Aðeins 4% þjóðarinnar bólusett

Um 96 prósent þjóðarinnar er hráefni í nýja bylgju farsóttarinnar sem kennd er við Kína. Ástæðan er að aðeins um 4 prósent þjóðarinnar er bólusett.

Vonir stóðu til að um páska væri faraldurinn yfirstaðinn og allt í lukkunnar standi á alþjóðadegi verkalýðsins 1. maí. Þær vonir eru brostnar.

Bjartsýnn Frakki, starfsmaður Evrópusambandsins, segir hjarðónæmi náð í ESB í júli. Miðað við hvernig á málum er haldið í Brussel má bæta sex mánuðum við þá spá.

Ferðasumarið verður íslenskt.


mbl.is Heill árgangur í sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efnahagsmál aðalatriðið...eða ekki

Enginn stjórnar hvert verður aðalmál kosninganna í haust. Margir vilja dagskrárvaldið, bæði stjórnmálamenn, hagsmunasamtök og miðlar, bæði kenndir við fjöl og samfélag. En oft er það ófyrirséð atburðarás sem kemur til sögunnar og framkallar mál málanna hverju sinni.

Að því gefnu að jarðhræringar á Reykjanesi stilli sig um senuþjófnað í sumar verður kófið og eftirmál þess í forgrunni. Einhverjir virðast telja að efnahagsþáttur kófsins verði mest áberandi. En það er ólíklegt. Efnahagslega komum við vel undan faraldrinum.

Félagslegir þættir og lýðheilsa kófsins verða að líkum veigameiri en krónur og aurar. Þar virðist ríkisstjórnin ætla að leggja á tæpasta vað, opna landið ferðamönnum og slaka á sóttvörnum.

Búið er að stimpla inn í þjóðina að komi upp nýsmit Kínaveirunnar verði að rekja smitið og setja í sóttkví alla sem mögulega gætu hafa smitast. Að öðrum kosti rís faraldur, kenndur við bylgjur. Fyrir hálfum mánuði setti einn smitberi 100 manns í sóttkví. Það þarf ekki mikið til.

Ef það fer svo að ótímabær opnun landsins leiðir til samfélagslokana fyrir kosningar verður ríkisstjórnarflokkunum hugsuð þegjandi þörfin í kjörklefanum. Betri er krókur en kelda, segir máltækið.


mbl.is Fyrst og fremst kosið um efnahagsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. mars 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband