Brexit, orkupakkinn og fall flokka

Breska þjóðin kaus úrsögn úr Evrópusambandinu, Brexit, en stjórnmálamenn vilja ekki framfylgja niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Íslendingar kusu flokka sem lofuðu fullveldisstefnu en fylgja stefnu ESB-flokka eins og Samfylkingar og Viðreisn.

Í báðum tilfellum verður eitthvað undan að láta. Í Bretlandi verður Íhaldsflokkurinn minnstur flokka og á Íslandi hrapar Sjálfstæðisflokkur.

Skrítið hvað ESB fokkar upp dómgreind fólks. Það missir sjónir á einföldustu atriðum, eins og þeim að stjórnmálamenn eru þjónar almennings ekki yfirboðarar. Nema, auðvitað, í Brussel. Þar ráða ekki kjörnir fulltrúar ferðinni heldur ríkir þar einveldi embættismanna.

 


mbl.is Brexit-flokkurinn langstærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Margt bendir til þess að mútur eigi góðan aðgang að ráðamönnum. Hvað annað getur valdið svo snörpum viðsnúningi sumra ráðherra???

Tómas Ibsen Halldórsson, 13.5.2019 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband