Íslenskt rafmagn ekki það sama og evrópskt

Á Íslandi er rafmagn náttúruauðlind sem gerir landið byggilegt. Elstu menn muna eftir rafvæðingu sveitanna á síðustu öld. Rafmagn var risastökk inn í nútímann. Frá upphafi er rafmagn ómissandi innviður samfélagsins. Forræði yfir auðlindinni er fullveldismál.

Síðasta stórvirkjun, kennd við Kárahnjúka, var spurning um líf og dauða Austfjarðabyggða. Án rafmagns og stóriðju töldu margir heimamenn byggðirnar komnar á síðasta söludag.

Í Evrópu er rafmagn aðeins vara, að vísu nauðsynjavara, en ekki náttúruauðlind eða innviður sem brýtur eða bjargar samfélagi. Enn síður telur Evrópa rafmagn til fullveldismála.

Ríkisstjórn Íslands horfir evrópskum augum á rafmagn; sér aðeins vöru sem hægt er að koma í verð. Þorri landsmanna lítur á rafmagn frá íslenskum sjónarhóli og sér ekki vöru heldur náttúruauðlind, byggðir og fullveldi. 

Mistök Gulla utanríkis og félaga í stjórnarráðinu er að setja upp evrópsk gleraugu á íslenskt stórmál. Ríkisstjórnin verður smámál í huga landsmanna þegar þeir átta sig á hvað er í húfi.


mbl.is Ákvæðin sögð þýðingarlaus án sæstrengs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Sammála.

Benedikt Halldórsson, 11.5.2019 kl. 11:07

2 Smámynd: Merry

Sæll Páll

Ég get ábyrgst að ESB vill tryggja vald sitt yfir löndunum í Evrópu þegar Bretar fara ESB fljótlega og fleiri lönd verða að fara. Þeir munu ekki hafa nóg af peningum. ESB er að deyja.

Merry, 11.5.2019 kl. 13:43

3 Smámynd: Hörður Þormar

Það er athyglisvert, ef satt er, að rafmagn og gas eru skilgreind sem "vara", en ekki olía.

Hvers vegna?

Hörður Þormar, 11.5.2019 kl. 15:04

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hörður minn! Girndarhugir sameinast í skilgreiningu á lífsviðurværi landans svo passi nú í regluverk þess yfirþjóðlega.-  

Helga Kristjánsdóttir, 11.5.2019 kl. 18:59

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svona kannski rétt að benda mönnum á að rafmagn hér er meðhöndlað sem "vsra" líka. Fólk kaupir rafmagn eftir mælum og getur valið um nokkur fyrirtæki til að kaupa rafmagn af. Um 80 til 90% af rafmagni er selt til 4 til 6 stórnotenda sem allir eru erlendir og nýta sér flest að greiða ekki skatt hér þar sem þeir fela hagnað sinn með því að skuldsetja fyrirtækin hér við móðurfélög. Og held að aðili sem væri til í að leggja rafstreng t.d. til Bretlands hljóti að vera illa ruglaður þar sem ljóst er að hann kostar örugglega ekki undir 5 til 800 milljörðum minnir mig og orkutap á svo langri leið segir manni að það væri varla orka hér til að láta slíkt standa undir sér. Flestir bestu virkjanakostir eru þegar virkjaðir og menn ættu að vita eftir Kárahnjúka að það verða ekki slíkar stórvirkjanir aftur. Og svo minni ég á að heimili hér á landi borga alveg sambærilegt verð fyrir rafmagn og aðrar Norðurlandaþjóðir meira að segja hærra verð en Finnar svipað og Noregur en Danir skattleggja rafmagn þannig að þeir borga hærra en við.Það sem við búum að er að við höfum heita vatnið og heimili þurfa því ekki að nota rafmagn til að kynda húsin sín.

Annars væri kannski gott ef hér væri einhver sæstrengur því að við látum víst mörg megawött renna ónýtt til sjávar þar sem notkun er miklu minni á nóttunni.

Svo minni ég að að hér talar fólk alltaf eins og ESB sé eitthvað apparat sem starfi sjálfstætt og ráði öllu í þeim löndum sem tilheyra ESB. Úps ég hef ekki upplifað það að öll lönd séu eins eða með sömu lög,verðlag, laun og fleira í Evrópu. Meira að segja raforkuverð er þar mjóg misjafnt og víða lægra en hjá okkur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.5.2019 kl. 22:00

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Magnús og takk fyrir seinast í Ártúni. Megin efni þessarar færslu er krafa um forræði Íslendinga yfir auðlind okkar.Minni þá líka á að við gerðumst aðilar að EES vegna gagnkvæmra viðskipta,einskonar tollabandalag sem hefur heldur betur undið upp á sig og hvernig það hefur þróast er ekki ásættanlegt. 

Helga Kristjánsdóttir, 12.5.2019 kl. 04:05

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú gleymir því Magnús að það er sáluhjálparatriði fyrir andstæðinga þriðja orkupakkans að stjórnmálamenn hér geti ráðskast með orkuframleiðsluna og gert samninga við stórnotendur á undirverði til að kaupa atkvæði handa sjálfum sér. Í þessum skilningi er rafmagn ekki vara heldur einhvers konar skiptimynt á spillingarmarkaði fremur en vara á vöru- og þjónustumarkaði. Það er hins vegar leitt að sjá hvernig þetta lið hefur náð að krækja í þekkta náttúruverndarsinna og beita þeim fyrir þennan ógeðfellda vagn lyga og blekkinga sem þeir hafa efnt í.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.5.2019 kl. 16:00

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er það Þorsteinn? Strax kominn á trúnó hjá orkupakka stjórnarliðum sem létu kjósa sig sem andstæðinga.

Helga Kristjánsdóttir, 13.5.2019 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband