XD prinsipplaus í tveim stórmálum

Sjálfstæðisflokkurinn málar sig út í horn í tveim stórum málum; fóstureyðingum og 3. orkupakkanum.

Bæði málin eru um prinsipp. 

Flokkur sem lætur máta sig í meginmálum er ekki líklegur til afreka.


mbl.is Málið frá tíð Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

3OP: flótti frá umræðunni - hættulegur leikur

Orkupakkafólkið á þingi og í ríkisstjórn vill flýja umræðuna og ljúka samþykkt 3. orkupakkans með hraði.

Hraðferðin er hættuleg. Almenningur fær á tilfinninguna að flóttinn sé til marks um að stjórnvöld vilji kæfa umræðu sem er þeim óhagfelld og láta kjósendur standa frammi fyrir orðnum hlut. 

Fylgjendur 3. orkupakkans þreytast ekki á því að segja pakkann smámál. Spurningin vaknar: hvers vegna má ekki fresta smámálinu?

 


mbl.is Málsmeðferðin með öllu óboðleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útburður, fóstureyðing og þungunarrof

Förgun á nýbura var kölluð útburður í heiðni. Þegar landið tók kristni varð að gera málamiðlun við þá heiðnu sem ekki vildu láta af mikilvægum siðum, útburður var einn af þrem sem mátti stunda áfram.

Eftir að læknavísindin komust á það stig að ekki þurfti að bíða eftir fæðingu til að farga barni var farið að tala um fóstureyðingu. Orðið er lýsandi og þjált.

Þungunarrof er aftur orð sem blekkir. Rof á þungun getur orðið af náttúrulegum ástæðum. Líkami konu skolar út misheppnaðri þungun. Með því að kalla fóstureyðingu þungunarrof er látið eins og náttúruferli sé á ferðinni en ekki inngrip af mannavöldum.

Betur fer á því að kalla hlutina réttum nöfnum. 


mbl.is Þungunarrof á dagskrá í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engar lygar Heiðar, aðeins ályktanir

Mér var bent á tvær færslur á bloggi þínum sem eru lygar um mig.  Hvers vegna ert þú að ljúga uppá mig og gera mér upp hvatir? 
 
Þú gerir það tortryggilegt að ég sé eigandi innan við 5% hlutafjár í HS Veitum sem hefur enga hagsmuni tengda orkupakka 3, en stjórn félagsins hefur fjallað um pakkann og greint hann en sama hver útkoman er þá breytir það engu um hag félagsins.
 
Eins segir þú að ég ætli að leggja sæstreng til Evrópu.  Það er ég ekki að fara að gera.  Ég hef enga samninga eða fjármagn til þess.  Það var áhugavert að skoða það áður en að Landsvirkjun hækkaði verða á raforku um hátt í 50% einsog gerst hefur á síðustu 9 árum.
 
Í bók minni Norðurslóðasókn 2013 fjalla ég um hve mikill ábati heimsbyggðarinnar sé af því að nýta hreinar auðlindir norðursins og minnka notkun kola.  Þar fjalla ég sérstaklega um stærstu vatnsbirgðir heims á Grænlandi og hvernig sæstrengur þaðan um Ísland myndi opna á mikilvæga orkulind öllum til heilla.
 
Ætlar þú að leiðrétta lygar þínar um mig?
Heiðar Guðjónsson
 
Ofanritað var sent í gær til höfundar í tilefni af tveim bloggfærslum, hér og hér.
Svar til Heiðars hlýtur að vera einhvern veginn svona: bloggfærslurnar draga ályktanir af tveim þekktum staðreyndum, að Heiðar sé áhugamaður um að leggja sæstreng annars vegar og hins vegar að hann eigi hlut í orkufyrirtæki.
Ef 3. orkupakkinn verður samþykktur stóraukast líkur á að sæstrengur verði lagður til Evrópu. Jafnvel þeir sem vilja samþykkja orkupakkann viðurkenna það.
Heiðar segist ekki hafa ,,samninga eða fjármagn" í sæstreng. En það er óvart ekki umræðuefnið; heldur hitt að 3. orkupakkinn eykur líkur á samningum um sæstreng og ESB er þegar búið að lofa fjármagni - eins og rakið hefur verið hér.
Engu var logið upp á Heiðar, heldur voru ályktanir dregnar af þekktum staðreyndum. Heiðari er vitanlega frjálst að andmæla þeim ályktunum og sjálfsagt að birta þau andmæli á síðunni.
 
 
 
 

Brexit, orkupakkinn og fall flokka

Breska þjóðin kaus úrsögn úr Evrópusambandinu, Brexit, en stjórnmálamenn vilja ekki framfylgja niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Íslendingar kusu flokka sem lofuðu fullveldisstefnu en fylgja stefnu ESB-flokka eins og Samfylkingar og Viðreisn.

Í báðum tilfellum verður eitthvað undan að láta. Í Bretlandi verður Íhaldsflokkurinn minnstur flokka og á Íslandi hrapar Sjálfstæðisflokkur.

Skrítið hvað ESB fokkar upp dómgreind fólks. Það missir sjónir á einföldustu atriðum, eins og þeim að stjórnmálamenn eru þjónar almennings ekki yfirboðarar. Nema, auðvitað, í Brussel. Þar ráða ekki kjörnir fulltrúar ferðinni heldur ríkir þar einveldi embættismanna.

 


mbl.is Brexit-flokkurinn langstærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trú, fótbolti og upphafning

Skíðamessa, hestamessa og fótboltamessa eru tilbrigði við veraldlegt stef kirkjunnar. Hugmyndin er að taka þátt í daglegu amstri og hversdagsiðju fólks. 

Fyrr á tíð var trú upphafning. Fólk hvarf frá dægurvafstrinu og átti samfélag með eilífðinni, þó ekki nema væri í augnablik.

Trú er hversdags. Siðferði okkar er kristið. Án kristni er menning okkar óskiljanleg.

Þegar kirkjan verður æ hversdagslegri leitar fólk að upphafningunni annars staðar. Kannski fyrir framan skjáinn að sjá Liverpool tapa eða sigra. 


mbl.is Framganga Liverpool rímar við kristni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskt rafmagn ekki það sama og evrópskt

Á Íslandi er rafmagn náttúruauðlind sem gerir landið byggilegt. Elstu menn muna eftir rafvæðingu sveitanna á síðustu öld. Rafmagn var risastökk inn í nútímann. Frá upphafi er rafmagn ómissandi innviður samfélagsins. Forræði yfir auðlindinni er fullveldismál.

Síðasta stórvirkjun, kennd við Kárahnjúka, var spurning um líf og dauða Austfjarðabyggða. Án rafmagns og stóriðju töldu margir heimamenn byggðirnar komnar á síðasta söludag.

Í Evrópu er rafmagn aðeins vara, að vísu nauðsynjavara, en ekki náttúruauðlind eða innviður sem brýtur eða bjargar samfélagi. Enn síður telur Evrópa rafmagn til fullveldismála.

Ríkisstjórn Íslands horfir evrópskum augum á rafmagn; sér aðeins vöru sem hægt er að koma í verð. Þorri landsmanna lítur á rafmagn frá íslenskum sjónarhóli og sér ekki vöru heldur náttúruauðlind, byggðir og fullveldi. 

Mistök Gulla utanríkis og félaga í stjórnarráðinu er að setja upp evrópsk gleraugu á íslenskt stórmál. Ríkisstjórnin verður smámál í huga landsmanna þegar þeir átta sig á hvað er í húfi.


mbl.is Ákvæðin sögð þýðingarlaus án sæstrengs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiðar Már þegir um sæstreng, bíður eftir Gulla og 3OP

Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir byrjaði að tala um sæstreng fyrir níu árum, eða 2010. Heiðar Már byggir upp stöðu í orkugeiranum á´síðustu árum, m.a. í gömlu Hitaveitu Suðurnesja.

Ólíkt þingflokki Sjálfstæðisflokksins fylgist Heiðar Már með þróun orkumála í ESB. Hann veit sem er að raforka er mun dýrari í Evrópu en á Íslandi. Yfirlýst stefna ESB er að tengja á milli orkuríkra svæða, t.d. Íslands og Noregs, og orkufátækra meginlandsþjóða.

En hvers vegna þegir Heiðar Már sem fastast upp á síðkastið um sæstreng? Jú, hann er að bíða eftir samþykkt 3. orkupakkans. Gulli utanríkis á að sjá um þá hlið málsins.

Gulli sjálfur leggur áherslu á að menn tali ekki um mögulegar nýjar virkjanir í bili. Eiginkona hans keypti jörð á virkjunarsvæði Búlandsvirkjunar árið 2015, þegar ljóst var hvert stefndi með nýtt orkusamband ESB, en Gulli segir núna:

Allt tal um að mín fjöl­skylda hagn­ist á Bú­lands­virkj­un, hvað þá um millj­arða króna, er fjar­stæðukennt. Bú­lands­virkj­un er ekki í ork­u­nýt­ing­ar­flokki nú­gild­andi ramm­a­áætl­un­ar. Hvorki ég né fjöl­skylda mín eig­um nokkra aðild að áform­um um þá virkj­un. Ef svo ólík­lega færi að hún yrði að veru­leika yrðu áhrif­in á Tungufljót og um­hverfi þess afar nei­kvæð. Von­andi eru all­ar hug­mynd­ir um þessa virkj­un út af borðinu um alla framtíð. Um það erum við fjöl­skyld­an öll sam­mála.

Gulli sér sjálfan sig sem skógræktarbónda í framtíðinni en ekki sæstrengsauðmann. Og jólasveinar koma til byggða í júlí.


mbl.is Helmingur andvígur orkupakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styrmir; flokksmenn bjargi XD frá forystunni

Forysta Sjálfstæðisflokksins er höndum fólks sem kaupir sérfræðiálit frá útlöndum til að segja Íslendingum hvað þeim sé fyrir bestu í fullveldismálum.

Aldrei í lýðveldissögunni hefur þvílíkt og annað eins gerst, skrifar Styrmir Gunnarsson fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins.

Styrmir og almennir flokksmenn róa lífróður til að bjarga Sjálfstæðisflokknum frá forystunni, sem einbeitt ætlar sér að gera Ísland að orkunýlendu ESB. Forskeytið ,,sjálfstæði" á ekki við um réttan og sléttan orkupakkaflokk Brusselvina.


Fótbolta-Dunkirk

Bæði Liverpool og Spurs voru úr leik í meistaradeildinni. Eftir 0-3 tap í Barcelona annars vegar og hins vegar 0-3 stöðu í Amsterdam fyrir síðustu 45 mínútur af 180 mínútna leiktíma.

En Liverpool vann seinni leikinn fjögur núll og Spurs skoraði þrjú í seinni hálfleik. Sigur andspænis ósigri í Evrópu er Dunkirk-þema frá seinna stríði þegar breski herinn bjargaði sér frá tortímingu herja Hitlers.

Fótbolta-orustur eru saklausari en bardagar með sprengjum og stáli. Tilfinningar áhorfenda eru þó sömu ættar. Sigur gefur stolt, tap er niðurlægjandi. Það sem gerist á vígvellinum fær djúpa pólitíska merkingu heima fyrir. Sigursælir rómverskir herforingjar með pólitískan metnað fóru sigurför um borgina eilífu og sýndu herfangið. 

Alenskur úrslitaleikur er niðurlæging fyrir meginlandið. Evrópu-dollan er herfang sem fær virðingarskrúðgöngu annað hvort í London eða Liverpool. Handan Ermasunds sitja hnípnar þjóðir í vanda og líður eins og Brexit sé frágenginn breskur sigur, - án þess að Trump þyrfti að lyfta litla fingri. Enda spilar hann annars konar fótbolta.


mbl.is Sögulegt afrek hjá ensku liðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband