Hatursorðræða minnihlutahópa, stéttafordómar háskólalöggu

Davíð Þór Björg­vins­son dómari vekur máls á því að dómur í hatursorðræðu bitnaði á minnihlutahópi; efnalitlu, óskólagengnu fólki lítt þjálfuðu að koma fyrir sig orði.

Eyrún Eyþórsdóttir háskólalögga frá Akureyri er þó ekki á því að þessi minnihlutahópur eigi að fá vernd fyrir lögum. Líklega af þeirri ástæðu að þessi hópur er alíslenskur og gagnkynhneigður.

Eyrún háskólalögga er að hætti pólitíska vinstrirétttrúnaðarins með alla sína samúð hjá þeim ekki eru íslenskir, ekki eru í þjóðkirkjunni og ekki eru gagnkynhneigðir.

Blessuð háskólalöggan ætlar að uppræta hatur í völdum minnihlutahópum. Það er misnotkun á opinberu valdi. 


mbl.is Morðhótanir í kjölfar verkefnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristni og konungsvald, orkupakki og ESB-vald

,,Sérkenni á kristnun Íslendinga var að þeir hleyptu Kristi inn í landið en héldu konunginum fyrir utan," skrifar Gunnar Karlsson um valdakerfi þjóðveldisins, gullaldar Íslendinga.

Orkupakkasinnar á alþingi taka annan pól í hæðina. Þeir segja efni orkupakkans snúa að neytendavernd og samkeppi. En í stað þess að efla neytendur með íslenskum lögum vilja þeir flytja forræði auðlindanna til Brussel. Eins og það sé háborg neytenda en ekki valdahreiður stórbokka.

Þriðji orkupakkinn flytur inn í landið útlent vald, sem tekur ekki minnsta tillit til hagsmuna 300 þúsund Íslendinga þegar hagur 500 milljóna Evrópubúa er í húfi.

Það er þyngra en tárum taki að horfa upp á meirihluta alþingismanna svo snauða af dómgreind og heilbrigðri skynsemi að þeir selja fjölskyldusilfur þjóðarinnar í hendur útlendinga í nafni ESB-trúar.

Að sama skapi hljótum við að lofa snarpan málflutning Miðflokksins og Flokks fólksins. Á alþingi eru ekki aðeins aumar liðleskjur, - þótt þær séu illu heilli í meirihluta til næstu kosninga.


mbl.is Héldu uppi málþófi um orkupakkann í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rósa B. flýgur en aðrir eiga að skammast sín

Rósa B. Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna segir lofthita á jörðinni hækka af mannavöldum og kallar á ,,róttækar samfélagsbreytingar". Samtímis trúboðinu flýgur Rósa B. eins og enginn sé morgundagurinn - og allt á kostnað skattgreiðenda.

Rósa B. flaug á síðasta ár fyrir þrenn útborguð mánaðarlaun meðalmannsins, 1,2 milljónir króna. Þingmaðurinn er í hlutverki bindindispostula sem hallmælir áfengi en stundar sjálfur dagdrykkju.

Tvær flugferðir til Evrópu menga jafnmikið og einn fjölskyldubíll á ári, segir umhverfisverkfræðingur. Rósa B. ein og sér mengar sem nemur nokkrum fjölskyldubílum á ári. En það eru aðrir sem eiga að skammast sín, breyta lífsháttum sínum. 

Tvöfalt siðferði Rósu B. er lýsandi dæmi um hroka valdafólks sem býður almenningi sult og seyru en lifir sjálft í vellystingum praktuglega.


mbl.is Þúsund flugferðir þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband