Bretar útilokaðir frá Íslandi vegna EES

Æ betur kemur í ljós hve misráðið það er að Íslendingar láti Evrópusambandið um að ákveða hvernig samskiptum okkar við útlönd skuli háttað.

Vegna samstarfsins, sem kennt er við Schengen og EES, eru Bretar útilokaðir frá Íslandi. Tylliástæðan er Kínaveiran. En tilfellið er að Bretar standa mun betur að vígi í farsóttinni en Evrópusambandið.

Bretar standa utan Schengen og EES en Ísland er lokað og læst þar inni. Valdhöfum í Brussel dettur ekki í hug að líta til íslenskra hagsmuna þegar málefni ytri landamæra ESB eru ákveðin.

Skýtur skökku við að íslensk stjórnvöld láti yfir sig ganga dynti embættismanna í Brussel fremur en að starfa í þágu lands og þjóðar.


mbl.is Ekki allir bólusettir velkomnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Logi: Ísland er ónýtt

Logi formaður Samfylkingar segir Ísland vont land. Hér er ,,kerfisbundið misrétti", þeir ríku haldi landinu í heljargreipum misréttar og alþýða manna lepji dauðann úr skel.

Skotmark Loga er krónan og fullveldið. Hvorutveggja verði að farga til að hægt sé að innleiða sæluríkið ESB-Ísland. Í því skyni eru komin ný þingmannsefni í Reykjavík og Kraganum sem sérhæfa sig að hallmæla samfélaginu sem fóstraði þau.

Tilboð Loga og Samfylkingar til kjósenda er að sjá ömurleika í hverju landshorni og fyllast vanmetakennd yfir öllu sem íslenskt er. Logi veit af flokksreynslu að þegar hópur fólks fyllist sjálfsfyrirlitningu og ístöðuleysi er búið í haginn fyrir hreinsanir. Markmið formannsins er að ná völdum í haust yfir þjóð á vonarvöl sem örvæntir um framtíðina. Eilíf sæla sem hjálenda Evrópusambandsins er kosningaloforð Samfylkingar-Loga. 

Við hin sem munum vel samfélagstilraunir vinstristjórnarinnar kjörtímabilið 2009-2013 vitum fyrir víst sannindin í eftirfarandi slagorði: Betra Ísland án Samfylkingar.


mbl.is Misrétti, ójöfnuður og því miður fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðaldahlýskeiðið, Ísland og Grænland

Sennilega var Ísland verstöð norrænna manna upphaflega. Útrásin, sem kennd er við víkingaöld, hófst til vesturs frá Noregi og Danmörku um 800 til Englands, Skotlands, Orkneyja og Hjaltlandseyja.

Færeyjar finnast fyrir tilviljun og Ísland þar á eftir. Fundur Íslands verður í upphafi tímaskeiðs sem nefnt er miðaldahlýskeiðið um 900 - 1300. Þeir norrænu kunnu að sigla og lönd opnuðust þeim með veðurfarsbreytingum.

Fyrstu norrænu mennirnir sem hingað komu eru án efa ekki í leit að nýjum heimkynnum heldur auðlindum til nytja. Síðan spyrst það utan, til Noregs og norrænu byggðanna á skosku eyjunum, að hér mætti búa sæmilega að bændasið. Fólksfjölgun og pólitísk ólga sem fylgdi vaxandi konungsvaldi á kostað ættarvelda eru félagslegur bakgrunnur landnámsins.

Sagan úr Landnámabók um nýbyggð Eiríks rauða Þorvaldssonar á Grænlandi er að líkum raunsönn fyrir landnám Íslands. Eiríkur vildi ekki flytja einn vestur heldur í félagsskap. Þannig hlýtur Ísland að hafa byggst, ekki með stöku manni og fjölskyldu heldur í félagi nokkurra manna og fjölskyldna sem vildu út til nýrra heimkynna. Sama var upp á teningunum þegar Íslendingar fluttu unnvörpum til vesturheims þúsund árum síðar.

Eiríkur er sagður hafa gefið Grænlandi nafn með það í huga að hann fengi fleiri með sér til fararinnar ef ,,landit héti vel." En á miðaldahlýskeiðinu var landið grænna en síðar varð, sen gæti skýrt nafnið. Ísland fékk nafn sitt nokkru fyrr. Norræn byggð á Grænlandi lagðist af á 15. öld - á litlu ísöld sem telst frá um 1300 til 1900. Byggð á Íslandi stóð tæpt þegar leið á það tímabil.

Sögurnar sem við eigum af landnámi Íslands og Grænlands, einkum Íslendingabók Ara fróða og Landnámabók, ríma ágætlega við aðra þekkingu s.s. fornleifar og veðurfarssögu. Þótt, vel að merkja, margt sé ofsagt og annað van. En það gildir um allar sögur.


mbl.is Rykið dustað af rostungum í Perlunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VR falsar niðurstöðu formannskjörs

Ragnar Þór segist ,,mjög sáttur" að hafa verið endurkjörinn formaður VR með 65 prósent atkvæða.

Þetta er fölsun.

Á heimasíðu VR kemur fram að samtals greiddu um tíu þúsund félagsmenn atkvæði.

En i VR eru um fimmtíu þúsund félagsmenn. Fréttin á heimasíðu VR þegir þunnu hljóði um arfaslaka kjörsókn. Þetta heitir að ljúga með þögninni.

Sem sagt: þrátt fyrir stífa smölun tveggja fylkinga um yfirráðin í VR greiddu aðeins 20 prósent félagsmanna atkvæði - í rafrænum kosningum. Menn þurftu ekki einu sinni að mæta á kjörstað.

Ragnar Þór fékk 6500 atkvæði í 50 þúsund manna félagi. Á bakvið nýkjörinn formann eru aðeins 13 prósent félagsmanna.

Ragnar Þór hefur ekki umboð til annars en að halda kjafti og vera þakklátur fyrir þægilega innivinnu á góðu kaupi.

Til hamingju, kallinn.


mbl.is Mjög sáttur við niðurstöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meghan-áhrifin, frekjan og fórnarlambið

Konur ætla að gera gott mót á framboðslistum íslenskra stjórnmálaflokka fyrir haustkosningarnar. Ekki síst hjá Samfylkingu. Guðmundur Andri stendur upp fyrir Þórunni; Ágúst Ólafur var með múður og var hent út.

Í menningunni er almennt litið á karla sem tillitslausar frekjur, ef ekki þaðan af verri eintök af manneskju. Konur á hinn bóginn eru fórnarlömb. Öllum ber að leggjast á eitt að rétta hlut þeirra.

Það má kalla þetta Meghan-áhrifin, í höfuðið á forréttindakonu sem ekki fékk vilja sínum framgengt í bresku konungsfjölskyldunni. Óðara var Windsor-fjölskyldan stimpluð sem rasískt kvenhatursstóð.

Valdefling meintra fórnarlamba er áhugaverð félagspólitísk samfélagstilraun. Þegar konur verða valdhafar geta þær ekki lengi enn verið fórnarlömb. Nema, ef til vill, sinnar eigin velgengni. Það sérstök tegund af eymd. Eins og konur vita manna best.

 

 


mbl.is Mikill meirihluti skipaði Þórunni í fyrsta sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tengd einsemd og aftengd

Háskólamenntaðir vinna betur heima og kjósa aukna fjarvinnu. Sá böggull fylgir skammrifi fjarvinnu að einsemd vex, segir könnun stéttafélags háskólamenntaðra.

Ráðið við því, segir í túlkun könnunarinnar, er rétturinn til að aftengjast. 

Niðurstaða: aftengd einsemd er huggulegri tilvera en tengdur einmannaleiki.

Hér er eitthvað málum blandið.

 


mbl.is Einmana en afkasta miklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV, Jóhannes og Samherjahatrið

Jóhannes Stefánsson hringdi í fyrrum eiginkonu sína og hótaði lífláti ef hann fengi ekki peninga. Jóhannes starfar í  ,,samtvinnuðum heimi viðskipta og mafíu í Suður-Afríku" segir í erlendum fjölmiðlum og er með lífvarðasveit í kringum sig. Samkvæmt sömu heimildum ætlar Jóhannes að bjarga heimsálfunni Afríku frá spillingu.

Jóhannes er illa gáttaður, að eigin sögn, og áttaði sig ekki á því að hann væri hluti af spillingunni fyrr en síðar meir. Í gamalli bók er sagt frá opinberun Jóhannesar, en sá Jói þótti í góðum tengslum við almættið og sá sýnir er dauðlegir menn numu ekki. 

Samherji sækist eftir lífi Jóhannesar, segir altsó uppljóstrarinn sjálfur. Hann safnar fjármunum á netinu fyrir meðferð vegna meintrar eitrunar sem hann varð fyrir og læknavísindin kunna ekki að greina.

Það sést í 200 sjómílna fjarlægð að Jóhannes á bágt. Í kringum hann eru svo stórkostlega skrítnir hlutir að enginn með fullu viti leggur trúnað á það sem maðurinn segir. Hann er ekki í þannig tengslum við veruleikann.

En RÚV trúir öllu sem frá Jóa kemur enda fóðrar það Samherjahatrið á Efstaleiti.

Jóhannes á bágt. RÚV er ga-ga.

 

 


mbl.is Þorsteinn Már kærir Jóhannes Stefánsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mæðraveldið: karlar eru blautar tuskur

Við búum í mæðraveldi. Forsætisráðherra er kona, bankakerfið einkum í höndum kvenna, skólakerfið í heild sinni og heilbrigðisþjónustan að mestu leyti. Ríkissaksóknari er kona og æðsta lögregluvaldið í kvennahöndum. Forstjórar á stangli eru karlar en þeim fer fækkandi. 

Nú fær karl það hlutverk að gera tillögur um að stytta málsmeðferð í dómskerfinu og viðbrögðin láta ekki á sér standa.

Kvennakór mæðraveldisins kyrjar einum rómi: karlar eru blautar tuskur.

Eins og maður vissi það ekki fyrir.


mbl.is „Blaut tuska framan í þolendur kynferðisofbeldis“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veirufrítt land þýðir lokuð landamæri

Ef við ætlum að halda samfélaginu opnu, í merkingunni að hversdagslífið gangi sinn vanagang, þarf að loka á ferðalög til og frá landinu nema með ströngustu skilyrðum. Fyrirkomulagið þarf að vera í gildi þangað til Kínaveiran lætur undan síga í útlandinu.

Nágrannar okkar í austri, Noregur og Svíþjóð, ræða víðtækar samfélagslokanir til að stemma stigu við farsóttinni. Hvorugt landanna er í þeirri stöðu, sem Ísland nýtur, að hafa fulla stjórn á landamærum sínum.

Um það er ekki lengur deilt að annað tveggja þarf að gerast til að opna á ferðalög til og frá landinu. Að allir landsmenn séu bólusettir, kannski næsta haust, eða að útlönd verði veirufrí sem verður ekki fyrr en næsta ár.


mbl.is Áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástleysi forréttinafólks

Sumir þurfa ekki að dýfa hendi í kalt vatn en lifa samt í vellystingum. Tildurrófur af þessari sort hafa ekki verðleika í samræmi við þjóðfélagsstöðu og lífsgæði. Til að réttlæta stöðu sína gagnvart meðbræðrum og systrum þarf forréttindafólkið ást og aðdáun.

Við skort á elsku og virðingu afhjúpast hégómi, fordild og andverðleikar þeirra sem fæddir eru til að fleyta rjómann af lífinu.

Hvað er til ráða? Jú, auðvitað, gera sjálfan sig að fórnarlambi afla sér þannig aumingjagæsku.


mbl.is Kynþáttahatur fjölmiðlanna stærsta ástæðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband