingis og fer með nákvæmlega sömu orð og Þórhildur Sunna var dæmd fyrir.

Píratar auglýsa siðleysi sitt. 


mbl.is Björn fór „ósæmilegum orðum“ um Ásmund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin orkustefna, bara orkupakki

Íslensk stjórnvöld hafa enga orkustefnu, segir í fréttum RÚV, aðeins þá stefnu að ESB eigi að hafa forræðið í raforkumálum þjóðarinnar.

Einmitt vegna þess að Miðflokkurinn og Flokkur fólksins hafa rætt í þaula málefni 3. orkupakkans hafa þessar upplýsingar komið fram og aðrar mikilvægar.

Ef ekki nyti varðstöðu Miðflokksins og Flokks fólksins hefði djúpríki embættismanna og sérhagsmunafla tekist að smeygja auðlindaklafa á þjóðina án umræðu.

Það er ekki málþóf að særa fram upplýsingar og rök um mikilsverð málefni. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins vinna þjóðþrifaverk. 

Við kjósendur eigum að hvetja þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins til dáða og verðlauna frammistöðuna með atkvæði okkar í kosningum.


mbl.is „Bersýnilega málþóf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjöldahreyfing gegn 3OP - best að fresta

Á alþingi leiðir Miðflokkurinn fjöldahreyfingu gegn innleiðingu 3. orkupakka ESB. Til varnar eru talsmenn djúpríkisins og ESB-sinnar.

3. orkupakkinn var samþykktur af ESB árið 2009. Ekkert liggur á að samþykkja pakkann á Íslandi, enda erum við ekki tengd orkuneti ESB.

Best fer á því að fresta samþykkt 3. OP og efna til umræðu um EES-samninginn, sem er í uppnámi vegna Brexit. Þegar Bretar og ESB ná samkomulagi um frambúðarfyrirkomulag úreldist EES-samningurinn. Það verður ekki pólitískt verjandi á Íslandi og í Noregi að búa við lakari kjör en Bretland gagnvart ESB.

Látum skynsemina ráða, - frestum 3. orkupakkanum.


mbl.is Miðflokksmenn með 251 ræðu og svör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband