EES gerir Ísland ósjálfbjarga

Evrópusambandið hikar ekki við að brjóta EES-samninginn þegar Brussel-valdinu býður svo við að horfa. Núna er Ísland sett á bannlista vegna þess að ESB er í hallæri með bóluefni. Fyrir ári braut sambandið á okkur og EES-samningnum með því að banna útflutning til Íslands á búnaði í upphafi Kínaveirunnar s.s. hlífðarfatnaði.

Verst af öllu er þó að EES-samningurinn gerir íslensku stjórnsýsluna ósjálfbjarga. Í ráðuneytunum starfa meira og minna gallharðir ESB-sinnar sem sjá Evrópulausn á sérhverju vandamáli sem upp kemur.

Vitanlega átti Ísland að sækja sér bóluefni beint til framleiðenda en ekki stökkva á ESB-vagninn. Það voru skelfileg mistök sem má rekja til ósjálfbjarga stjórnsýslu. Í Brussel er ekki vinum að mæta. Það vita allir nema íslenskir embættismenn sem þegar eru gengnir ESB á hönd.


mbl.is Gengur í berhögg við EES-samninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. mars 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband