Góða fólkið og Bára hljóðmaður í vondum málum

Bára hljóðmaður braut af sér þegar hún tók upp samtal þigmanna á Klaustri, segir stjórn Persónuverndar.

Almennt gildir að gögn sem aflað er með saknæmum hætti eru ómerk og ógild.

Frá nóvember, þegar Bára braut af sér með ólögmætri upptöku, hefur góða fólkið stigið stríðsdans á opinberum vettvangi með afrakstur brotamanns.

Mun góða fólkið biðjast afsökunar? Frýs í helvíti?


mbl.is Bára braut af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir ósjálfstæðisþingmenn líma og afrita rökþrotið

Bryndís ósjálfstæðis skrifaði orkupakkagrein í Moggann í gær og Vilhjálmur sama þingflokks endurbirtir í Fréttablaðinu í dag.

Ósjálfstæðu þingmennirnir tveir segja það sama: Ísland þarf að samþykkja orkupakka ESB til að tryggja neytendavernd og samkeppni í raforkumálum.

Ha? Er ESB orðin háborg samkeppninnar í augum XD þingmanna? Og þurfa Íslendingar að leita til Brussel eftir neytendavernd? Eru rafmagnsmál íslenskra heimila í ólestri?

Þau Bryndís og Vilhjálmur auglýsa rökþrot Sjálfstæðisflokksins.

Hverja klukkustund sem Miðflokkurinn talar um þriðja orkupakkann á alþingi verður augljósara hvers vegna kjósendur ættu ekki að merkja X við D - Ósjálfstæðisflokkinn. 


mbl.is Orkupakkinn ræddur fram eftir morgni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landvernd: fólk á að deyja úr kulda

Kuldi drepur 20 sinnum fleiri manneskjur en hiti, er niðurstaða rannsóknar í Lancet, virtu tímariti á sviði heilbrigðisvísinda. Við sem búum á norðurslóðum hljótum að fagna hlýnun jarðar; fólk drepst síður úr vosbúð.

Hlýnunin er að vísu óveruleg, aðeins 0,3% á hálfri annarri öld, en stefnir þó í rétta átt.

En þá bregður svo við að trúarsamtök er heita Landvernd kalla það loftslagsvá þegar okkur hlýnar og færri krókna. Landvernd vill lýsa yfir neyðarástandi við jákvæðum tíðindum af árferði til lands og sjávar.

Hvað er eiginlega í gangi? 

Jú, það helst að Landvernd er deild í alþjóðlegum söfnuði sem trúir því að veðrið sé að fara til helvítis af mannavöldum.

Framkvæmdastjóri Landverndar segir tímabært að endurskoða helgisiðina og temja sér sterkari ógnarorðræðu því það sé ,,hrika­legt stríð við af­neit­un­ar­sinna."

Heilagt stríð, sem sagt, þeirra sem eru handhafar sannleikans og kallast góða fólkið.

 

 

 


mbl.is „Hamfarahlýnun af mannavöldum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband