Heiðar Már þegir um sæstreng, bíður eftir Gulla og 3OP

Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir byrjaði að tala um sæstreng fyrir níu árum, eða 2010. Heiðar Már byggir upp stöðu í orkugeiranum á´síðustu árum, m.a. í gömlu Hitaveitu Suðurnesja.

Ólíkt þingflokki Sjálfstæðisflokksins fylgist Heiðar Már með þróun orkumála í ESB. Hann veit sem er að raforka er mun dýrari í Evrópu en á Íslandi. Yfirlýst stefna ESB er að tengja á milli orkuríkra svæða, t.d. Íslands og Noregs, og orkufátækra meginlandsþjóða.

En hvers vegna þegir Heiðar Már sem fastast upp á síðkastið um sæstreng? Jú, hann er að bíða eftir samþykkt 3. orkupakkans. Gulli utanríkis á að sjá um þá hlið málsins.

Gulli sjálfur leggur áherslu á að menn tali ekki um mögulegar nýjar virkjanir í bili. Eiginkona hans keypti jörð á virkjunarsvæði Búlandsvirkjunar árið 2015, þegar ljóst var hvert stefndi með nýtt orkusamband ESB, en Gulli segir núna:

Allt tal um að mín fjöl­skylda hagn­ist á Bú­lands­virkj­un, hvað þá um millj­arða króna, er fjar­stæðukennt. Bú­lands­virkj­un er ekki í ork­u­nýt­ing­ar­flokki nú­gild­andi ramm­a­áætl­un­ar. Hvorki ég né fjöl­skylda mín eig­um nokkra aðild að áform­um um þá virkj­un. Ef svo ólík­lega færi að hún yrði að veru­leika yrðu áhrif­in á Tungufljót og um­hverfi þess afar nei­kvæð. Von­andi eru all­ar hug­mynd­ir um þessa virkj­un út af borðinu um alla framtíð. Um það erum við fjöl­skyld­an öll sam­mála.

Gulli sér sjálfan sig sem skógræktarbónda í framtíðinni en ekki sæstrengsauðmann. Og jólasveinar koma til byggða í júlí.


mbl.is Helmingur andvígur orkupakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Eins og svo oft þurfum við að velja á milli tveggja slæmra kosta. Í Marokkó skrifaði utanríkisráðherra undir fráleitan "samning" sem hafði bara einn kost, að hann var hugsanlega ekki bindandi. Ef ekki hefði verið skrifað undir hefðu aljóðlegir "samvinnumenn" hefnt sín á Íslandi með einum eða öðrum hætti. Það er tap / tap staða.

Það hefur sennilega hvorutveggja slæmar afleiðingar, að samþykkja orkupakkann eða samþykkja ekki orkapakkann. Það er líka tap / tapa staða. En utanríkisráðherra fagnar tveimur töpum í röð og lætur sem tap sé sigur. Af hverju?

Þar brást hann illilega. Góður leiðtogi hefur innsæi segir almenningi frá hættunum sem eru framundan, undanbragðalaust. "Ég get engu lofað ykkur nema blóði, svita og tárum," sagði Winston Churchill.

Betra er að tapa með sæmd að hætti sigurvegara en að fagna tapi að hætti lúsera. 

Benedikt Halldórsson, 10.5.2019 kl. 23:58

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Jæja hann hefur í nógu að snúast ég minnist hans af áliðnum vetri næstum í fanginu á háttsettum BNA manni. Tilefið var að undirstrika áframhald varnarsamnings Íslands og BNA. - Gott að eiga hauka í horni. 

Helga Kristjánsdóttir, 11.5.2019 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband